„Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2017 14:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var gestur í Sprengisandi í morgun. vísir/eyþór „Fyrir mína parta, finnst mér áherslurnar til vinstri að vera mjög að skerpa sig og sé það að það er lítill sem enginn munur á Samfylkingu og Vinstri grænum, fylgið er svolítið að fara frá Vinstri grænum yfir á Samfylkingu. Ég sé engan mun til dæmis á skattatillögum þeirra eða neitt slíkt,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þorgerður segir að forgangsmál Viðreisnar í þessum kosningum sé krónan og að þetta sé að ná til fólksins í landinu.Krónan búin að vera dýrt spaug „Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar.“ Hún segist ekki vera í neinni vinsældarkosningu, það þurfi einfaldlega að fara að ráðast að rótum vandans. „Ef tilgangurinn fyrir því að halda í krónuna er að halda einhverjar gildishlaðnar þjóðernisræður á 17. júní um mikilvægi krónunnar þá dugar það almenningi skammt. Krónan er búin að vera okkur dýrt spaug.“ Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag sagði Þorsteinn Víglundsson á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun: „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og vaxtastigi náð verulega niður. Kerfisbreytingar sem stuðli að stöðugleika „Við verðum að gera eitthvað annað en að benda á vandann og garga, við verðum að fara að ráðast að rótum hans,“ segir Þorgerður. Aðspurð um það hvað þessar kosningar í ár snúist um svaraði hún: „Stóra málið er í rauninni að tala fyrir kerfisbreytingum sem stuðla að stöðugleika. Við erum að tala um krónuna fyrst og fremst, það skiptir lykilmáli fyrir fjölskyldur í landinu að við segjum skilið við þessa óstöðugu mynt sem að veldur þessu háa vaxtarstigi. Við eigum að gera allt til þess að hjálpa fjölskyldum í landinu og fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum, að komast út úr þessu umhverfi.“ Nefndi hún einnig gagnsæi, heiðarleika og trúverðugleika í öllu sem þau ætla að taka sér fyrir hendur. „Við eigum ekki að hætta , við eigum ekki að segja bara stopp núna. Það er stór kerfisbreyting falin í því að taka upp evru eða að festa gengi krónunnar við aðra mynt.“Lilja Dögg Alfreðsdóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis á dögunum.Vísir/Ernir„Fyrst áður en að menn fara að tala um að taka upp evruna þá verða menn að fara í aðildarumsókn, menn verða að segja þjóðinni hvað það þýðir og hver sjávarútvegsstefnan á Íslandi verður og hvernig þetta spilast allt út,“ segir Lilja Alfreðsdóttir formaður Framsóknarflokksins sem einnig var gestur í þættinum. Hún segir mikilvægt að skýra vel fyrir þjóðinni áhrifin áður en henni er lofað evrunni. Að hennar mati munu þessar kosningar snúast um samvinnu og heilindi. „Hvaða einstaklingar veljast inn á þing sem geta unnið með öðrum, geta klárað flókin viðfangsefni sem skipta okkur öll máli.“Viðtalið við Þorgerði Katrínu og Lilju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
„Fyrir mína parta, finnst mér áherslurnar til vinstri að vera mjög að skerpa sig og sé það að það er lítill sem enginn munur á Samfylkingu og Vinstri grænum, fylgið er svolítið að fara frá Vinstri grænum yfir á Samfylkingu. Ég sé engan mun til dæmis á skattatillögum þeirra eða neitt slíkt,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þorgerður segir að forgangsmál Viðreisnar í þessum kosningum sé krónan og að þetta sé að ná til fólksins í landinu.Krónan búin að vera dýrt spaug „Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar.“ Hún segist ekki vera í neinni vinsældarkosningu, það þurfi einfaldlega að fara að ráðast að rótum vandans. „Ef tilgangurinn fyrir því að halda í krónuna er að halda einhverjar gildishlaðnar þjóðernisræður á 17. júní um mikilvægi krónunnar þá dugar það almenningi skammt. Krónan er búin að vera okkur dýrt spaug.“ Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag sagði Þorsteinn Víglundsson á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun: „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og vaxtastigi náð verulega niður. Kerfisbreytingar sem stuðli að stöðugleika „Við verðum að gera eitthvað annað en að benda á vandann og garga, við verðum að fara að ráðast að rótum hans,“ segir Þorgerður. Aðspurð um það hvað þessar kosningar í ár snúist um svaraði hún: „Stóra málið er í rauninni að tala fyrir kerfisbreytingum sem stuðla að stöðugleika. Við erum að tala um krónuna fyrst og fremst, það skiptir lykilmáli fyrir fjölskyldur í landinu að við segjum skilið við þessa óstöðugu mynt sem að veldur þessu háa vaxtarstigi. Við eigum að gera allt til þess að hjálpa fjölskyldum í landinu og fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum, að komast út úr þessu umhverfi.“ Nefndi hún einnig gagnsæi, heiðarleika og trúverðugleika í öllu sem þau ætla að taka sér fyrir hendur. „Við eigum ekki að hætta , við eigum ekki að segja bara stopp núna. Það er stór kerfisbreyting falin í því að taka upp evru eða að festa gengi krónunnar við aðra mynt.“Lilja Dögg Alfreðsdóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis á dögunum.Vísir/Ernir„Fyrst áður en að menn fara að tala um að taka upp evruna þá verða menn að fara í aðildarumsókn, menn verða að segja þjóðinni hvað það þýðir og hver sjávarútvegsstefnan á Íslandi verður og hvernig þetta spilast allt út,“ segir Lilja Alfreðsdóttir formaður Framsóknarflokksins sem einnig var gestur í þættinum. Hún segir mikilvægt að skýra vel fyrir þjóðinni áhrifin áður en henni er lofað evrunni. Að hennar mati munu þessar kosningar snúast um samvinnu og heilindi. „Hvaða einstaklingar veljast inn á þing sem geta unnið með öðrum, geta klárað flókin viðfangsefni sem skipta okkur öll máli.“Viðtalið við Þorgerði Katrínu og Lilju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent