Erlent

Spænska ríkisstjórnin fundar um framtíð Katalóníu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Spænska ríkisstjórnin á fundi sínum um 155. gr. stjórnarskrárinnarr og aðgerðir tengdar sjálfstæðisbaráttu Katalóníu.
Spænska ríkisstjórnin á fundi sínum um 155. gr. stjórnarskrárinnarr og aðgerðir tengdar sjálfstæðisbaráttu Katalóníu. Vísir/EPA
Talið er að Katalónía verði svipt sjálfsstjórn í dag en ríkisstjórn Spánar fundar núna í Madríd. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu neitaði í gær að verða við kröfum ríkisstjórnar Spánar og draga sjálfsstæðisyfirlýsingu héraðsins til baka.

Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar hefur margítrekað hótað því að virkja 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar. Í kjölfarið mun Katalónía missa sjálfsstjórn eða hluta sjálfsstjórnarréttinda. Forsetinn boðaði til sérstaks ríkisstjórnarfundar í dag til þess að ræða málefni Katalóníu.

Mikið óvissuástand ríkir í Katalóníu og sjálfstæðisdeilurnar hafa haft mikil áhrif á íbúa. 155. gr. stjórnarskrárinnar hefur aldrei verið beitt áður í sögu Spánar. Óttast er að ákvörðun Ríkisstjórn Spánar kunni að valda illdeilum í Katalóníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×