Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn Hjörleifur Hallgríms skrifar 24. október 2017 12:57 Eftir árásir og einelti, sem ég hélt að væri verið að reyna að uppræta, venjulega að ósekju, sá Sigmundur Davíð sig knúinn til að segja sig úr Framsóknarflokknum, sem var ekki sársaukalaust, og stofnaði Miðflokkinn. Það voru fleiri en hann, sem sögðu sig úr flokknum og var það hjá mörgum mikið tilfinningamál eðlilega, en þetta sama fólk sætti sig einfaldlega ekki við linnulausar árásirnar á saklausan manninn. Örugglega hefði enginn trúað því fyrirfram að maðurinn, sem hafði leitt Framsóknarflokkinn í kosningunum 2013 til eins af stærstu sigrum flokksins, sem unnist hafði eða rúm 23% atkv. og 19 þingmenn yrði hrakinn frá forystu flokksins með smán á flokksþinginu haustið 2016. Ég hef marg sagt að það er er öllum frjálst að bjóða sig fram til formanns í Framsóknarflokknum en það, sem Sigurður Ingi gerði lýsir þvílíkum óheilindum og dómgreindarleysi að jaðrar við einsdæmi. þá, fyrir nokkrum mánuðum hafði hann marglýst því yfir bæði á fundum og í fjölmiðlum að myndi ekki bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð. Sigurður Ingi var kosinn formaður Framsóknaflokksins á fyrrgreindu flokksþingi en skyldi hann eða grasrótin, sem hann ber fyrir sig að hafi skorað á sig órað fyrir þvílíkum harmleik og hruni, sem varð hjá flokknum að tapa 11 þingmönnum úr 19 í 8. Þvílik útreið hjá nýjum formanni. Og nú stefnir í enn meira tap samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Sigurður Ingi ef þetta kallast ekki að láta fífla sig af misvitlausu og dómgreindarlausu fóki veit ég ekki hvað það er. Sigmundur Davíð er afburða stjórnmálamaður að visku og vexti en oft er það svo að smælingjarnir þola ekki yfirburðina og þá er tekið til örþrifaráða t.d. skítkastsins. Eftir að hafa kynnt mér stefnuskrá Miðflokksins sé ég glögglega handbragð meistarans og varð mér þá strax hugsað til þeirra stóru mála, sem hann knúði í gegn þegar hann var forsætisráðherra og má þar t.d. nefna Icesavemálið, skuldaleiðréttingu heimilanna, sem hvorutveggja sparaði fjölskyldunum í landinu milljónir, uppgjörið við kröfuhafana og erlendu hrægammana, sem ætluðu að hirða fúlgur fjár úr landi. Þá var ég auðvitað mjög hrifinn af hvernig hann einblínir á að bæta verulega kjör eldirborgara og öryrkja, en fyrrum fjármálaráðherrar hafa haldi því fólki undir fátækramörkum.Hjörleifur Hallgríms, eldri borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Eftir árásir og einelti, sem ég hélt að væri verið að reyna að uppræta, venjulega að ósekju, sá Sigmundur Davíð sig knúinn til að segja sig úr Framsóknarflokknum, sem var ekki sársaukalaust, og stofnaði Miðflokkinn. Það voru fleiri en hann, sem sögðu sig úr flokknum og var það hjá mörgum mikið tilfinningamál eðlilega, en þetta sama fólk sætti sig einfaldlega ekki við linnulausar árásirnar á saklausan manninn. Örugglega hefði enginn trúað því fyrirfram að maðurinn, sem hafði leitt Framsóknarflokkinn í kosningunum 2013 til eins af stærstu sigrum flokksins, sem unnist hafði eða rúm 23% atkv. og 19 þingmenn yrði hrakinn frá forystu flokksins með smán á flokksþinginu haustið 2016. Ég hef marg sagt að það er er öllum frjálst að bjóða sig fram til formanns í Framsóknarflokknum en það, sem Sigurður Ingi gerði lýsir þvílíkum óheilindum og dómgreindarleysi að jaðrar við einsdæmi. þá, fyrir nokkrum mánuðum hafði hann marglýst því yfir bæði á fundum og í fjölmiðlum að myndi ekki bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð. Sigurður Ingi var kosinn formaður Framsóknaflokksins á fyrrgreindu flokksþingi en skyldi hann eða grasrótin, sem hann ber fyrir sig að hafi skorað á sig órað fyrir þvílíkum harmleik og hruni, sem varð hjá flokknum að tapa 11 þingmönnum úr 19 í 8. Þvílik útreið hjá nýjum formanni. Og nú stefnir í enn meira tap samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Sigurður Ingi ef þetta kallast ekki að láta fífla sig af misvitlausu og dómgreindarlausu fóki veit ég ekki hvað það er. Sigmundur Davíð er afburða stjórnmálamaður að visku og vexti en oft er það svo að smælingjarnir þola ekki yfirburðina og þá er tekið til örþrifaráða t.d. skítkastsins. Eftir að hafa kynnt mér stefnuskrá Miðflokksins sé ég glögglega handbragð meistarans og varð mér þá strax hugsað til þeirra stóru mála, sem hann knúði í gegn þegar hann var forsætisráðherra og má þar t.d. nefna Icesavemálið, skuldaleiðréttingu heimilanna, sem hvorutveggja sparaði fjölskyldunum í landinu milljónir, uppgjörið við kröfuhafana og erlendu hrægammana, sem ætluðu að hirða fúlgur fjár úr landi. Þá var ég auðvitað mjög hrifinn af hvernig hann einblínir á að bæta verulega kjör eldirborgara og öryrkja, en fyrrum fjármálaráðherrar hafa haldi því fólki undir fátækramörkum.Hjörleifur Hallgríms, eldri borgari
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar