Halda áfram þrátt fyrir hótun stjórnarinnar um fangelsisvist Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2017 06:00 Mariano Rajoy tilkynnti um helgina að stjórn hans ætlaði að virkja 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar um að svipta Katalóna sjálfstjórn. vísir/epa Katalónskir aðskilnaðarsinnar munu halda baráttu sinni fyrir sjálfstæði héraðsins áfram þrátt fyrir hótanir spænskra yfirvalda um fangelsisvist. Spænska stjórnin mun líklega virkja 155. grein stjórnarskrár landsins, sem kveður á um að svipta Katalóníu sjálfstjórn sinni, í þessari viku. „Engin stjórn í lýðræðisríki getur sætt sig við það að lög séu brotin,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í ávarpi á laugardag. Þar tilkynnti hann ákvörðun stjórnarinnar um að héraðið skyldi svipt sjálfstjórn. Að auki hafa spænsk stjórnvöld í hyggju að taka yfir stjórn lögreglu héraðsins og héraðsfjölmiðilsins TV3. „Ég átta mig á því að þetta eru erfiðir tímar en í sameiningu munum við komast yfir þetta líkt og við höfum áður gert,“ segir Rajoy.Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánarvísir/epaÞað hefur andað köldu milli Spánar og Katalóníu frá því að sjálfstjórnarhéraðið tilkynnti að það hygðist halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði eður ei. Lögbann var lagt á kosningarnar en þær fóru fram engu að síður. Rúmlega níutíu prósent þeirra sem mættu á kjörstað voru hlynnt sjálfstæði. Hótanir hafa gengið milli manna síðan þá. Stefnt er að því að spænska þingið verði kallað saman á föstudag til að afturkalla sjálfstjórn Katalóna. Carles Puigdemont héraðsstjóri stefnir að því að hafa þingfund í héraðsþinginu á sama tíma. Talið er næsta víst að Katalónía muni lýsa einhliða yfir sjálfstæði á næstu vikum, mögulega strax á föstudag. Saksóknari í Madríd varaði Puigdemont og aðra sjálfstæðissinna við frekara brölti af því tagi. Sagði hann að til greina kæmi að saksækja héraðsstjórann fyrir byltingu en allt að þrjátíu ára fangelsisrefsing liggur við slíku broti. Forseti katalónska þingsins, Carme Forcadell, hefur kallað fyrirætlan spænsku stjórnarinnar „de facto coup d’état“ (byltingu í reynd). Því hafnar Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar, alfarið. „Ef einhver er að gera tilraun til byltingar, þá er það héraðsstjórn Katalóníu,“ sagði hann við BBC. „Við ætlum okkur að fylgja alfarið þeim ramma sem stjórnarskrá landsins setur.“ Það eru ekki aðeins Katalónar sem eru óánægðir með framgöngu stjórnar Rajoy í málinu. Formaður Basknesku þjóðarhreyfingarinnar hefur fordæmt framgöngu forsætisráðherrans í málinu. Sem stendur situr minnihlutastjórn í landinu. Baskar hafa varið hana falli en spurning er hvort slíkt haldi áfram. „Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru öfgafull og úr hófi,“ tísti Inigo Urkullu, héraðsstjóri Baska. „Hér er verið að sprengja brýr í loft upp. Héraðsstjórn Katalóníu hefur stuðning okkar til uppbyggilegrar framtíðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Katalónskir aðskilnaðarsinnar munu halda baráttu sinni fyrir sjálfstæði héraðsins áfram þrátt fyrir hótanir spænskra yfirvalda um fangelsisvist. Spænska stjórnin mun líklega virkja 155. grein stjórnarskrár landsins, sem kveður á um að svipta Katalóníu sjálfstjórn sinni, í þessari viku. „Engin stjórn í lýðræðisríki getur sætt sig við það að lög séu brotin,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í ávarpi á laugardag. Þar tilkynnti hann ákvörðun stjórnarinnar um að héraðið skyldi svipt sjálfstjórn. Að auki hafa spænsk stjórnvöld í hyggju að taka yfir stjórn lögreglu héraðsins og héraðsfjölmiðilsins TV3. „Ég átta mig á því að þetta eru erfiðir tímar en í sameiningu munum við komast yfir þetta líkt og við höfum áður gert,“ segir Rajoy.Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánarvísir/epaÞað hefur andað köldu milli Spánar og Katalóníu frá því að sjálfstjórnarhéraðið tilkynnti að það hygðist halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði eður ei. Lögbann var lagt á kosningarnar en þær fóru fram engu að síður. Rúmlega níutíu prósent þeirra sem mættu á kjörstað voru hlynnt sjálfstæði. Hótanir hafa gengið milli manna síðan þá. Stefnt er að því að spænska þingið verði kallað saman á föstudag til að afturkalla sjálfstjórn Katalóna. Carles Puigdemont héraðsstjóri stefnir að því að hafa þingfund í héraðsþinginu á sama tíma. Talið er næsta víst að Katalónía muni lýsa einhliða yfir sjálfstæði á næstu vikum, mögulega strax á föstudag. Saksóknari í Madríd varaði Puigdemont og aðra sjálfstæðissinna við frekara brölti af því tagi. Sagði hann að til greina kæmi að saksækja héraðsstjórann fyrir byltingu en allt að þrjátíu ára fangelsisrefsing liggur við slíku broti. Forseti katalónska þingsins, Carme Forcadell, hefur kallað fyrirætlan spænsku stjórnarinnar „de facto coup d’état“ (byltingu í reynd). Því hafnar Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar, alfarið. „Ef einhver er að gera tilraun til byltingar, þá er það héraðsstjórn Katalóníu,“ sagði hann við BBC. „Við ætlum okkur að fylgja alfarið þeim ramma sem stjórnarskrá landsins setur.“ Það eru ekki aðeins Katalónar sem eru óánægðir með framgöngu stjórnar Rajoy í málinu. Formaður Basknesku þjóðarhreyfingarinnar hefur fordæmt framgöngu forsætisráðherrans í málinu. Sem stendur situr minnihlutastjórn í landinu. Baskar hafa varið hana falli en spurning er hvort slíkt haldi áfram. „Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru öfgafull og úr hófi,“ tísti Inigo Urkullu, héraðsstjóri Baska. „Hér er verið að sprengja brýr í loft upp. Héraðsstjórn Katalóníu hefur stuðning okkar til uppbyggilegrar framtíðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira