Gerum betur fyrir fólkið í landinu Katrín Jakobsdóttir skrifar 23. október 2017 07:00 Í kosningunum á laugardaginn er tækifæri til að kjósa öðruvísi forystu fyrir Ísland. Forystu sem leggur sig fram um að gera betur og skapa samstöðu um langtímasýn fyrir fólkið í landinu þannig að hægt sé að skapa pólitískan stöðugleika og ráðast í nauðsynlega uppbyggingu samfélagslegra innviða. Við Vinstri græn höfum farið og hitt kjósendur fyrir þessar kosningar. Það er kallað eftir því að sú efnahagslega hagsæld sem við búum við skili sér betur til fólksins í landinu. Að við vanrækjum ekki innviðina en setjum okkur áætlun um hvernig á að byggja upp til framtíðar. Í þeim efnum er okkar sýn skýr. Við viljum ábyrga stjórn efnahagsmála og styrkja tekjugrunn ríkisins, m.a. með auknum arðgreiðslum, bættu skattaeftirliti og tryggja það að arðurinn af sameiginlegum auðlindum skili sér með sanngjörnum hætti til fólksins í landinu. Við viljum eiga víðtækt samráð um skattkerfið í stað þess að ráðast í skammlífar breytingar í bullandi ósætti. Um leið er það ábyrg stefna að ráðast í uppbyggingu á mikilvægum almannagæðum. Við höfum efni á betri vegum sem eru nauðsynlegir innviðir bæði fyrir fólkið í landinu og stærstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustuna. Við viljum forgangsraða fjármagni til opinbera heilbrigðiskerfisins og tryggja að lykilstofnanir eins og Landspítalinn geti staðið undir hlutverki sínu. Við viljum leggja áherslu á menntun sem er undirstaða hagsældar og velferðar til framtíðar. Við tökum undir kröfu eldri borgara um að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna strax í 109 þúsund krónur og viljum vinna með öryrkjum að því að draga úr skerðingum og bæta kjör þeirra. Við viljum lengja fæðingarorlof í áföngum í 12 mánuði og styðja við ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Við viljum ráðast í aðgerðir strax í loftslagsmálum og bæta réttarstöðu brotaþola kynferðisbrota samhliða aukinni fræðslu og forvörnum í þeim efnum. Við viljum tryggja starfsumhverfi og frelsi óháðra fjölmiðla. Með skynsamlegri forgangsröðun fjármuna er hægt að ráðast í uppbyggingu sem skilar sér til fólksins í landinu. Með breyttum stjórnmálum er hægt að tryggja samstöðu um þá uppbyggingu.Höfundur er þingmaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í kosningunum á laugardaginn er tækifæri til að kjósa öðruvísi forystu fyrir Ísland. Forystu sem leggur sig fram um að gera betur og skapa samstöðu um langtímasýn fyrir fólkið í landinu þannig að hægt sé að skapa pólitískan stöðugleika og ráðast í nauðsynlega uppbyggingu samfélagslegra innviða. Við Vinstri græn höfum farið og hitt kjósendur fyrir þessar kosningar. Það er kallað eftir því að sú efnahagslega hagsæld sem við búum við skili sér betur til fólksins í landinu. Að við vanrækjum ekki innviðina en setjum okkur áætlun um hvernig á að byggja upp til framtíðar. Í þeim efnum er okkar sýn skýr. Við viljum ábyrga stjórn efnahagsmála og styrkja tekjugrunn ríkisins, m.a. með auknum arðgreiðslum, bættu skattaeftirliti og tryggja það að arðurinn af sameiginlegum auðlindum skili sér með sanngjörnum hætti til fólksins í landinu. Við viljum eiga víðtækt samráð um skattkerfið í stað þess að ráðast í skammlífar breytingar í bullandi ósætti. Um leið er það ábyrg stefna að ráðast í uppbyggingu á mikilvægum almannagæðum. Við höfum efni á betri vegum sem eru nauðsynlegir innviðir bæði fyrir fólkið í landinu og stærstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustuna. Við viljum forgangsraða fjármagni til opinbera heilbrigðiskerfisins og tryggja að lykilstofnanir eins og Landspítalinn geti staðið undir hlutverki sínu. Við viljum leggja áherslu á menntun sem er undirstaða hagsældar og velferðar til framtíðar. Við tökum undir kröfu eldri borgara um að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna strax í 109 þúsund krónur og viljum vinna með öryrkjum að því að draga úr skerðingum og bæta kjör þeirra. Við viljum lengja fæðingarorlof í áföngum í 12 mánuði og styðja við ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Við viljum ráðast í aðgerðir strax í loftslagsmálum og bæta réttarstöðu brotaþola kynferðisbrota samhliða aukinni fræðslu og forvörnum í þeim efnum. Við viljum tryggja starfsumhverfi og frelsi óháðra fjölmiðla. Með skynsamlegri forgangsröðun fjármuna er hægt að ráðast í uppbyggingu sem skilar sér til fólksins í landinu. Með breyttum stjórnmálum er hægt að tryggja samstöðu um þá uppbyggingu.Höfundur er þingmaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar