Enginn umhverfisráðherra á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2017 15:45 Loftslagsfundur SÞ fer nú fram í Bonn og stendur fram í næstu viku. Þar er rætt um útfærslu Parísarsamkomulagsins. Vísir/AFP Óvissan um stjórnarmyndunina í kjölfar kosninganna fyrir tæpum tveimur vikum þýðir að enginn pólitískur fulltrúi verður fyrir hönd íslenskra stjórnvalda á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra, segir að áætlun til að ná loftslagsmarkmiðum sé tilbúin fyrir nýja ríkisstjórn. „Auðvitað langaði mig að fara en ég tók ákvörðun um að fara ekki vegna þess að það voru líkur á að það væri að koma ný stjórn. Auðvitað er það þannig þegar það eru stjórnaskipti að þá verður maður bara að vera á staðnum til að afhenda lyklana,“ segir Björt við Vísi. Engu síður fer sendinefnd embættismanna frá ráðuneytinu til Bonn þar sem fundurinn fer fram, þar á meðal Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins sem hefur setið fjölda loftlagsfunda SÞ. Hluti sendinefndarinnar er þegar farinn út. Ekki hefur enn verið samið um hlut Íslendinga í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun á tímabili Parísarsamkomulagsins. Björt segir að íslensk stjórnvöld hafi verið viljug til þess en það hafi tekið lengri tíma af hálfu viðsemjendanna en þau höfðu búist við.Óttast að aðrir flokkar hafi minni áhuga á verkefninuBjört lagði drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem sex ráðuneyti hafa tekið þátt í auk sveitarfélaga og fleiri aðila. Verkefnisstjórn áætlunarinnar gat ekki lokið störfum sínum fyrir stjórnarslit en Sigurður Ingi Friðleifsson, sérfræðingur áætlunarinnar, lagði hins vegar fram sviðsmyndir af því hvernig Ísland gæti náð markmiðum Parsísarsamkomulagsins fyrir 2030 og dregið úr árlegri losun um milljón tonn. „Það eru komnar sviðsmyndir um það hvernig við getum mætt skuldbindingum okkar þannig að það á alls ekkert að þurfa að vera í lausu lofti nema það vanti pólitískan vilja til að halda áfram með það. Ég er auðvitað hrædd við það en það stendur ekki á því að það sé ekki búið að vinna hlutina. Það er búið að því,“ segir Björt.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Þannig segir hún augljóst að stjórmálaflokkarnir leggi mismikla áherslu á loftslagsmál. Flokkur fólksins ræði ekki um slík mál og sumir aðrir flokkar geri það aðeins á tyllidögum. „Svo þegar á til dæmis að ræða græna skatta og ýmislegt, og það hafa Vinstri græn til dæmis gert, þá hafa þeir ekki stutt hugmyndir um græna skatta sem eru mikilvæg forsenda í loftslagsaðgerðum,“ segir Björt sem hefur áhyggjur af því að aðrir flokkar taki við sem hafi jafnmikinn áhuga á loftslagsverkefninu. Kosningar 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Óvissan um stjórnarmyndunina í kjölfar kosninganna fyrir tæpum tveimur vikum þýðir að enginn pólitískur fulltrúi verður fyrir hönd íslenskra stjórnvalda á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra, segir að áætlun til að ná loftslagsmarkmiðum sé tilbúin fyrir nýja ríkisstjórn. „Auðvitað langaði mig að fara en ég tók ákvörðun um að fara ekki vegna þess að það voru líkur á að það væri að koma ný stjórn. Auðvitað er það þannig þegar það eru stjórnaskipti að þá verður maður bara að vera á staðnum til að afhenda lyklana,“ segir Björt við Vísi. Engu síður fer sendinefnd embættismanna frá ráðuneytinu til Bonn þar sem fundurinn fer fram, þar á meðal Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins sem hefur setið fjölda loftlagsfunda SÞ. Hluti sendinefndarinnar er þegar farinn út. Ekki hefur enn verið samið um hlut Íslendinga í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun á tímabili Parísarsamkomulagsins. Björt segir að íslensk stjórnvöld hafi verið viljug til þess en það hafi tekið lengri tíma af hálfu viðsemjendanna en þau höfðu búist við.Óttast að aðrir flokkar hafi minni áhuga á verkefninuBjört lagði drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem sex ráðuneyti hafa tekið þátt í auk sveitarfélaga og fleiri aðila. Verkefnisstjórn áætlunarinnar gat ekki lokið störfum sínum fyrir stjórnarslit en Sigurður Ingi Friðleifsson, sérfræðingur áætlunarinnar, lagði hins vegar fram sviðsmyndir af því hvernig Ísland gæti náð markmiðum Parsísarsamkomulagsins fyrir 2030 og dregið úr árlegri losun um milljón tonn. „Það eru komnar sviðsmyndir um það hvernig við getum mætt skuldbindingum okkar þannig að það á alls ekkert að þurfa að vera í lausu lofti nema það vanti pólitískan vilja til að halda áfram með það. Ég er auðvitað hrædd við það en það stendur ekki á því að það sé ekki búið að vinna hlutina. Það er búið að því,“ segir Björt.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Þannig segir hún augljóst að stjórmálaflokkarnir leggi mismikla áherslu á loftslagsmál. Flokkur fólksins ræði ekki um slík mál og sumir aðrir flokkar geri það aðeins á tyllidögum. „Svo þegar á til dæmis að ræða græna skatta og ýmislegt, og það hafa Vinstri græn til dæmis gert, þá hafa þeir ekki stutt hugmyndir um græna skatta sem eru mikilvæg forsenda í loftslagsaðgerðum,“ segir Björt sem hefur áhyggjur af því að aðrir flokkar taki við sem hafi jafnmikinn áhuga á loftslagsverkefninu.
Kosningar 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58
Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27