Hver mun eiga bankana? Guðlaugur Gylfi Sverrisson skrifar 23. október 2017 13:15 Í aðdraganda komandi kosninga er bara einn flokkur búinn að setja fram stefnu um eignarhald á bönkum landsins. Það er yngsti flokkur landsins, Miðflokkurinn, sem kynnti stefnumál sín 15. október sl. Í stefnunni segir að fyrst skuli innleysa Arion banka til ríkisins. Í framhaldinu mun vera farið í það að leysa til ríkisins umfram-eigið fé bankanna þriggja. Það er metið allt að 130 milljarðar sem bankar í dag þurfa jafnframt að ávaxta á markaði. Þess má geta að vogunarsjóðir er reyndu að kaupa Arion banka, en þau kaup voru góðu heilli stöðvuð, gætu greitt kaupverðið fyrir bankann að stærstum hluta með innleysa til sín umfram-eigið fé Arion banka. Það er stefna Miðflokksins að selja Arion banka þannig að íbúar landsins fái afhent þriðjung hlutafjár, almennir fjárfestar geti keypt þriðjung og þriðjungur verði eftir í eigu ríkisins, til að byrja með eða þar til markaður með hlutabréfin hefur þróast. Hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignast eitt hlutabréf í bankanum og þarf viðkomandi að eiga hlutabréfið í þrjú ár. Íslandsbanki verði seldur erlendri fjármálastofnun og mun það skilyrði vera sett að nýr eigandi þarf að eiga bankann að lágmarki í 10 ár. Landsbankinn verður áfram í eigu ríkisins. Landsbankanum verði þó skipt upp í tvær einingar. Önnur eining Landsbankans mun stunda bankaviðskipti eingöngu á netinu. Bankanum verður sett eigendastefna sem mun innifela að hafa lágmarksyfirbyggingu og rekstrarkostnað í nýrri einingu og nýta sér nýjustu þróun og tækni í bankastarfsemi. Nýja einingin í Landsbankanum á að taka litla áhættu en hafa það meginmarkmið að bjóða viðskiptavinum sem best kjör með lágmarksvaxtamun. Það þýðir að Landsbankinn mun aðeins veita svokölluð minni lán, til dæmis lán til einstaklinga vegna húsnæðiskaupa og til smærri fyrirtækja með traust veð. Bankinn mun leiða saman lánveitendur sem sækjast eftir hóflegri en öruggri ávöxtun og lántaka með örugg veð á borð við fasteignir. Þannig mun bankinn geta boðið lægri vexti og leiða íslenska fjármálakerfið inn í breyttan heim. Bankar og bankastarfsemi mun taka miklum breytingum á næstu misserum, einkum vegna framþróunar í tækni, við því verður eigandi Landsbankans að vera viðbúinn. Í ljósi þessarar stefnu Miðflokksins hljóta aðrir stjórnmálaflokkar að segja kjósendum frá hugmyndum og stefnu sinna flokka um eignarhald á bönkunum í nánustu framtíð.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í aðdraganda komandi kosninga er bara einn flokkur búinn að setja fram stefnu um eignarhald á bönkum landsins. Það er yngsti flokkur landsins, Miðflokkurinn, sem kynnti stefnumál sín 15. október sl. Í stefnunni segir að fyrst skuli innleysa Arion banka til ríkisins. Í framhaldinu mun vera farið í það að leysa til ríkisins umfram-eigið fé bankanna þriggja. Það er metið allt að 130 milljarðar sem bankar í dag þurfa jafnframt að ávaxta á markaði. Þess má geta að vogunarsjóðir er reyndu að kaupa Arion banka, en þau kaup voru góðu heilli stöðvuð, gætu greitt kaupverðið fyrir bankann að stærstum hluta með innleysa til sín umfram-eigið fé Arion banka. Það er stefna Miðflokksins að selja Arion banka þannig að íbúar landsins fái afhent þriðjung hlutafjár, almennir fjárfestar geti keypt þriðjung og þriðjungur verði eftir í eigu ríkisins, til að byrja með eða þar til markaður með hlutabréfin hefur þróast. Hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignast eitt hlutabréf í bankanum og þarf viðkomandi að eiga hlutabréfið í þrjú ár. Íslandsbanki verði seldur erlendri fjármálastofnun og mun það skilyrði vera sett að nýr eigandi þarf að eiga bankann að lágmarki í 10 ár. Landsbankinn verður áfram í eigu ríkisins. Landsbankanum verði þó skipt upp í tvær einingar. Önnur eining Landsbankans mun stunda bankaviðskipti eingöngu á netinu. Bankanum verður sett eigendastefna sem mun innifela að hafa lágmarksyfirbyggingu og rekstrarkostnað í nýrri einingu og nýta sér nýjustu þróun og tækni í bankastarfsemi. Nýja einingin í Landsbankanum á að taka litla áhættu en hafa það meginmarkmið að bjóða viðskiptavinum sem best kjör með lágmarksvaxtamun. Það þýðir að Landsbankinn mun aðeins veita svokölluð minni lán, til dæmis lán til einstaklinga vegna húsnæðiskaupa og til smærri fyrirtækja með traust veð. Bankinn mun leiða saman lánveitendur sem sækjast eftir hóflegri en öruggri ávöxtun og lántaka með örugg veð á borð við fasteignir. Þannig mun bankinn geta boðið lægri vexti og leiða íslenska fjármálakerfið inn í breyttan heim. Bankar og bankastarfsemi mun taka miklum breytingum á næstu misserum, einkum vegna framþróunar í tækni, við því verður eigandi Landsbankans að vera viðbúinn. Í ljósi þessarar stefnu Miðflokksins hljóta aðrir stjórnmálaflokkar að segja kjósendum frá hugmyndum og stefnu sinna flokka um eignarhald á bönkunum í nánustu framtíð.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun