Telja réttast að Katrín fái umboðið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 15:50 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata. Vísir/Anton Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata, við blaðamenn að loknum fundi sínum með forseta Íslands rétt í þessu. „Staðan núna er að við höfum fullan hug á því að taka ábyrgð og taka þátt í að mynd hér starfhæfa ríkisstjórn. Ég ræddi það við Guðna að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum í þeim efnum,“ sagði Þórhildur Sunna. „Okkur finnst viðbúið að þegar stjórnin kolfellur eins og hún gerir núna og ríkisstjórnin missir meirihluta sinn og stjórnarandstaðan fær þann meirihluta í sínar hendur að við byrjum þar.“ Aðspurð um óvæntan fund fráfarandi stjórnarandstöðunnar í morgun segir Þórhildur Sunna að þar hafi fólk verið að kanna möguleika á samstarfi og að fundurinn hafi gengið ágætlega. „Við höfum hug á að tala áfram saman, það er það mesta sem ég get sagt um það núna.“Hún segir að flokkarnir þurfi að vinna hratt en að þeir þurfi samt sem áður næði til að ræða saman. Um sé að ræða ólíka flokka á marga vegu en að þó sé til staðar grundvöllur til viðræðna. Hversu slæmt er það hversu tæpur þessi meirihluti er? Myndir þú segja að það væri hindrun? Telur þú að það þurfi að bæta einum flokki við? „Ég myndi ekki kalla að hindrun, ég myndi frekar kalla það ákall á meiri samvinnu og að styrkja þingið og styrkja stofnanir þingsins.“Þórhildur Sunna á fundi forseta í dag.Vísir/AntonSamstarf við Sigmund ekki fyrsti kostur Hún sé að þrátt fyrir að sömu flokkar hafi reynt viðræður ásamt Viðreisn fyrir ári síðan sé staðan allt önnur núna. „Ég held að nú sé komin meiri reynsla okkar á milli, viðhöfum kynnst í samstarfi og það hefur gengið vel.“ Aðspurð segir Þórhildur Sunna að samstarf með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Flokki fólksins sé ekki útilokað en það sé ekki hennar fyrsti kostur. Ljóst sé að fjöldi flokka á þingi geri það að verkum að fólk þurfi að vinna meira saman. „Ég sagði forseta að mér fyndist eðlilegt að Katrín fengi umboðið. Ég legg ekki mat á það hversu langan tíma hann tekur sér í það, en mér finnst eðlilegast að katrín fái umboðið og taki okkur með í stjórnarmyndunarviðræður.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata, við blaðamenn að loknum fundi sínum með forseta Íslands rétt í þessu. „Staðan núna er að við höfum fullan hug á því að taka ábyrgð og taka þátt í að mynd hér starfhæfa ríkisstjórn. Ég ræddi það við Guðna að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum í þeim efnum,“ sagði Þórhildur Sunna. „Okkur finnst viðbúið að þegar stjórnin kolfellur eins og hún gerir núna og ríkisstjórnin missir meirihluta sinn og stjórnarandstaðan fær þann meirihluta í sínar hendur að við byrjum þar.“ Aðspurð um óvæntan fund fráfarandi stjórnarandstöðunnar í morgun segir Þórhildur Sunna að þar hafi fólk verið að kanna möguleika á samstarfi og að fundurinn hafi gengið ágætlega. „Við höfum hug á að tala áfram saman, það er það mesta sem ég get sagt um það núna.“Hún segir að flokkarnir þurfi að vinna hratt en að þeir þurfi samt sem áður næði til að ræða saman. Um sé að ræða ólíka flokka á marga vegu en að þó sé til staðar grundvöllur til viðræðna. Hversu slæmt er það hversu tæpur þessi meirihluti er? Myndir þú segja að það væri hindrun? Telur þú að það þurfi að bæta einum flokki við? „Ég myndi ekki kalla að hindrun, ég myndi frekar kalla það ákall á meiri samvinnu og að styrkja þingið og styrkja stofnanir þingsins.“Þórhildur Sunna á fundi forseta í dag.Vísir/AntonSamstarf við Sigmund ekki fyrsti kostur Hún sé að þrátt fyrir að sömu flokkar hafi reynt viðræður ásamt Viðreisn fyrir ári síðan sé staðan allt önnur núna. „Ég held að nú sé komin meiri reynsla okkar á milli, viðhöfum kynnst í samstarfi og það hefur gengið vel.“ Aðspurð segir Þórhildur Sunna að samstarf með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Flokki fólksins sé ekki útilokað en það sé ekki hennar fyrsti kostur. Ljóst sé að fjöldi flokka á þingi geri það að verkum að fólk þurfi að vinna meira saman. „Ég sagði forseta að mér fyndist eðlilegt að Katrín fengi umboðið. Ég legg ekki mat á það hversu langan tíma hann tekur sér í það, en mér finnst eðlilegast að katrín fái umboðið og taki okkur með í stjórnarmyndunarviðræður.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47
„Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45