Innlent

Björt framtíð missir tvo þriðju atkvæða

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá kosningunum í fyrra.
Frá kosningunum í fyrra. Vísir/Eyþór
Rúmlega 23 prósent kjósenda myndu kjósa Vinstri græn ef gengið yrði til kosninga í dag og tæplega 23 prósent ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þá lækkar fylgi Bjartrar framtíðar lækkar um tæp tvö prósentustig og segjast rúmlega eitt prósent kjósenda ætla að kjósa flokkinn.

Þetta kemur fram í könnun Gallup, en niðurstöður hennar voru birtar á vef fyrirtækisins í dag og þar má einnig sjá upplýsingar um framkvæmd hennar.



Að mestu voru litlar hreyfingar á fylgi flokkanna á milli kannana. Samfylkingin er í rúmum þrettán prósentum og Píratar í tæpum ellefu. Miðflokkurinn í tæpum níu, Framsóknarflokkurinn í rúmum sjö, Viðreisn og Flokkur fólksins eru báðir í tæpum sex prósentum og um hálft prósent ætlar að kjósa Alþýðufylkinguna.

Tæplega sjö prósent taka ekki afstöðu og sömuleiðis sögðust tæp sjö prósent myndu skila auðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×