Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 11:39 Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Hún vill mynda ríkisstjórn fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. „Við fórum yfir stöðuna, ég og forsetinn, og ég gerði honum grein fyrir þeim samtölum sem ég hef átt við aðra formenn flokka. Ég gerði honum líka grein fyrir að ég tel eðlilegastan fyrsta kost að fráfarandi stjórnarandstöðuflokkarnir, sem samanlagt eru með 32 manna meirihluta á nýju þingi, að við skoðum hvort það séu forsendur fyrir því að mynda ríkisstjórn,“ sagði Katrín við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta í morgun. „Þessi samtöl eru ekki svo langt komin að ég telji að ég hafi starfhæfan meirihluta á bakvið mig þannig að ég tel mikilvægt að forsetinn gefi okkur svigrúm.“ Hún segir mikilvægt að sá sem fái umboð til stjórnarmyndunar sé með skýra hugmynd um starfhæfan meirihluta þegar að því kemur.Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.Vísir/ErnirMálin ekki rædd í beinni ústendingu Aðspurð hvort hún hafi rætt við formenn hinna fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna um mögulegt samstarf segir hún að málin séu nú í þeirra höndum. Mikilvægt sé að bakland hvers flokks sé sátt við þá niðurstöðu. „Nú stendur það yfir að allir þessir flokkar eiga eftir að fara yfir þessi mál í sínum ranni.“Kemur til greina að taka inn jafnvel fimmta flokkinn í þetta samstarf? „Þetta er byrjunin að okkar mati en eins og ég hef líka sagt þá höfum við ekki útilokað neina möguleika.“Býst þú við að þetta gangi eftir? „Ég sagði forsetanum að við þurfum meira svigrúm til að eiga þessi samtöl, við ætlum ekki að eiga þessi samtöl í beinni útsendingu í fjölmiðlum og það tel ég að sé árangursríkast.“ Hún segist sammála Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnmálamenn þurfi svigrúm til að ræða málin sín á milli.Hversu langan tíma telur þú að stjórnmálamenn þurfi til að ræða sín á milli? „Allavega lengri tíma en daginn í dag.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Hún vill mynda ríkisstjórn fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. „Við fórum yfir stöðuna, ég og forsetinn, og ég gerði honum grein fyrir þeim samtölum sem ég hef átt við aðra formenn flokka. Ég gerði honum líka grein fyrir að ég tel eðlilegastan fyrsta kost að fráfarandi stjórnarandstöðuflokkarnir, sem samanlagt eru með 32 manna meirihluta á nýju þingi, að við skoðum hvort það séu forsendur fyrir því að mynda ríkisstjórn,“ sagði Katrín við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta í morgun. „Þessi samtöl eru ekki svo langt komin að ég telji að ég hafi starfhæfan meirihluta á bakvið mig þannig að ég tel mikilvægt að forsetinn gefi okkur svigrúm.“ Hún segir mikilvægt að sá sem fái umboð til stjórnarmyndunar sé með skýra hugmynd um starfhæfan meirihluta þegar að því kemur.Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.Vísir/ErnirMálin ekki rædd í beinni ústendingu Aðspurð hvort hún hafi rætt við formenn hinna fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna um mögulegt samstarf segir hún að málin séu nú í þeirra höndum. Mikilvægt sé að bakland hvers flokks sé sátt við þá niðurstöðu. „Nú stendur það yfir að allir þessir flokkar eiga eftir að fara yfir þessi mál í sínum ranni.“Kemur til greina að taka inn jafnvel fimmta flokkinn í þetta samstarf? „Þetta er byrjunin að okkar mati en eins og ég hef líka sagt þá höfum við ekki útilokað neina möguleika.“Býst þú við að þetta gangi eftir? „Ég sagði forsetanum að við þurfum meira svigrúm til að eiga þessi samtöl, við ætlum ekki að eiga þessi samtöl í beinni útsendingu í fjölmiðlum og það tel ég að sé árangursríkast.“ Hún segist sammála Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnmálamenn þurfi svigrúm til að ræða málin sín á milli.Hversu langan tíma telur þú að stjórnmálamenn þurfi til að ræða sín á milli? „Allavega lengri tíma en daginn í dag.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40