Erlent

Munu ekki virða áætlanir stjórnvalda í Madríd

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Carles Puigdemont er leiðtogi héraðsstjórnar Katalóníu,
Carles Puigdemont er leiðtogi héraðsstjórnar Katalóníu,
Carles Puigdemont, leiðtogi héraðsstjórnar Katalóníu, segir að það ekki koma til greina að virða áætlanir stjórnvalda á Spáni um að svipta Katalóníu sjálfstjórn.

Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, tilkynnti fyrr í dag, að ríkisstjórnin ætli sér að reka héraðstjórn Katalóníu og halda nýjar kosningar þar til þess að kveða í kútinn allar tilraunir Katalóna til þess að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni.

Puidgemont mun kalla saman katalónska þingið svo ræða megi hvernig svara eigi þessu útspili spænsku ríkisstjórnarinnar sem samsvari því að verið sé „útrýma lýðræðinu.“

Togstreitan á milli Spánverja og Katalóna hefur magnast dag frá degi allt frá því að Katalónar kusu með því að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni.

Gangi tillaga Rajoy eftir mun ríkisstjórn Spánar öðlast vald yfir fjármálum, lögreglu og opinberum fjölmiðlum í Katalóníu, auk þess sem að völd þingsins þar muni skerðast til muna.

Spænska þingi þarf þó að samþykkja tillöguna en búist er við því að hún verði tekin fyrir næstkomandi föstudag.

Talið er að um 450 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælagöngu í Barcelona í dag til þess að mótmæla áætlunum ríkisstjórnar Spánar.


Tengdar fréttir

Katalónar missa stjórn á sér

Katalónía mun að öllu óbreyttu missa öll sjálfsstjórnarréttindi sín eða hluta þeirra. Til stendur að ferlið hefjist formlega á morgun. Ekki er ljóst hvað mun breytast í stjórnarfari Katalóníu.

Ætla að svipta Katalóníu sjálfsstjórn

Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, heldur kröfu sinni um viðræður við stjórnvöld í Madríd um sjálfstæði héraðsins til streitu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×