Hefðum viljað fá sömu dómgæslu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2017 06:30 Íslensku keppendurnir á NEM í fimleikum brugðu á leik að móti loknu í gær. mynd/fimleikasamband íslands Íslendingar unnu til sex verðlauna á Norður-Evrópumótinu (NEM) sem fór fram í Þórshöfn í Færeyjum um helgina. Íslenska kvennaliðið vann silfur í liðakeppninni. Íslensku stelpurnar fengu samtals 146,432 í einkunn, 0,968 minna en sigurvegararnir frá Noregi. Íslenska karlaliðið lenti í 5. sæti og var ekki langt frá því að komast á verðlaunapall. „Við stelpurnar stefndum á gullið svo þetta er smá sárt. En á sama tíma er frábært að enda með silfur. Við vorum með mjög gott lið í ár,“ sagði Dominiqua Alma Belányi, sem var hluti af silfurliði Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún kvaðst ekki nógu sátt með dómgæsluna í liðakeppninni. „Satt að segja hefði ég viljað fá sömu dómgæslu og Noregur fékk í síðasta hollinu. Það var smá meðbyr með norsku stelpunum og þær rétt skutust fram úr okkur á síðasta áhaldi,“ sagði Dominiqua. Irina Sazonova fékk silfur í fjölþraut en hún fékk 49,666 í einkunn. Thelma Aðalsteinsdóttir og Agnes Suto-Tuuha komu líka heim með silfur. Thelma varð önnur í keppni á tvíslá og Agnes lenti í 2. sæti í keppni á slá. Eyþór Baldursson vann til bronsverðlauna í stökki og Valgard Reinhardsson náði einnig í brons á svifrá. „Ég er ótrúlega ánægð. Það er frábært að ná silfri í liðakeppninni og flottur árangur hjá Irinu að enda í 2. sæti í fjölþrautinni. Við náðum árangri á öllum sviðum,“ sagði Dominiqua ánægð. Fimleikar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Íslendingar unnu til sex verðlauna á Norður-Evrópumótinu (NEM) sem fór fram í Þórshöfn í Færeyjum um helgina. Íslenska kvennaliðið vann silfur í liðakeppninni. Íslensku stelpurnar fengu samtals 146,432 í einkunn, 0,968 minna en sigurvegararnir frá Noregi. Íslenska karlaliðið lenti í 5. sæti og var ekki langt frá því að komast á verðlaunapall. „Við stelpurnar stefndum á gullið svo þetta er smá sárt. En á sama tíma er frábært að enda með silfur. Við vorum með mjög gott lið í ár,“ sagði Dominiqua Alma Belányi, sem var hluti af silfurliði Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún kvaðst ekki nógu sátt með dómgæsluna í liðakeppninni. „Satt að segja hefði ég viljað fá sömu dómgæslu og Noregur fékk í síðasta hollinu. Það var smá meðbyr með norsku stelpunum og þær rétt skutust fram úr okkur á síðasta áhaldi,“ sagði Dominiqua. Irina Sazonova fékk silfur í fjölþraut en hún fékk 49,666 í einkunn. Thelma Aðalsteinsdóttir og Agnes Suto-Tuuha komu líka heim með silfur. Thelma varð önnur í keppni á tvíslá og Agnes lenti í 2. sæti í keppni á slá. Eyþór Baldursson vann til bronsverðlauna í stökki og Valgard Reinhardsson náði einnig í brons á svifrá. „Ég er ótrúlega ánægð. Það er frábært að ná silfri í liðakeppninni og flottur árangur hjá Irinu að enda í 2. sæti í fjölþrautinni. Við náðum árangri á öllum sviðum,“ sagði Dominiqua ánægð.
Fimleikar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira