Áhrifalausir þingmenn á óskilvirku Alþingi Einar Brynjólfsson skrifar 20. október 2017 09:45 Nú þegar nokkrir dagar eru til Alþingiskosninga er við hæfi að rifja upp yfirlýsingu Theódóru S. Þorsteinsdóttur frá 26. ágúst sl. um að hún hygðist afsala sér þingsæti sínu um næstu áramót. Reyndar höguðu örlögin því þannig að Theódóra mun ekki þurfa að bíða til áramóta, en það er önnur saga. Skiptar skoðanir hafa verið um réttmæti þeirra ástæðna sem hún gefur upp fyrir ákvörðun sinni, þ.e. að þingmenn hafi lítil völd og að þingið sé óskilvirkt. Það blasir við að Alþingi er óskilvirkt í meira lagi. Stór hluti allra lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna sem lögð eru fram á hverju þingi dagar uppi. Einhverjir gætu freistast til að segja: „Verða þau mál sem út af standa ekki bara kláruð á næsta þingi?“ Ónei, svo einfalt er það nú ekki. Óafgreidd þingmál, stundum kölluð þingmálahali, falla niður við þinglok. Ef flutningsmenn þeirra vilja halda þeim til streitu verða þeir að mæla fyrir þeim að nýju. Afleiðingin er sú að mælt er fyrir sömu málum margoft í þingsal. Umfangsmikil nefndavinna er endurtekin hvað eftir annað, m.a. með því að kallað er eftir umsögnum um einstök mál trekk í trekk og að sömu gestirnir eru kallaðir fyrir nefndirnar hvað eftir annað. Það er eflaust hægt að mæla í þúsundum vinnustundirnar sem fara í súginn á hverju þingi vegna þessa vinnulags. Þessi vinnubrögð eru forkastanleg og munu Píratar leggja fram þá tillögu, enn einu sinni, að mál nái að „lifa“ milli þinga, til að auka skilvirkni Alþingis, jafnvel þó þurfi að breyta stjórnarskránni til þess. Hvað meint valdaleysi þingmanna varðar, þá hefur Theódóra að hluta til rétt fyrir sér. Óbreyttir þingmenn koma fáum málum í gegn ef þau eru framkvæmdarvaldinu ekki þóknanleg, jafnvel þó þeir tilheyri stjórnarmeirihluta. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gott dæmi um þingmann í stjórnarmeirihluta sem leggur fram sömu þingmálin hvað eftir annað, án þess þó að þau hljóti endanlega afgreiðslu. Þessar staðreyndir eru örugglega ekki til þess fallnar að auka virðingu almennings fyrir Alþingi. Ég þykist þess fullviss að virðing Alþingis mun batna til muna ef bragarbót yrði gerð á þessum kerfislæga vanda. Píratar munu leggja sitt af mörkum til þess. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Nú þegar nokkrir dagar eru til Alþingiskosninga er við hæfi að rifja upp yfirlýsingu Theódóru S. Þorsteinsdóttur frá 26. ágúst sl. um að hún hygðist afsala sér þingsæti sínu um næstu áramót. Reyndar höguðu örlögin því þannig að Theódóra mun ekki þurfa að bíða til áramóta, en það er önnur saga. Skiptar skoðanir hafa verið um réttmæti þeirra ástæðna sem hún gefur upp fyrir ákvörðun sinni, þ.e. að þingmenn hafi lítil völd og að þingið sé óskilvirkt. Það blasir við að Alþingi er óskilvirkt í meira lagi. Stór hluti allra lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna sem lögð eru fram á hverju þingi dagar uppi. Einhverjir gætu freistast til að segja: „Verða þau mál sem út af standa ekki bara kláruð á næsta þingi?“ Ónei, svo einfalt er það nú ekki. Óafgreidd þingmál, stundum kölluð þingmálahali, falla niður við þinglok. Ef flutningsmenn þeirra vilja halda þeim til streitu verða þeir að mæla fyrir þeim að nýju. Afleiðingin er sú að mælt er fyrir sömu málum margoft í þingsal. Umfangsmikil nefndavinna er endurtekin hvað eftir annað, m.a. með því að kallað er eftir umsögnum um einstök mál trekk í trekk og að sömu gestirnir eru kallaðir fyrir nefndirnar hvað eftir annað. Það er eflaust hægt að mæla í þúsundum vinnustundirnar sem fara í súginn á hverju þingi vegna þessa vinnulags. Þessi vinnubrögð eru forkastanleg og munu Píratar leggja fram þá tillögu, enn einu sinni, að mál nái að „lifa“ milli þinga, til að auka skilvirkni Alþingis, jafnvel þó þurfi að breyta stjórnarskránni til þess. Hvað meint valdaleysi þingmanna varðar, þá hefur Theódóra að hluta til rétt fyrir sér. Óbreyttir þingmenn koma fáum málum í gegn ef þau eru framkvæmdarvaldinu ekki þóknanleg, jafnvel þó þeir tilheyri stjórnarmeirihluta. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gott dæmi um þingmann í stjórnarmeirihluta sem leggur fram sömu þingmálin hvað eftir annað, án þess þó að þau hljóti endanlega afgreiðslu. Þessar staðreyndir eru örugglega ekki til þess fallnar að auka virðingu almennings fyrir Alþingi. Ég þykist þess fullviss að virðing Alþingis mun batna til muna ef bragarbót yrði gerð á þessum kerfislæga vanda. Píratar munu leggja sitt af mörkum til þess. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar