Fótbolti

Strákarnir töpuðu með minnsta mun á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dani Ceballos, leikmaður Real Madrid, lagði upp sigurmark spænska liðsins í kvöld.
Dani Ceballos, leikmaður Real Madrid, lagði upp sigurmark spænska liðsins í kvöld. Vísir/Getty
Íslenska 21 árs landsliðið tapaði 1-0 á móti Spáni í Murcia á Spáni í kvöld þegar liðin mættust í undankeppni EM.

Þetta var fjórði leikur íslensku strákanna í undankeppninni en íslenska liðið hefur aðeins náð að vinna einn af þessum fjórum leikjum.

Spænska liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum með markatölunni 6-1.

Spánverjar voru mun sterkari aðilinn í kvöld og áttu 52 hættulegar sóknir á móti 18 samkvæmt tölfræði UEFA. Spænska liðið skaut 24 sinnum að marki en íslenska liðið aðeins þrisvar sinnum.

Eina mark leiksins skoraði Ruiz Pena, leikmaður Real Betis, á 36. mínútu leiksins en hann fékk þá stoðsendingu frá Dani Ceballos sem spilar með Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×