Tilfinningaþrungin stund þegar fyrrverandi sjómaður hitti bjargvætt sinn aftur: "Þú hefðir gert það sama fyrir mig“ Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 9. nóvember 2017 20:45 Fyrrverandi sjómaður frá Belgíu hitti bjargvætt sinn, fyrrverandi slökkviliðsmann í Vestmannaeyjum, í fyrsta skipti í dag, en sá síðarnefndi bjargaði lífi hans eftir að belgískur togari strandaði í Vestmannaeyjum fyrir um 35 árum. Belgíumaðurinn Bart Gulpen var aðeins 17 ára þegar hann horfðist í augu við dauðann í um sjö klukkustundir, þegar togarinn, Pelagus, strandaði í hrauninu í Vestmannaeyjum í janúar árið 1982. Hann var hættur að finna fyrir fótunum af kulda þegar Guðmundur Ólafsson, 23 ára slökkviliðsmaður frá eynni, náði að koma honum til bjargar á ögurstundu. Fimm félögum Barts var bjargað en tveir úr áhöfn togarans létu lífið. Einnig fórust íslenskur læknir og hjálparsveitarmaður en óhætt er að segja að þetta hafi verið einn dramatískasti atburður í björgunarsögu Íslendinga.Kom þeim á óvart Bart er nú er kominn hingað til lands í tilefni af útgáfu nýjustu Útkallsbókar Óttars Sveinssonar sem fjallar um þessa atburði. Bart vissi hins vegar ekki að Guðmundur er einnig komin hingað, frá Norður Noregi þar sem hann býr í dag, en Óttar ákvað að leiða þá óvænt saman. Skjáskot/Stöð2Stundin var nokkuð tilfinningaþrungin enda hafa þeir í raun aldrei talað saman, ekki fyrr en í dag, en lifað með þennan sorglega atburð í huga öll þessi ár. Báðum fannst þeim magnað að hitta hvorn annan og voru þakklátir fyrir það tækifæri. Þá segjast þeir báðir hafa hugsað um atburðinn margoft á þeim 35 árum sem eru liðinn frá honum. Guðmundur var hógvær þegar þeir hittust og sagði: „Þú hefðir gert það sama fyrir mig“ Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Fyrrverandi sjómaður frá Belgíu hitti bjargvætt sinn, fyrrverandi slökkviliðsmann í Vestmannaeyjum, í fyrsta skipti í dag, en sá síðarnefndi bjargaði lífi hans eftir að belgískur togari strandaði í Vestmannaeyjum fyrir um 35 árum. Belgíumaðurinn Bart Gulpen var aðeins 17 ára þegar hann horfðist í augu við dauðann í um sjö klukkustundir, þegar togarinn, Pelagus, strandaði í hrauninu í Vestmannaeyjum í janúar árið 1982. Hann var hættur að finna fyrir fótunum af kulda þegar Guðmundur Ólafsson, 23 ára slökkviliðsmaður frá eynni, náði að koma honum til bjargar á ögurstundu. Fimm félögum Barts var bjargað en tveir úr áhöfn togarans létu lífið. Einnig fórust íslenskur læknir og hjálparsveitarmaður en óhætt er að segja að þetta hafi verið einn dramatískasti atburður í björgunarsögu Íslendinga.Kom þeim á óvart Bart er nú er kominn hingað til lands í tilefni af útgáfu nýjustu Útkallsbókar Óttars Sveinssonar sem fjallar um þessa atburði. Bart vissi hins vegar ekki að Guðmundur er einnig komin hingað, frá Norður Noregi þar sem hann býr í dag, en Óttar ákvað að leiða þá óvænt saman. Skjáskot/Stöð2Stundin var nokkuð tilfinningaþrungin enda hafa þeir í raun aldrei talað saman, ekki fyrr en í dag, en lifað með þennan sorglega atburð í huga öll þessi ár. Báðum fannst þeim magnað að hitta hvorn annan og voru þakklátir fyrir það tækifæri. Þá segjast þeir báðir hafa hugsað um atburðinn margoft á þeim 35 árum sem eru liðinn frá honum. Guðmundur var hógvær þegar þeir hittust og sagði: „Þú hefðir gert það sama fyrir mig“
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira