Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. október 2017 18:30 Kjartan Gunnarsson á verönd Franska kaffihússins, sem þau Sigríður Snævarr eiga á Rauðasandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Það er óskiljanlegt að Teigsskógur skuli ekki hafa verið tekinn eignarnámi fyrir löngu. Þetta segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi undanfarin átján ár kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. Vegurinn niður á Rauðasand þykir sumum hrikalegur og það kom mörgum á óvart þegar þau Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr keyptu jörð í þessari afskekktu sveit vestur á fjörðum og enn frekar þegar þau stofnuðu þar kaffihús. Þegar spurt er um Teigsskóg stendur ekki á svari. „Ég bara vil fylgja tillögum Vegagerðarinnar,“ segir Kjartan. „Mér finnst það eiginlega óskiljanlegt, miðað við það hvað ég hef sjálfur kynnst, - ég átti land einu sinni nálægt Reykjavík, - það var alveg hiklaust tekið eignarnámi. Það var ekkert verið neitt að velta því fyrir sér að gera það. Og ég hef aldrei skilið það hvernig í ósköpunum stendur á því, - þó að ég sé nú hlynntur einkaeignarétti og réttindum einstaklinganna að öllu leyti, - að það sé látið standa svona hressilega í veginum fyrir eðlilegum og sjálfsögðum samgöngubótum, - mál sem ég tel að hefði átt að leysa fyrir löngu síðan, annaðhvort með eignarnámi eða bara samningum við landeigendur,“ segir Kjartan. Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr á höfuðbólinu Saurbæ á Rauðasandi. Saurbæjarkirkja í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kjartan og Sigríður dvelja mest á sumrin á Rauðasandi með 10 ára syni sínum, Kjartani Gunnsteini, en þau skreppa einnig á vetrum. Spurð hvort Kjartan sé bóndi í sér, fari í vinnugallann og moki skít, svarar Sigríður: „Já, hann er það. Og framkvæmdamaður.“ Fjallað var um mannlíf og náttúru á Rauðasandi í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar var einnig fjallað um sendiherraferil Sigríðar en hún var fyrsta íslenska konan til að gegna embætti sendiherra.Feðgarnir Kjartan og Kjartan Gunnsteinn að leik í sveitinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá ræddu þau Kjartan og Kristín Einarsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, um þau vináttubönd sem þau hafa bundist í gegnum baráttu við krabbamein, en þau glíma bæði við mergæxli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Tengdar fréttir Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Það er óskiljanlegt að Teigsskógur skuli ekki hafa verið tekinn eignarnámi fyrir löngu. Þetta segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi undanfarin átján ár kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. Vegurinn niður á Rauðasand þykir sumum hrikalegur og það kom mörgum á óvart þegar þau Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr keyptu jörð í þessari afskekktu sveit vestur á fjörðum og enn frekar þegar þau stofnuðu þar kaffihús. Þegar spurt er um Teigsskóg stendur ekki á svari. „Ég bara vil fylgja tillögum Vegagerðarinnar,“ segir Kjartan. „Mér finnst það eiginlega óskiljanlegt, miðað við það hvað ég hef sjálfur kynnst, - ég átti land einu sinni nálægt Reykjavík, - það var alveg hiklaust tekið eignarnámi. Það var ekkert verið neitt að velta því fyrir sér að gera það. Og ég hef aldrei skilið það hvernig í ósköpunum stendur á því, - þó að ég sé nú hlynntur einkaeignarétti og réttindum einstaklinganna að öllu leyti, - að það sé látið standa svona hressilega í veginum fyrir eðlilegum og sjálfsögðum samgöngubótum, - mál sem ég tel að hefði átt að leysa fyrir löngu síðan, annaðhvort með eignarnámi eða bara samningum við landeigendur,“ segir Kjartan. Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr á höfuðbólinu Saurbæ á Rauðasandi. Saurbæjarkirkja í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kjartan og Sigríður dvelja mest á sumrin á Rauðasandi með 10 ára syni sínum, Kjartani Gunnsteini, en þau skreppa einnig á vetrum. Spurð hvort Kjartan sé bóndi í sér, fari í vinnugallann og moki skít, svarar Sigríður: „Já, hann er það. Og framkvæmdamaður.“ Fjallað var um mannlíf og náttúru á Rauðasandi í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar var einnig fjallað um sendiherraferil Sigríðar en hún var fyrsta íslenska konan til að gegna embætti sendiherra.Feðgarnir Kjartan og Kjartan Gunnsteinn að leik í sveitinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá ræddu þau Kjartan og Kristín Einarsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, um þau vináttubönd sem þau hafa bundist í gegnum baráttu við krabbamein, en þau glíma bæði við mergæxli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Tengdar fréttir Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45
Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08