Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2017 11:42 Frá blaðamannafundi Viðreisnar í dag. Vísir/Friðrik Þór Viðreisn kynnti nýja reiknivél, með hverri heimilin geta reiknað „hvað krónan kostar þau,“ á blaðamannafundi flokksins sem haldinn var nú skömmu fyrir hádegi í dag. Þá gerði flokkurinn grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar. Blaðamannafundur Viðreisnar var haldinn undir yfirskriftinni „Sýnum á spilin“ klukkan 11 í dag. Oddvitar flokksins, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Benedikt Jóhannesson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Gylfi Ólafsson og Hanna Katrín Friðriksson, stýrðu fundinum í kosningamiðstöð Viðreisnar.Vextir og matvælaverð standa upp úr „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra á fundinum í dag. Þorsteinn sagði enn fremur að fjögurra manna fjölskylda með 20 milljón króna húsnæðislán gæti sparað sér á bilinu 150-170 þúsund krónur á mánuði í útgjöld ef vaxtakostnaður væri með sambærilegum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og „vaxtastigi náð verulega niður,“ auk þess sem matvælaverð verði lækkað með breyttum áherslum í stuðningi við landbúnað. Í þessu samhengi kynnti flokkurinn nýja reiknivél en með henni geta heimilin „reiknað fyrir sig hvað krónan kostar þau.“ Með reiknivélinni er hægt að sjá hversu lengi einstaklingar eru að vinna fyrir þeim kostnaði sem felst í krónunni.Tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu kosta um 19 milljarða umfram fjármálaáætlun, að því er kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Á meðfylgjandi grafi má sjá hvernig Viðreisn hyggst mæta þessum kostnaðarauka.ViðreisnErum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum Þá kynnti Viðreisn áætlanir sínar um að efla heilsugæslu, öldrunarþjónustu og auka framlög til geðheilbrigðismála. Flokkurinn vill einnig koma á „þjóðarsátt um leiðréttingu launa kvennastétta“ og að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. Hanna Katrín Friðriksson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, snerti einnig á húsnæðismálum og lagði enn fremur áherslu á réttindi hinsegin fólks í kynningu sinni á fundinum. „Við erum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum,“ sagði Hanna Katrín um málaflokkinn.Blaðamannafund Viðreisnar má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Viðreisn kynnti nýja reiknivél, með hverri heimilin geta reiknað „hvað krónan kostar þau,“ á blaðamannafundi flokksins sem haldinn var nú skömmu fyrir hádegi í dag. Þá gerði flokkurinn grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar. Blaðamannafundur Viðreisnar var haldinn undir yfirskriftinni „Sýnum á spilin“ klukkan 11 í dag. Oddvitar flokksins, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Benedikt Jóhannesson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Gylfi Ólafsson og Hanna Katrín Friðriksson, stýrðu fundinum í kosningamiðstöð Viðreisnar.Vextir og matvælaverð standa upp úr „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra á fundinum í dag. Þorsteinn sagði enn fremur að fjögurra manna fjölskylda með 20 milljón króna húsnæðislán gæti sparað sér á bilinu 150-170 þúsund krónur á mánuði í útgjöld ef vaxtakostnaður væri með sambærilegum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og „vaxtastigi náð verulega niður,“ auk þess sem matvælaverð verði lækkað með breyttum áherslum í stuðningi við landbúnað. Í þessu samhengi kynnti flokkurinn nýja reiknivél en með henni geta heimilin „reiknað fyrir sig hvað krónan kostar þau.“ Með reiknivélinni er hægt að sjá hversu lengi einstaklingar eru að vinna fyrir þeim kostnaði sem felst í krónunni.Tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu kosta um 19 milljarða umfram fjármálaáætlun, að því er kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Á meðfylgjandi grafi má sjá hvernig Viðreisn hyggst mæta þessum kostnaðarauka.ViðreisnErum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum Þá kynnti Viðreisn áætlanir sínar um að efla heilsugæslu, öldrunarþjónustu og auka framlög til geðheilbrigðismála. Flokkurinn vill einnig koma á „þjóðarsátt um leiðréttingu launa kvennastétta“ og að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. Hanna Katrín Friðriksson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, snerti einnig á húsnæðismálum og lagði enn fremur áherslu á réttindi hinsegin fólks í kynningu sinni á fundinum. „Við erum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum,“ sagði Hanna Katrín um málaflokkinn.Blaðamannafund Viðreisnar má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00
Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30