Kynslóðaskiptin í landsliðinu lengra á veg komin en búist var við Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2017 06:00 Janus Daði Smárason stýrði meira og minna sóknarleik íslenska liðsins um helgina en hann er kominn í stórt hlutverk hjá Geir Sveinssyni. vísir/Eyþór „Fyrir utan fyrstu 20 mínútur í seinni leiknum var þetta í heildina bara mjög jákvætt,“ segir Sigursteinn Arndal, handboltasérfræðingur 365, um leikina tvo sem íslenska landsliðið spilaði á móti Svíum í síðustu viku. Sá fyrri vannst en sá síðari um helgina tapaðist. Sigursteinn lét nýverið af störfum sem þjálfari U21 árs landsliðsins en hann hefur á ferli sínum sem þjálfari yngri landsliða stýrt mörgum af ungu strákunum sem eru að fá tækifæri með landsliðinu í síðustu leikjum og fengu nú á móti Svíþjóð. Kynslóðaskiptin eru komin og leikirnir tveir gegn Svíum lofa góðu. „Það er gaman að sjá hvað við erum komnir langt í rauninni. Það er fátt búið að tala um meira en þessi komandi kynslóðaskipti en svo sáum við þarna að þetta verkefni er komið lengra en margir héldu. Við höfum verið að mikla þessi kynslóðaskipti fyrir okkur og halda að þetta yrði svakalegt vesen en við vissum samt að við værum með marga flotta stráka sem hafa verið, meðal annars, að standa sig vel með yngri landsliðunum,“ segir Sigursteinn.Guðjón Valur Sigurðsson miðlar af reynslu sinni til sér yngri manna.vísir/laufeyHeimsklassa menn mikilvægir Tíu leikmenn úr Olís-deildinni voru valdir í hópinn fyrir leikina tvo og strákar sem eru tiltölulega nýfarnir í atvinnumennsku eru komnir í stór hlutverk. „Þetta eru allt strákar sem þrátt fyrir ungan aldur eru og voru í stórum hlutverkum hjá liðum sínum hérna heima og þeir tóku fullt út úr því. Þess vegna eru þeir á góðum stað í dag. Auðvitað eiga sumir þarna margt eftir að læra en það er nóg af hæfileikum þarna,“ segir Sigursteinn. Hann bendir á að þrátt fyrir að nýjabrumið sé spennandi megi ekki gleyma reyndustu mönnum liðsins sem eru algjör lykill í þessari uppbyggingu. „Það má ekki gleymast að við erum ennþá með heimsklassa leikmenn í Guðjóni Val og Aroni Pálmarssyni. Það er þessum ungu strákum svo mikils virði að hafa þá í kringum sig. Þetta er ekki ósvipað og var fyrir Gylfa og strákana í fótboltalandsliðinu að hafa Eið Smára þarna. Guðjón kennir þessum strákum svo mikið og það var gaman að heyra það frá honum hversu langt á veg þessir ungu menn eru komnir,“ segir Sigursteinn.Ýmir Örn Gíslason var geggjaður í seinni leiknum.vísir/laufeyÞarf að selja Ými línuna Maður seinni leiksins var vafalítið Ýmir Örn Gíslason en Valsmaðurinn var algjörlega magnaður í vörninni. Strákurinn úr Olís-deildinni pakkaði saman stórstjörnum Svía og sýndi að hann er meira en klár í landsliðið og næstu skref á ferlinum. „Hann hélt bara áfram að sýna það sem hann hefur verið að gera undanfarin misseri. Hann var algjörlega geggjaður í deildinni í fyrra, hefur verið það líka núna, hann var flottur í Evrópuleikjunum og þegar hann fékk eldskírnina með landsliðinu í júní. Það er ekki bara að hann sé góður heldur er hann svo skemmtilegur og mikill karakter. Hann hefur fullt af hæfileikum en það er þessi karakter sem gerir svo mikið fyrir hann. Hann þrífst á þessum barningi og látum,“ segir Sigursteinn. Valsmenn hafa verið að reyna að gera hann að miðjumanni en flestir áhugamenn um íslenska landsliðið vilja sjá hann fara inn á línu. „Hann var notaður á línunni í sjö á móti sex og stóð sig frábærlega. Drengurinn þarf náttúrlega að vilja spila á línunni en Valsmenn þurfa bara að selja honum þessa hugmynd. Okkur vantar fleiri góða línumenn og hann gæti verið alveg magnaður línu- og varnarmaður sem myndi um leið fækka skiptingum hjá okkur. Við höfum undanfarin ár verið með of marga í liðinu sem geta bara spilað annað hvort,“ segir Sigursteinn Arndal. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30 Guðjón Valur orðinn leikjahæsti útispilarinn Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék landsleik númer 340 þegar Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 24-27, í vináttulandsleik í dag. 28. október 2017 22:15 Guðjón Valur: Hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Svíum, 24-27, í vináttuleik í Laugardalshöll í dag. 28. október 2017 16:40 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
„Fyrir utan fyrstu 20 mínútur í seinni leiknum var þetta í heildina bara mjög jákvætt,“ segir Sigursteinn Arndal, handboltasérfræðingur 365, um leikina tvo sem íslenska landsliðið spilaði á móti Svíum í síðustu viku. Sá fyrri vannst en sá síðari um helgina tapaðist. Sigursteinn lét nýverið af störfum sem þjálfari U21 árs landsliðsins en hann hefur á ferli sínum sem þjálfari yngri landsliða stýrt mörgum af ungu strákunum sem eru að fá tækifæri með landsliðinu í síðustu leikjum og fengu nú á móti Svíþjóð. Kynslóðaskiptin eru komin og leikirnir tveir gegn Svíum lofa góðu. „Það er gaman að sjá hvað við erum komnir langt í rauninni. Það er fátt búið að tala um meira en þessi komandi kynslóðaskipti en svo sáum við þarna að þetta verkefni er komið lengra en margir héldu. Við höfum verið að mikla þessi kynslóðaskipti fyrir okkur og halda að þetta yrði svakalegt vesen en við vissum samt að við værum með marga flotta stráka sem hafa verið, meðal annars, að standa sig vel með yngri landsliðunum,“ segir Sigursteinn.Guðjón Valur Sigurðsson miðlar af reynslu sinni til sér yngri manna.vísir/laufeyHeimsklassa menn mikilvægir Tíu leikmenn úr Olís-deildinni voru valdir í hópinn fyrir leikina tvo og strákar sem eru tiltölulega nýfarnir í atvinnumennsku eru komnir í stór hlutverk. „Þetta eru allt strákar sem þrátt fyrir ungan aldur eru og voru í stórum hlutverkum hjá liðum sínum hérna heima og þeir tóku fullt út úr því. Þess vegna eru þeir á góðum stað í dag. Auðvitað eiga sumir þarna margt eftir að læra en það er nóg af hæfileikum þarna,“ segir Sigursteinn. Hann bendir á að þrátt fyrir að nýjabrumið sé spennandi megi ekki gleyma reyndustu mönnum liðsins sem eru algjör lykill í þessari uppbyggingu. „Það má ekki gleymast að við erum ennþá með heimsklassa leikmenn í Guðjóni Val og Aroni Pálmarssyni. Það er þessum ungu strákum svo mikils virði að hafa þá í kringum sig. Þetta er ekki ósvipað og var fyrir Gylfa og strákana í fótboltalandsliðinu að hafa Eið Smára þarna. Guðjón kennir þessum strákum svo mikið og það var gaman að heyra það frá honum hversu langt á veg þessir ungu menn eru komnir,“ segir Sigursteinn.Ýmir Örn Gíslason var geggjaður í seinni leiknum.vísir/laufeyÞarf að selja Ými línuna Maður seinni leiksins var vafalítið Ýmir Örn Gíslason en Valsmaðurinn var algjörlega magnaður í vörninni. Strákurinn úr Olís-deildinni pakkaði saman stórstjörnum Svía og sýndi að hann er meira en klár í landsliðið og næstu skref á ferlinum. „Hann hélt bara áfram að sýna það sem hann hefur verið að gera undanfarin misseri. Hann var algjörlega geggjaður í deildinni í fyrra, hefur verið það líka núna, hann var flottur í Evrópuleikjunum og þegar hann fékk eldskírnina með landsliðinu í júní. Það er ekki bara að hann sé góður heldur er hann svo skemmtilegur og mikill karakter. Hann hefur fullt af hæfileikum en það er þessi karakter sem gerir svo mikið fyrir hann. Hann þrífst á þessum barningi og látum,“ segir Sigursteinn. Valsmenn hafa verið að reyna að gera hann að miðjumanni en flestir áhugamenn um íslenska landsliðið vilja sjá hann fara inn á línu. „Hann var notaður á línunni í sjö á móti sex og stóð sig frábærlega. Drengurinn þarf náttúrlega að vilja spila á línunni en Valsmenn þurfa bara að selja honum þessa hugmynd. Okkur vantar fleiri góða línumenn og hann gæti verið alveg magnaður línu- og varnarmaður sem myndi um leið fækka skiptingum hjá okkur. Við höfum undanfarin ár verið með of marga í liðinu sem geta bara spilað annað hvort,“ segir Sigursteinn Arndal.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30 Guðjón Valur orðinn leikjahæsti útispilarinn Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék landsleik númer 340 þegar Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 24-27, í vináttulandsleik í dag. 28. október 2017 22:15 Guðjón Valur: Hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Svíum, 24-27, í vináttuleik í Laugardalshöll í dag. 28. október 2017 16:40 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30
Guðjón Valur orðinn leikjahæsti útispilarinn Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék landsleik númer 340 þegar Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 24-27, í vináttulandsleik í dag. 28. október 2017 22:15
Guðjón Valur: Hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Svíum, 24-27, í vináttuleik í Laugardalshöll í dag. 28. október 2017 16:40