

Við erum saman í þessu stríði
Bætur til þolenda
Afar lengi var staðan sú að brotaþoli, sem vildi fá bætur frá hinum brotlega, varð sjálfur að innheimta þær, eins skemmtileg og sú tilhugsun er. Margir brotamenn voru aldrei borgunarmenn fyrir bótunum og hjá öðrum tókst ekki að innheimta neitt fyrr en eftir fjárnám og gjaldþrot. Margir brotaþolar ákváðu skiljanlega að hætta að hugsa um bætur, frekar en að standa í slíkum samskiptum við brotamanninn. Þessu var breytt með afgerandi hætti með gildistöku laga nr. 69/1995. Þar var sett sú regla að ríkissjóður greiddi brotaþolum þær bætur sem dæmdar yrðu og ætti svo endurkröfu á brotamanninn. Lögin voru sett í tíð 1. ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og var frumvarpið að lögunum borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni.
Réttargæslumaður og fleira
Með lögum nr. 36/1999 voru gerðar veigamiklar breytingar á lögum um meðferð sakamála. Frumvarp til laganna var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og meginmarkmið þess var að styrkja réttarstöðu brotaþola, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Í lögunum var til dæmis ákveðið að brotaþolar fengju sérstakan réttargæslumann á kostnað ríkissjóðs og veitt heimild til þess að hinum ákærða yrði vísað úr dómsal þegar brotaþoli bæri vitni. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu íþyngjandi það gat verið fyrir brotaþola að bera vitni að ákærða viðstöddum. Frá samþykkt laganna hefur ríkissjóður greitt verulegar fjárhæðir í laun til réttargæslumanna brotaþola.
Nálgunarbann og þyngri refsingar
Með lögum nr. 94/2000 var lögfest nýtt úrræði, nálgunarbann, til að vernda þá sem orðið hefðu fyrir ofsóknum og ógnunum. Í banninu felst að sá sem því sætir má ekki koma á tiltekinn stað eða svæði eða ónáða með öðrum hætti þann sem verndaður er af banninu. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sólveigu Pétursdóttur.
Endurskoðun kynferðisbrotakafla hegningarlaganna
Með lögum nr. 61/2007 voru gerðar veigamiklar breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Hugtakið nauðgun var rýmkað verulega, lögfest voru ýmis ákvæði sem þyngja skyldu refsingar, lögfest var almennt ákvæði um refsiábyrgð við kynferðislegri áreitni, refsiramminn við kynferðisbrotum gegn börnum var þyngdur verulega og varð nú 16 ára fangelsi, fyrningarfrestur brota afnuminn í þeim tilvikum ef brotið er gegn börnum og þannig mætti lengi telja. Frumvarpið að lögunum var borið fram af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Birni Bjarnasyni.
Enginn pólitískur ágreiningur
Þótt flestar mikilvægustu lagabreytingarnar til þess að bregðast við alvarleika kynferðisbrota og bæta réttarstöðu brotaþola hafi verið bornar fram af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins þýðir það ekki að öðrum flokkum finnist kynferðisbrot ekki alvarleg eða að þeir vilji ekki bæta hag brotaþola. Mjög margir þingmenn úr öðrum flokkum hafa einnig beitt sér í þessum málum af einlægni og góðum hug. Að öðrum ólöstuðum má sérstaklega nefna Ögmund Jónasson sem beitti sér á margan hátt í ráðherratíð sinni í þágu brotaþola. Þeir eiga allir þakkir skildar. Þær lagabreytingar, sem hér hafa verið nefndar, voru allar gerðar í þeim tilgangi að bregðast við alvarleika brota eða styrkja stöðu brotaþola á annan hátt. Auðvitað má fara margar leiðir að þeim markmiðum og reynslan verður að skera úr um hvað reynist best. Það breytir ekki því að allir flokkar telja kynferðisbrot mjög alvarleg og bera hag brotaþola fyrir brjósti, Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki síður en aðrir. Í þeim efnum ættu flestir að forðast að efna til metings eða reyna að slá sig til riddara umfram aðra. Mest um vert er að allar þessar lagabætur eru sigur fyrir okkur öll.
Höfundur er þingmaður og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar