Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. október 2017 18:30 Kjartan Gunnarsson á verönd Franska kaffihússins, sem þau Sigríður Snævarr eiga á Rauðasandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Það er óskiljanlegt að Teigsskógur skuli ekki hafa verið tekinn eignarnámi fyrir löngu. Þetta segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi undanfarin átján ár kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. Vegurinn niður á Rauðasand þykir sumum hrikalegur og það kom mörgum á óvart þegar þau Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr keyptu jörð í þessari afskekktu sveit vestur á fjörðum og enn frekar þegar þau stofnuðu þar kaffihús. Þegar spurt er um Teigsskóg stendur ekki á svari. „Ég bara vil fylgja tillögum Vegagerðarinnar,“ segir Kjartan. „Mér finnst það eiginlega óskiljanlegt, miðað við það hvað ég hef sjálfur kynnst, - ég átti land einu sinni nálægt Reykjavík, - það var alveg hiklaust tekið eignarnámi. Það var ekkert verið neitt að velta því fyrir sér að gera það. Og ég hef aldrei skilið það hvernig í ósköpunum stendur á því, - þó að ég sé nú hlynntur einkaeignarétti og réttindum einstaklinganna að öllu leyti, - að það sé látið standa svona hressilega í veginum fyrir eðlilegum og sjálfsögðum samgöngubótum, - mál sem ég tel að hefði átt að leysa fyrir löngu síðan, annaðhvort með eignarnámi eða bara samningum við landeigendur,“ segir Kjartan. Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr á höfuðbólinu Saurbæ á Rauðasandi. Saurbæjarkirkja í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kjartan og Sigríður dvelja mest á sumrin á Rauðasandi með 10 ára syni sínum, Kjartani Gunnsteini, en þau skreppa einnig á vetrum. Spurð hvort Kjartan sé bóndi í sér, fari í vinnugallann og moki skít, svarar Sigríður: „Já, hann er það. Og framkvæmdamaður.“ Fjallað var um mannlíf og náttúru á Rauðasandi í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar var einnig fjallað um sendiherraferil Sigríðar en hún var fyrsta íslenska konan til að gegna embætti sendiherra.Feðgarnir Kjartan og Kjartan Gunnsteinn að leik í sveitinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá ræddu þau Kjartan og Kristín Einarsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, um þau vináttubönd sem þau hafa bundist í gegnum baráttu við krabbamein, en þau glíma bæði við mergæxli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Tengdar fréttir Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Það er óskiljanlegt að Teigsskógur skuli ekki hafa verið tekinn eignarnámi fyrir löngu. Þetta segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi undanfarin átján ár kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. Vegurinn niður á Rauðasand þykir sumum hrikalegur og það kom mörgum á óvart þegar þau Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr keyptu jörð í þessari afskekktu sveit vestur á fjörðum og enn frekar þegar þau stofnuðu þar kaffihús. Þegar spurt er um Teigsskóg stendur ekki á svari. „Ég bara vil fylgja tillögum Vegagerðarinnar,“ segir Kjartan. „Mér finnst það eiginlega óskiljanlegt, miðað við það hvað ég hef sjálfur kynnst, - ég átti land einu sinni nálægt Reykjavík, - það var alveg hiklaust tekið eignarnámi. Það var ekkert verið neitt að velta því fyrir sér að gera það. Og ég hef aldrei skilið það hvernig í ósköpunum stendur á því, - þó að ég sé nú hlynntur einkaeignarétti og réttindum einstaklinganna að öllu leyti, - að það sé látið standa svona hressilega í veginum fyrir eðlilegum og sjálfsögðum samgöngubótum, - mál sem ég tel að hefði átt að leysa fyrir löngu síðan, annaðhvort með eignarnámi eða bara samningum við landeigendur,“ segir Kjartan. Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr á höfuðbólinu Saurbæ á Rauðasandi. Saurbæjarkirkja í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kjartan og Sigríður dvelja mest á sumrin á Rauðasandi með 10 ára syni sínum, Kjartani Gunnsteini, en þau skreppa einnig á vetrum. Spurð hvort Kjartan sé bóndi í sér, fari í vinnugallann og moki skít, svarar Sigríður: „Já, hann er það. Og framkvæmdamaður.“ Fjallað var um mannlíf og náttúru á Rauðasandi í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar var einnig fjallað um sendiherraferil Sigríðar en hún var fyrsta íslenska konan til að gegna embætti sendiherra.Feðgarnir Kjartan og Kjartan Gunnsteinn að leik í sveitinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá ræddu þau Kjartan og Kristín Einarsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, um þau vináttubönd sem þau hafa bundist í gegnum baráttu við krabbamein, en þau glíma bæði við mergæxli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Tengdar fréttir Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45
Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“