Eitthvað sem ég hef ekki fundið áður Hörður Ágústsson skrifar 20. október 2017 10:06 Það var eftirminnileg umræðan um uppreist æru sem átti sér stað í bumbuboltanum fyrir um mánuði síðan. Hitinn og orkan sem við settum í umræðuna var langtum meiri en orkan sem fór í að sparka boltanum. Við vorum á einu máli um að nú væri nóg komið af leyndarhyggjunni og sérhagsmunagæslunni sem lengi hefur umlukið íslensk stjórnmál. En skipti það nokkru máli hvað okkur fannst? Sama kvöld féll ríkisstjórnin. Björt framtíð tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfi og byggði þá ákvörðun á kröfu almennings um heiðarleika og vönduð vinnubrögð. Björt framtíð stóð við gildin sín og hafði þor til að stíga fram og #hafahátt. Þau hlustuðu og tóku afstöðu með þjóðinni. Ég fann fyrir létti og bjartsýni. Ég fann líka fyrir virðingu í minn garð af hálfu stjórnmálaafls, eitthvað sem ég hef ekki fundið áður. Þessi ákvörðun Bjartar framtíðar um stjórnarslit eru skýrt dæmi um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Nýtt og heilbrigðara samtal á milli Alþingis og landsmanna er farið að taka á sig mynd. Pólitíkin er að breytast og ég vil taka þátt í þeim breytingum. Ég vil vera hluti af stjórnmálaafli sem: - Raunverulega áttar sig á því að þau eru fulltrúar þjóðar en ekki foringjar hennar. - Þorir að hlusta og taka erfið og þung skref í átt að breytingum. - Mun leggja samning við ESB fyrir þjóðina í stað þess að hjúpa það ferli með leynd. - Lofar ekki 100 milljörðum í allskonar til að kaupa sér atkvæði. - Skilur að sterkt menntakerfi er lykillinn að þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. - Skilur að mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara suma, og að þau eru grunnurinn að heilbrigðu samfélagi. - Hafnar leyndarhyggju og sérhagsmunagæslu. - Virðir náttúruna og áttar sig á að hún er það verðmætasta sem við eigum. Með þessum áherslum, og fjölmörgum öðrum, er Björt framtíð öflugur þátttakandi í því að breyta íslenskum stjórnmálum. Við viljum vera leiðandi afl sem talar fyrir heiðarleika og gagnsæi og færir Alþingi nær þjóðinni. Breytingarnar eru nú þegar hafnar og ég vona að þú kjósir bjarta framtíð með okkur.Höfundur er framkvæmdastjóri og frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 2. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Sjá meira
Það var eftirminnileg umræðan um uppreist æru sem átti sér stað í bumbuboltanum fyrir um mánuði síðan. Hitinn og orkan sem við settum í umræðuna var langtum meiri en orkan sem fór í að sparka boltanum. Við vorum á einu máli um að nú væri nóg komið af leyndarhyggjunni og sérhagsmunagæslunni sem lengi hefur umlukið íslensk stjórnmál. En skipti það nokkru máli hvað okkur fannst? Sama kvöld féll ríkisstjórnin. Björt framtíð tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfi og byggði þá ákvörðun á kröfu almennings um heiðarleika og vönduð vinnubrögð. Björt framtíð stóð við gildin sín og hafði þor til að stíga fram og #hafahátt. Þau hlustuðu og tóku afstöðu með þjóðinni. Ég fann fyrir létti og bjartsýni. Ég fann líka fyrir virðingu í minn garð af hálfu stjórnmálaafls, eitthvað sem ég hef ekki fundið áður. Þessi ákvörðun Bjartar framtíðar um stjórnarslit eru skýrt dæmi um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Nýtt og heilbrigðara samtal á milli Alþingis og landsmanna er farið að taka á sig mynd. Pólitíkin er að breytast og ég vil taka þátt í þeim breytingum. Ég vil vera hluti af stjórnmálaafli sem: - Raunverulega áttar sig á því að þau eru fulltrúar þjóðar en ekki foringjar hennar. - Þorir að hlusta og taka erfið og þung skref í átt að breytingum. - Mun leggja samning við ESB fyrir þjóðina í stað þess að hjúpa það ferli með leynd. - Lofar ekki 100 milljörðum í allskonar til að kaupa sér atkvæði. - Skilur að sterkt menntakerfi er lykillinn að þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. - Skilur að mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara suma, og að þau eru grunnurinn að heilbrigðu samfélagi. - Hafnar leyndarhyggju og sérhagsmunagæslu. - Virðir náttúruna og áttar sig á að hún er það verðmætasta sem við eigum. Með þessum áherslum, og fjölmörgum öðrum, er Björt framtíð öflugur þátttakandi í því að breyta íslenskum stjórnmálum. Við viljum vera leiðandi afl sem talar fyrir heiðarleika og gagnsæi og færir Alþingi nær þjóðinni. Breytingarnar eru nú þegar hafnar og ég vona að þú kjósir bjarta framtíð með okkur.Höfundur er framkvæmdastjóri og frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 2. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun