Miðflokkurinn ætlar að umbylta fjármálakerfinu Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir skrifar 23. október 2017 11:00 Miðflokkurinn ætlar að ráðast í kerfisbreytingar og endurskipuleggja fjármálakerfið. Miðflokkurinn hefur kynnt áætlun sína sem ber yfirskriftina 5+1, sem skiptist í fimm eftirtalda málaflokka: 1. Fjármálakerfið, 2. Atvinnulíf og nýsköpun, 3. Menntun og vísindi, 4. Heilbrigðiskerfið og 5. Réttindi eldri borgara. Þessu til viðbótar er svo heildstæð áætlun sem ber yfirskriftina „Ísland allt“ um það hvernig við ætlum að láta landið okkar virka allt saman sem eina heild. Áætlunin snýst um það hvernig við ætlum að umbylta fjármálakerfinu þannig að það fari að virka fyrir almenning í landinu og fyrirtækin, þá sem eiga að geta nýtt sér þjónustu þess. Markmiðið er að ná eðlilegu vaxtastigi sem gerir fólki kleift að eignast heimili, gerir fyrirtækjum kleift að fjárfesta, skapa ný störf og nýjar hugmyndir. Viðhalda stöðugleika og banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum. Búa til kerfi sem þjónar almenningi, betri húsnæðismarkað, fleiri og betri störf, aukna nýsköpun og verðmætasköpun. Við ætlum að nýta fjármagnið betur í stað þess að auka skatta. Fyrsta skrefið í þessari sókn er að nýta forkaupsrétt ríkisins að Arionbanka. Þegar stóru bankarnir þrír eru komnir í eigu ríkisins er hægt að minnka bankakerfið með því að greiða út úr þeim verulegt umfram eigið fé til ríkisins til að nota í innviðauppbyggingu. Meðan svona mikið umfram eigið fé er inni í bönkunum þá er krafa um ávöxtun á allt þetta eigið fé og einhvern veginn verða bankarnir að ná þeirra ávöxtun. Við þurfum því að minnka bankana svo við náum vaxtastiginu niður. Í nýrri greiningu Danske Bank kemur fram að eigið fé íslensku bankanna sé mun ríflegra en hjá öðrum norrænum bönkum. Samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins 17. október 2017 séu viðskiptabankarnir í stakk búnir til þess að greiða allt að 240 milljarða króna í arð til eigenda í því skyni að eiginfjárhlutfall þeirra verði með svipuðu sniði og annars staðar á Norðurlöndum.Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn ætlar að ráðast í kerfisbreytingar og endurskipuleggja fjármálakerfið. Miðflokkurinn hefur kynnt áætlun sína sem ber yfirskriftina 5+1, sem skiptist í fimm eftirtalda málaflokka: 1. Fjármálakerfið, 2. Atvinnulíf og nýsköpun, 3. Menntun og vísindi, 4. Heilbrigðiskerfið og 5. Réttindi eldri borgara. Þessu til viðbótar er svo heildstæð áætlun sem ber yfirskriftina „Ísland allt“ um það hvernig við ætlum að láta landið okkar virka allt saman sem eina heild. Áætlunin snýst um það hvernig við ætlum að umbylta fjármálakerfinu þannig að það fari að virka fyrir almenning í landinu og fyrirtækin, þá sem eiga að geta nýtt sér þjónustu þess. Markmiðið er að ná eðlilegu vaxtastigi sem gerir fólki kleift að eignast heimili, gerir fyrirtækjum kleift að fjárfesta, skapa ný störf og nýjar hugmyndir. Viðhalda stöðugleika og banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum. Búa til kerfi sem þjónar almenningi, betri húsnæðismarkað, fleiri og betri störf, aukna nýsköpun og verðmætasköpun. Við ætlum að nýta fjármagnið betur í stað þess að auka skatta. Fyrsta skrefið í þessari sókn er að nýta forkaupsrétt ríkisins að Arionbanka. Þegar stóru bankarnir þrír eru komnir í eigu ríkisins er hægt að minnka bankakerfið með því að greiða út úr þeim verulegt umfram eigið fé til ríkisins til að nota í innviðauppbyggingu. Meðan svona mikið umfram eigið fé er inni í bönkunum þá er krafa um ávöxtun á allt þetta eigið fé og einhvern veginn verða bankarnir að ná þeirra ávöxtun. Við þurfum því að minnka bankana svo við náum vaxtastiginu niður. Í nýrri greiningu Danske Bank kemur fram að eigið fé íslensku bankanna sé mun ríflegra en hjá öðrum norrænum bönkum. Samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins 17. október 2017 séu viðskiptabankarnir í stakk búnir til þess að greiða allt að 240 milljarða króna í arð til eigenda í því skyni að eiginfjárhlutfall þeirra verði með svipuðu sniði og annars staðar á Norðurlöndum.Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík Norður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar