Drífum í þessu Margrét Tryggvadóttir skrifar 22. október 2017 22:24 Við getum verið svo samhent og flott! Það er öllum ljóst þegar stelpurnar okkar og auðvitað strákarnir vinna fótboltaleiki. En svoleiðis líður mér samt ekki alltaf. Þegar ráðamenn þjóðarinnar rata ítrekað í heimsfréttirnar fyrir hin fjölbreytilegustu spillingarmál er dýpra á þjóðarstoltinu. Samt vantar ekki nema herslumuninn á að við getum haft það svo gott saman. Við þurfum bara að ráða bót á nokkrum atriðum. Fyrst það sem við verðum að laga strax – og strax er einmitt ekki teygjanlegt hugtak. Sumt kostar en fjármagnið er í augsýn. Þegar maður verður veikur á maður ekki sjálfkrafa að verða gjaldþrota líka. Stefnum á gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi. Það er ekki góð hugmynd að dreifa kostnaðinum bara öðruvísi á notendur. Efnaminna fólk mun veigra sér við að leita læknis nema í neyðartilfellum og þá er hætt við að sjúkdómar greinist á síðari stigum þegar þeir eru ekki eins viðráðanlegir. Það er miklu dýrara fyrir okkur öll. Og talandi um heilbrigðiskerfið. Þar þarf meira fé. Unga fólkinu okkar líður ekki öllu vel í sálinni. Það er fáránlega dýrt að leita til sálfræðings á Íslandi. Sálfræðingar eiga að sjálfsögðu að vera hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Forvarnir og snemmtæk íhlutun er nefnilega besta fjárfesting sem eitt samfélag getur varið fé sínu í. Biðlistar vegna þjónustu fyrir börn og ungmenni eiga ekki að fyrirfinnast. Ársbið eftir greiningu eða meðferð er fimmtungur af ævi fimm ára barns. Þjónusta við börn má aldrei vera háð efnahag eða getu foreldranna. Því ættum við að reyna að veita sem mesta og besta þjónustu í gegnum skólakerfið. Og þar þarf líka meiri peninga. Hlúum betur að barnafjölskyldum. Barnabætur þarf að tvöfalda og ekkert múður. Samfélagið þarf að vera sveigjanlegra og snúast um fleira en vinnu. Skólarnir okkar á öllum skólastigum eru fjársveltir. Það verðum við að laga enda menntun grundvöllur að betra samfélagi í framtíðinni. Til þess að ungt fólk sjái framtíð á Íslandi þarf það að geta búið einhvers staðar. Það er ekki raunin nú. Í nágrannalöndum okkar eru víða rekin félagsleg húsnæðiskerfi fyrir almenning, laus undan hagnaðarkröfum verktakavæðingarinnar og hávaxtastefnunnar. Samfylkingin ætlar að fara þá leið. Lífeyrisþegar eiga að geta lifað mannsæmandi lífi og þeim á ekki að vera refsað fyrir að vinna þegar þeir geta. Við þurfum að leggja Útlendingastofnun niður. Þar virðist vera undarlegur vinnustaðamórall sem vonlaust er að vinda ofan af. Lagabreytingar munu því ekki ná að breyta því sem breyta þarf þegar lögin er túlkuð með jafnundarlegum og ómannúðlegum hætti og raun ber vitni. Við eigum að hafa mannúð og ábyrgð að leiðarljósi í þessum málaflokki. Ofbeldi verður að uppræta. Við megum aldrei líta svo á að ofbeldi sé óhjákvæmilegur fylgifiskur mannlegs samfélags. Það er það ekki. Höfum hátt! Og svo er það stærsta málið og það sem sennilega þarf mest átak til að laga. Á Íslandi þrífst óásættanleg misskipting sem á rót í óréttlátri skiptingu auðlinda landsins. Stóra verkefnið er að auka jöfnuð í samfélaginu. Það á ekki að greiða fólki lægri laun fyrir að hugsa um manneskjur; kenna þeim, hjúkra eða gæta, en að stýra flugumferð eða reikna út burðarþol. Reyndar er afar brýnt að auka jöfnuð á heimsvísu en við getum byrjað hér á landi. Hér eru peningarnir. Það er nefnilega nóg til: Hættum að láta ræna okkur. Það er glórulaust að landsmenn allir fái ekki fullt gjald fyrir auðlindirnar sínar til nota í sameiginlegum sjóðum okkar. Alvöru auðlindaákvæði í stjórnarskrá tekur á þessu. Látum ekki plata okkur til að samþykkja eitthvert málamyndaákvæði sem engu breytir. Þjóðin er búin að samþykkja nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnvöld í siðmenntuðum ríkjum virða þjóðaratkvæðagreiðslur. Í því felst enginn pólitískur ómöguleiki. Veiðiheimildir á að selja hæstbjóðanda á frjálsum markaði. Þar með geta útgerðarmenn ákveðið sjálfir hvaða verð þeir vilja greiða þjóðinni fyrir að fá að veiða fiskinn í sjónum. Við eigum að hætta að gefa landið okkar. Þeir sem vilja nýta íslenska raforku eiga að greiða fullt gjald fyrir það. Þeir sem selja ferðamönnum aðgang að náttúru landsins eiga líka að greiða þjóðinni fullt gjald fyrir það. Þetta eru tæknileg úrlausnarefni og í öðrum löndum eru menn fyrir löngu búnir að finna viðeigandi lausnir. Hér getum við ekki einu sinni komið upp kömrum skammlaust. Ýmsir landar okkar hafa ákveðið að greiða ekki skatta nema að litlu leyti og geyma auð sinn í skattaskjólum. Girðum fyrir þá leið og náum í þessa peninga. Breiðu bökin eiga að greiða meira til samfélagsins en þeir sem minna hafa. Brauðmolakenningin hefur verið afsönnuð. Það ætti að vera óþarfi að taka það fram að varast ber að kjósa þá flokka sem flagga formönnum og ráðherrum sem treysta eigin efnahagsstjórn ekki betur en svo að þeir tryggja sig með því að geyma eigur sínar í útlöndum. Slíkir lífskjaraþjófar eiga ekki heima í almannaþjónustu. Þann 28. október verður kosið. Þá getum við ákveðið að laga það sem upp á vantar hjá okkur og gera Ísland eins frábært og það getur orðið. Valið er okkar. Drífum í þessu! Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Tryggvadóttir Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við getum verið svo samhent og flott! Það er öllum ljóst þegar stelpurnar okkar og auðvitað strákarnir vinna fótboltaleiki. En svoleiðis líður mér samt ekki alltaf. Þegar ráðamenn þjóðarinnar rata ítrekað í heimsfréttirnar fyrir hin fjölbreytilegustu spillingarmál er dýpra á þjóðarstoltinu. Samt vantar ekki nema herslumuninn á að við getum haft það svo gott saman. Við þurfum bara að ráða bót á nokkrum atriðum. Fyrst það sem við verðum að laga strax – og strax er einmitt ekki teygjanlegt hugtak. Sumt kostar en fjármagnið er í augsýn. Þegar maður verður veikur á maður ekki sjálfkrafa að verða gjaldþrota líka. Stefnum á gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi. Það er ekki góð hugmynd að dreifa kostnaðinum bara öðruvísi á notendur. Efnaminna fólk mun veigra sér við að leita læknis nema í neyðartilfellum og þá er hætt við að sjúkdómar greinist á síðari stigum þegar þeir eru ekki eins viðráðanlegir. Það er miklu dýrara fyrir okkur öll. Og talandi um heilbrigðiskerfið. Þar þarf meira fé. Unga fólkinu okkar líður ekki öllu vel í sálinni. Það er fáránlega dýrt að leita til sálfræðings á Íslandi. Sálfræðingar eiga að sjálfsögðu að vera hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Forvarnir og snemmtæk íhlutun er nefnilega besta fjárfesting sem eitt samfélag getur varið fé sínu í. Biðlistar vegna þjónustu fyrir börn og ungmenni eiga ekki að fyrirfinnast. Ársbið eftir greiningu eða meðferð er fimmtungur af ævi fimm ára barns. Þjónusta við börn má aldrei vera háð efnahag eða getu foreldranna. Því ættum við að reyna að veita sem mesta og besta þjónustu í gegnum skólakerfið. Og þar þarf líka meiri peninga. Hlúum betur að barnafjölskyldum. Barnabætur þarf að tvöfalda og ekkert múður. Samfélagið þarf að vera sveigjanlegra og snúast um fleira en vinnu. Skólarnir okkar á öllum skólastigum eru fjársveltir. Það verðum við að laga enda menntun grundvöllur að betra samfélagi í framtíðinni. Til þess að ungt fólk sjái framtíð á Íslandi þarf það að geta búið einhvers staðar. Það er ekki raunin nú. Í nágrannalöndum okkar eru víða rekin félagsleg húsnæðiskerfi fyrir almenning, laus undan hagnaðarkröfum verktakavæðingarinnar og hávaxtastefnunnar. Samfylkingin ætlar að fara þá leið. Lífeyrisþegar eiga að geta lifað mannsæmandi lífi og þeim á ekki að vera refsað fyrir að vinna þegar þeir geta. Við þurfum að leggja Útlendingastofnun niður. Þar virðist vera undarlegur vinnustaðamórall sem vonlaust er að vinda ofan af. Lagabreytingar munu því ekki ná að breyta því sem breyta þarf þegar lögin er túlkuð með jafnundarlegum og ómannúðlegum hætti og raun ber vitni. Við eigum að hafa mannúð og ábyrgð að leiðarljósi í þessum málaflokki. Ofbeldi verður að uppræta. Við megum aldrei líta svo á að ofbeldi sé óhjákvæmilegur fylgifiskur mannlegs samfélags. Það er það ekki. Höfum hátt! Og svo er það stærsta málið og það sem sennilega þarf mest átak til að laga. Á Íslandi þrífst óásættanleg misskipting sem á rót í óréttlátri skiptingu auðlinda landsins. Stóra verkefnið er að auka jöfnuð í samfélaginu. Það á ekki að greiða fólki lægri laun fyrir að hugsa um manneskjur; kenna þeim, hjúkra eða gæta, en að stýra flugumferð eða reikna út burðarþol. Reyndar er afar brýnt að auka jöfnuð á heimsvísu en við getum byrjað hér á landi. Hér eru peningarnir. Það er nefnilega nóg til: Hættum að láta ræna okkur. Það er glórulaust að landsmenn allir fái ekki fullt gjald fyrir auðlindirnar sínar til nota í sameiginlegum sjóðum okkar. Alvöru auðlindaákvæði í stjórnarskrá tekur á þessu. Látum ekki plata okkur til að samþykkja eitthvert málamyndaákvæði sem engu breytir. Þjóðin er búin að samþykkja nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnvöld í siðmenntuðum ríkjum virða þjóðaratkvæðagreiðslur. Í því felst enginn pólitískur ómöguleiki. Veiðiheimildir á að selja hæstbjóðanda á frjálsum markaði. Þar með geta útgerðarmenn ákveðið sjálfir hvaða verð þeir vilja greiða þjóðinni fyrir að fá að veiða fiskinn í sjónum. Við eigum að hætta að gefa landið okkar. Þeir sem vilja nýta íslenska raforku eiga að greiða fullt gjald fyrir það. Þeir sem selja ferðamönnum aðgang að náttúru landsins eiga líka að greiða þjóðinni fullt gjald fyrir það. Þetta eru tæknileg úrlausnarefni og í öðrum löndum eru menn fyrir löngu búnir að finna viðeigandi lausnir. Hér getum við ekki einu sinni komið upp kömrum skammlaust. Ýmsir landar okkar hafa ákveðið að greiða ekki skatta nema að litlu leyti og geyma auð sinn í skattaskjólum. Girðum fyrir þá leið og náum í þessa peninga. Breiðu bökin eiga að greiða meira til samfélagsins en þeir sem minna hafa. Brauðmolakenningin hefur verið afsönnuð. Það ætti að vera óþarfi að taka það fram að varast ber að kjósa þá flokka sem flagga formönnum og ráðherrum sem treysta eigin efnahagsstjórn ekki betur en svo að þeir tryggja sig með því að geyma eigur sínar í útlöndum. Slíkir lífskjaraþjófar eiga ekki heima í almannaþjónustu. Þann 28. október verður kosið. Þá getum við ákveðið að laga það sem upp á vantar hjá okkur og gera Ísland eins frábært og það getur orðið. Valið er okkar. Drífum í þessu! Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun