Breytt borg og horfnar sjoppur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 20:00 Á Þjóðminjasafninu er nú haldin yfirlitssýning um hálfrar aldrar feril Guðmundar Ingólfssonar ljósmyndara. Erla Björg Gunnarsdóttir hitti Guðmund og ræddi við hann um síbreytilega ásýnd borgarinnar, sjoppusjarma og mikilvægi fjölskyldualbúma. Sýningin ber heitið Á eigin vegum og vísar til þeirra mynda sem Guðmundur hefur tekið að eigin frumkvæði eins og hann orðar það sjálfur. Árið 1986 myndaði hann hvert einasta hús í Kvosinni fyrir Torfusamtökin og ákvað að mynda þau aftur 25 árum síðar. Á þeim tíma segir hann ferðamenn og bíla hafa breytt borgarásýndinni. „Breytingin var að 1986 gat ég myndað öll hús bíllaus en núna er engin leið að komast að húsunum án þess að það séu bílar. Eftir að barirnir komu þá skilur fólk eftir bíla yfir nótt," segir Guðmundur glottandi. Ljósmyndarinn hefur einnig sérstakan áhuga á söluturnum. „Söluturninn voru sérstakt fyrirbrigði og eru ennþá. Því miður hefur slegið á söluturna því það er verslunarkeðja sem heitir 10-11 sem tók þeirra hlutverk yfir.“Söluturninn á Tryggvagötumynd/Guðmundur IngólfssonÁ sýningunni má sjá sjoppur í miðborginni á níunda áratug síðustu aldar. Samkeppnin á þessum tíma var hörð og fólk hugsaði út fyrir boxið til að vekja athygli á sér og má þar nefna flugvélastélið sem kom út úr sjoppunni á Tryggvagötu. En allar þessar sjoppur eru horfnar úr borginni. Nema Pulsuvagninn. Hann lifir. „Pulsuvagninn er bara fyrirtæki af sömu stærðargráðu og Landsbankinn," segir Guðmundur hlæjandi.Söluturninn á Túngötumynd/Guðmundur IngólfssonGuðmundur segir ljósmyndun hafa breyst mikið á hálfri öld. Fyrst og fremst sé búið að alþýðuvæða greinina og vísar hann þar til símamynda. Hann segir þó sjálfsmyndir eða selfies aldeilis ekki vera nýtt fyrirbæri og bendir mér á áratuga gamla sjálfsmynd af honum og konu hans. En hann saknar fjölskyldualbúmsins og því ákvað hann að setja upp fjölskyldumyndavegg á sýningunni til að vekja athygli á mikilvægi þess að setja myndir í albúm. „Það er nefnilega þannig með nútímatækni að það getur gerst að margar myndir daga í tölvum. Fólk skiptir kannski um tölvu, lætur gömlu tölvuna í skápinn með harða diskinum og öllum myndunum föstum þar inni. Svo gleymast þær," segir Guðmundur og mælir með að fólk fari í gegnum myndirnar sínar einu sinni til tvisvar á ári. „Og framkalla myndirnar á pappír. Fisísk ljósmynd lifir lengur en tölvugögn." Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Á Þjóðminjasafninu er nú haldin yfirlitssýning um hálfrar aldrar feril Guðmundar Ingólfssonar ljósmyndara. Erla Björg Gunnarsdóttir hitti Guðmund og ræddi við hann um síbreytilega ásýnd borgarinnar, sjoppusjarma og mikilvægi fjölskyldualbúma. Sýningin ber heitið Á eigin vegum og vísar til þeirra mynda sem Guðmundur hefur tekið að eigin frumkvæði eins og hann orðar það sjálfur. Árið 1986 myndaði hann hvert einasta hús í Kvosinni fyrir Torfusamtökin og ákvað að mynda þau aftur 25 árum síðar. Á þeim tíma segir hann ferðamenn og bíla hafa breytt borgarásýndinni. „Breytingin var að 1986 gat ég myndað öll hús bíllaus en núna er engin leið að komast að húsunum án þess að það séu bílar. Eftir að barirnir komu þá skilur fólk eftir bíla yfir nótt," segir Guðmundur glottandi. Ljósmyndarinn hefur einnig sérstakan áhuga á söluturnum. „Söluturninn voru sérstakt fyrirbrigði og eru ennþá. Því miður hefur slegið á söluturna því það er verslunarkeðja sem heitir 10-11 sem tók þeirra hlutverk yfir.“Söluturninn á Tryggvagötumynd/Guðmundur IngólfssonÁ sýningunni má sjá sjoppur í miðborginni á níunda áratug síðustu aldar. Samkeppnin á þessum tíma var hörð og fólk hugsaði út fyrir boxið til að vekja athygli á sér og má þar nefna flugvélastélið sem kom út úr sjoppunni á Tryggvagötu. En allar þessar sjoppur eru horfnar úr borginni. Nema Pulsuvagninn. Hann lifir. „Pulsuvagninn er bara fyrirtæki af sömu stærðargráðu og Landsbankinn," segir Guðmundur hlæjandi.Söluturninn á Túngötumynd/Guðmundur IngólfssonGuðmundur segir ljósmyndun hafa breyst mikið á hálfri öld. Fyrst og fremst sé búið að alþýðuvæða greinina og vísar hann þar til símamynda. Hann segir þó sjálfsmyndir eða selfies aldeilis ekki vera nýtt fyrirbæri og bendir mér á áratuga gamla sjálfsmynd af honum og konu hans. En hann saknar fjölskyldualbúmsins og því ákvað hann að setja upp fjölskyldumyndavegg á sýningunni til að vekja athygli á mikilvægi þess að setja myndir í albúm. „Það er nefnilega þannig með nútímatækni að það getur gerst að margar myndir daga í tölvum. Fólk skiptir kannski um tölvu, lætur gömlu tölvuna í skápinn með harða diskinum og öllum myndunum föstum þar inni. Svo gleymast þær," segir Guðmundur og mælir með að fólk fari í gegnum myndirnar sínar einu sinni til tvisvar á ári. „Og framkalla myndirnar á pappír. Fisísk ljósmynd lifir lengur en tölvugögn."
Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira