Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2017 22:00 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við svipuðum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þetta segja nokkrar af þeim ellefu konum sem stigu fram á sínum tíma í ítarlegri umfjöllun Washington Post. Eru þær fyrst og fremst hissa á því að Donald Trump hafi að mestu leytið sloppið og orðið forseti Bandaríkjanna, á meðan Weinstein hafi verið útskúfað úr Hollywood og fyrirtæki hans rambi á barmi gjaldþrots, þrátt fyrir að þeir hafi báðir verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum. „Það er erfitt að sætta sig við það að Harwey Weinstein hafi verið tekinn niður á meðan Trump heldur bara áfram að vera Teflon Don,“ segir Jessica Leeds sem segir að Donald Trump hafi áreitt sitt kynferðislega fyrir 30 árum. „Það gerir mig brjálaða að hann sé forseti,“ segir Melinda McGillivray, sem steig fram fyrir ári síðan og sagði Trump hafa káfað á sér er hún var 23 ára. Hér að neðan má sjá hluta af viðtali Washington Post við Jessicu Leeds. Trump tók til varna, Weinstein ekki Eftir að fjölmargar konur stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu Weinstein, eins frægasta kvikmyndaframleiðenda Hollywood, hafa konur víða um heim stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Konurnar sem stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni af hálfu Trump gerðu það í október á síðasta ári, nokkrum vikum áður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar. Ólíkt Weinstein tókst Trump þó að standa af sér ásakanirnar, jafnvel þótt að myndband frá árinu 2005 var birt þar sem heyra má Trump stæra sig af þeirri hegðun sem konurnar sökuðu hann um. Trump var snöggur í varnarstellingar, ólíkt Weinstein, og sagði að konurnar væru „hræðilegir lygarar“. Aðspurður um ásakanirnar í kappræðum hans við Hillary Clinton þvertók hann fyrir að hafa sýnt af sér slíka hegðun. Ásakanirnar höfðu ekki afgerandi áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og stóð Trump uppi sem sigurvegari. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi.Vísir/Getty Ekki með sömu vigt og frægar leikkonur Konurnar, sem eru ánægðar með viðbrögð samfélagsins við ásökununumá hendur Weinstein, velta því fyrir sér af hverju viðbrögðin voru svo mismunandi. „Margar þeirra eru leikkonur sem við þekkjum vel,“ segir Cathy Heller, sem sakaði Trump um að hafa kysst sig án samþykkis árið 1997 um í hverju munurinn lægi. „Þegar einhver frægur kemur með svona ásökun er meiri vigt á bak við það en þegar það er einhver sem hann hitti í Mar-a-Lago eða þátttakandi í fegurðarsamkeppni,“ segir Heller. „Við sjáum samt til með Trump, það er aldrei of seint,“ bætir hún við að lokum. Donald Trump MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við svipuðum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þetta segja nokkrar af þeim ellefu konum sem stigu fram á sínum tíma í ítarlegri umfjöllun Washington Post. Eru þær fyrst og fremst hissa á því að Donald Trump hafi að mestu leytið sloppið og orðið forseti Bandaríkjanna, á meðan Weinstein hafi verið útskúfað úr Hollywood og fyrirtæki hans rambi á barmi gjaldþrots, þrátt fyrir að þeir hafi báðir verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum. „Það er erfitt að sætta sig við það að Harwey Weinstein hafi verið tekinn niður á meðan Trump heldur bara áfram að vera Teflon Don,“ segir Jessica Leeds sem segir að Donald Trump hafi áreitt sitt kynferðislega fyrir 30 árum. „Það gerir mig brjálaða að hann sé forseti,“ segir Melinda McGillivray, sem steig fram fyrir ári síðan og sagði Trump hafa káfað á sér er hún var 23 ára. Hér að neðan má sjá hluta af viðtali Washington Post við Jessicu Leeds. Trump tók til varna, Weinstein ekki Eftir að fjölmargar konur stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu Weinstein, eins frægasta kvikmyndaframleiðenda Hollywood, hafa konur víða um heim stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Konurnar sem stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni af hálfu Trump gerðu það í október á síðasta ári, nokkrum vikum áður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar. Ólíkt Weinstein tókst Trump þó að standa af sér ásakanirnar, jafnvel þótt að myndband frá árinu 2005 var birt þar sem heyra má Trump stæra sig af þeirri hegðun sem konurnar sökuðu hann um. Trump var snöggur í varnarstellingar, ólíkt Weinstein, og sagði að konurnar væru „hræðilegir lygarar“. Aðspurður um ásakanirnar í kappræðum hans við Hillary Clinton þvertók hann fyrir að hafa sýnt af sér slíka hegðun. Ásakanirnar höfðu ekki afgerandi áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og stóð Trump uppi sem sigurvegari. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi.Vísir/Getty Ekki með sömu vigt og frægar leikkonur Konurnar, sem eru ánægðar með viðbrögð samfélagsins við ásökununumá hendur Weinstein, velta því fyrir sér af hverju viðbrögðin voru svo mismunandi. „Margar þeirra eru leikkonur sem við þekkjum vel,“ segir Cathy Heller, sem sakaði Trump um að hafa kysst sig án samþykkis árið 1997 um í hverju munurinn lægi. „Þegar einhver frægur kemur með svona ásökun er meiri vigt á bak við það en þegar það er einhver sem hann hitti í Mar-a-Lago eða þátttakandi í fegurðarsamkeppni,“ segir Heller. „Við sjáum samt til með Trump, það er aldrei of seint,“ bætir hún við að lokum.
Donald Trump MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40
Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32