Láttu lífeyrinn minn vera! Guðrún Pétursdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las ummæli Sigmundar Davíðs um lífeyrissjóðina, sem hann lét falla á þingi Samtaka iðnaðarins 13. október 2017. Ég fæ ekki betur séð en hann geti ekki beðið eftir að komast í lífeyrissparnaðinn okkar. Þinn og minn. Orðrétt er haft eftir honum: „Til dæmis hjá lífeyrissjóðunum sem hafa haft það of þægilegt með tryggðri 3,5% ávöxtun. Ef ríkið væri ekki að halda þeim uppi þyrftu þeir að standa undir sér með öðrum hætti. Ég myndi vilja sjá sterkari hvata til þess að þetta fjármagn nýtist í nýsköpun.“ Hafa lífeyrissjóðirnir það „of þægilegt“? Eru ekki áhyggjur okkar einmitt þær, að þeir muni eiga í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum? Það er sannarlega rík ástæða til að tryggja ávöxtun lífeyrissjóðanna og verja þá sjálfa. Þarna liggur lífeyrissparnaður þjóðarinnar, fjármagn sem tekið er af öllum launum fólks að viðbættu mótframlagi launagreiðenda, í þeim skýra tilgangi að tryggja framfærslu þegar starfsævinni lýkur. Víst er þetta mikið fé, enda skuldbindingarnar gríðarmiklar. Þeim mun ríkari ástæða er til að verja þessa fjármuni fyrir þeim sem ásælast þá. Fjárfestingar í nýsköpun eru of áhættumiklar til að leggja lífeyri landsmanna þar undir. Það fjármagn þarf að koma annars staðar frá. Að heyra þessi áform frambjóðandans ætti að hringja háværum viðvörunarbjöllum. Það má aldrei gerast að þetta öryggisnet þjóðarinnar sé lagt undir í fjárhættuspili, með hvaða formerkjum sem er. Lífeyrissparnaður er ekki skattur – hann er eign. Burt með krumlurnar, Sigmundur! Snertu ekki lífeyrinn minn! Höfundur er á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las ummæli Sigmundar Davíðs um lífeyrissjóðina, sem hann lét falla á þingi Samtaka iðnaðarins 13. október 2017. Ég fæ ekki betur séð en hann geti ekki beðið eftir að komast í lífeyrissparnaðinn okkar. Þinn og minn. Orðrétt er haft eftir honum: „Til dæmis hjá lífeyrissjóðunum sem hafa haft það of þægilegt með tryggðri 3,5% ávöxtun. Ef ríkið væri ekki að halda þeim uppi þyrftu þeir að standa undir sér með öðrum hætti. Ég myndi vilja sjá sterkari hvata til þess að þetta fjármagn nýtist í nýsköpun.“ Hafa lífeyrissjóðirnir það „of þægilegt“? Eru ekki áhyggjur okkar einmitt þær, að þeir muni eiga í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum? Það er sannarlega rík ástæða til að tryggja ávöxtun lífeyrissjóðanna og verja þá sjálfa. Þarna liggur lífeyrissparnaður þjóðarinnar, fjármagn sem tekið er af öllum launum fólks að viðbættu mótframlagi launagreiðenda, í þeim skýra tilgangi að tryggja framfærslu þegar starfsævinni lýkur. Víst er þetta mikið fé, enda skuldbindingarnar gríðarmiklar. Þeim mun ríkari ástæða er til að verja þessa fjármuni fyrir þeim sem ásælast þá. Fjárfestingar í nýsköpun eru of áhættumiklar til að leggja lífeyri landsmanna þar undir. Það fjármagn þarf að koma annars staðar frá. Að heyra þessi áform frambjóðandans ætti að hringja háværum viðvörunarbjöllum. Það má aldrei gerast að þetta öryggisnet þjóðarinnar sé lagt undir í fjárhættuspili, með hvaða formerkjum sem er. Lífeyrissparnaður er ekki skattur – hann er eign. Burt með krumlurnar, Sigmundur! Snertu ekki lífeyrinn minn! Höfundur er á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun