Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 11:27 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á leið í þinghúsið eftir fund formannanna fjögurra á mánudag. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. Hún segir enn allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar og augljóst að allir flokkar þurfi að gera málamiðlanir ef mynda eigi starfhæfa ríkisstjórn til næstu ára. Rætt var við Katrínu í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Katrín skilaði umboði til stjórnarmyndunar til forseta Íslands á mánudaginn eftir að viðræðum Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar var slitið. „Maður var auðvitað að vonast til þess að þessi ríkisstjórn hefði styrkari meirihluta heldur en eins manns meirihluta. það er það sem á endanum verður til þess að framsókn segir að verkefnin framundan séu með þeim hætti að þau telji ekki vænlegt að fara inn í ríkisstjórn með svona nauman meirihluta. Það voru vonbrigði og það sem er að gerast núna, það eru náttúrulega allir að spekúlera mjög mikið og það eru svona 10 þúsund ráðgjafar þarna úti sem eru að mynda ríkisstjórnir,“ segir Katrín. Hún segir að nú séu allir flokkar að tala við alla um næstu skref. „Ég hef verið í samtölum við Bjarna Ben og Sigurð Inga. Ég hef líka verið í samtölum við Loga Einarsson sem er formaður Samfylkingarinnar, Þorgerði Katrínu formann Viðreisnar. Í gærkvöldi hitti ég Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Hann var bara mjög hress,“ segir Katrín. „Þetta eru engin geimvísindi. Við vorum hérna fyrir ári í 10 vikur að mynda ríkisstjórn með sjö flokka á þingi og engan augljósa pólitíska línu út úr kosningum. Það sem gerðist í þessum kosningum er að við erum með átta flokka á þingi og enga augljósa pólitíska línu út úr kosningum. Það sem hefur breyst síðan í fyrra er að ég held að allir flokkar átti sig betur á því að þetta er staða þar sem þýðir ekki að ætlast til þess að þú náir einhverri málefnalega heildstæðri stjórn til vinstri eða hægri. Það er allavega mjög flókið eins og þetta er núna.“ Hún segist telja að allir átti sig á á því að enginn flokkur muni fá fram sínar ítrustu kröfur í neinu samstarfi sem sé uppi á borðum.Ekki víst að samstarf við Sjálfstæðisflokk yrði óvinsælt Aðspurð hvort það yrði ekki óvinsælt innan Vinstri grænna ef flokkurinn færi í samstarf með Sjálfstæðisflokknum segir Katrín að viðræður séu ekki komnar á það stig. „Ég horfi bara á það að það eru mjög margir sem vilja að VG fari í ríkisstjórn og það hef ég sagt við mína félaga. Ég hef sagt ég vil að við vorum í ríkisstjórn svo fremi sem við náum árangri sem við teljum viðunandi og áhrifum sem við teljum viðunandi. Þannig er það bara. Þess vegna útilokaði ég engan fyrir kosningar en auðvitað var fyrsti kostur sá sem við reyndum hér í síðustu viku og um helgina.“Þú ert ekki búin að ákveða að setjast niður með Bjarna Ben og félögum? „Nei það er ekkert komið á þann stað. Eins og ég segi, við erum öll að tala saman og fólk er svona í þreifingum með það. Það er enginn með umboðið. Það er auðvitað búið að mynda mjög margar ríkisstjórnir á samskiptamiðlum vænti ég. En þú spyrð hvort það yrði allt brjálað. Staðan er þannig að við horfum á að það þarf að mynda hér starfhæfan meirihluta, helst til næstu ára. Það sagði ég fyrir kosningar. Við í VG viljum vera með í þeim meirihluta svo fremi sem við metum okkar áhrif og stöðu viðunandi, bara fyrir þau mál sem við teljum mikilvæg. Þannig er það bara.“Viðtalið við Katrínu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Leiðtogarnir glíma við pólitískt púsluspil í dag Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. 7. nóvember 2017 12:30 „Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. Hún segir enn allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar og augljóst að allir flokkar þurfi að gera málamiðlanir ef mynda eigi starfhæfa ríkisstjórn til næstu ára. Rætt var við Katrínu í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Katrín skilaði umboði til stjórnarmyndunar til forseta Íslands á mánudaginn eftir að viðræðum Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar var slitið. „Maður var auðvitað að vonast til þess að þessi ríkisstjórn hefði styrkari meirihluta heldur en eins manns meirihluta. það er það sem á endanum verður til þess að framsókn segir að verkefnin framundan séu með þeim hætti að þau telji ekki vænlegt að fara inn í ríkisstjórn með svona nauman meirihluta. Það voru vonbrigði og það sem er að gerast núna, það eru náttúrulega allir að spekúlera mjög mikið og það eru svona 10 þúsund ráðgjafar þarna úti sem eru að mynda ríkisstjórnir,“ segir Katrín. Hún segir að nú séu allir flokkar að tala við alla um næstu skref. „Ég hef verið í samtölum við Bjarna Ben og Sigurð Inga. Ég hef líka verið í samtölum við Loga Einarsson sem er formaður Samfylkingarinnar, Þorgerði Katrínu formann Viðreisnar. Í gærkvöldi hitti ég Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Hann var bara mjög hress,“ segir Katrín. „Þetta eru engin geimvísindi. Við vorum hérna fyrir ári í 10 vikur að mynda ríkisstjórn með sjö flokka á þingi og engan augljósa pólitíska línu út úr kosningum. Það sem gerðist í þessum kosningum er að við erum með átta flokka á þingi og enga augljósa pólitíska línu út úr kosningum. Það sem hefur breyst síðan í fyrra er að ég held að allir flokkar átti sig betur á því að þetta er staða þar sem þýðir ekki að ætlast til þess að þú náir einhverri málefnalega heildstæðri stjórn til vinstri eða hægri. Það er allavega mjög flókið eins og þetta er núna.“ Hún segist telja að allir átti sig á á því að enginn flokkur muni fá fram sínar ítrustu kröfur í neinu samstarfi sem sé uppi á borðum.Ekki víst að samstarf við Sjálfstæðisflokk yrði óvinsælt Aðspurð hvort það yrði ekki óvinsælt innan Vinstri grænna ef flokkurinn færi í samstarf með Sjálfstæðisflokknum segir Katrín að viðræður séu ekki komnar á það stig. „Ég horfi bara á það að það eru mjög margir sem vilja að VG fari í ríkisstjórn og það hef ég sagt við mína félaga. Ég hef sagt ég vil að við vorum í ríkisstjórn svo fremi sem við náum árangri sem við teljum viðunandi og áhrifum sem við teljum viðunandi. Þannig er það bara. Þess vegna útilokaði ég engan fyrir kosningar en auðvitað var fyrsti kostur sá sem við reyndum hér í síðustu viku og um helgina.“Þú ert ekki búin að ákveða að setjast niður með Bjarna Ben og félögum? „Nei það er ekkert komið á þann stað. Eins og ég segi, við erum öll að tala saman og fólk er svona í þreifingum með það. Það er enginn með umboðið. Það er auðvitað búið að mynda mjög margar ríkisstjórnir á samskiptamiðlum vænti ég. En þú spyrð hvort það yrði allt brjálað. Staðan er þannig að við horfum á að það þarf að mynda hér starfhæfan meirihluta, helst til næstu ára. Það sagði ég fyrir kosningar. Við í VG viljum vera með í þeim meirihluta svo fremi sem við metum okkar áhrif og stöðu viðunandi, bara fyrir þau mál sem við teljum mikilvæg. Þannig er það bara.“Viðtalið við Katrínu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Leiðtogarnir glíma við pólitískt púsluspil í dag Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. 7. nóvember 2017 12:30 „Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Leiðtogarnir glíma við pólitískt púsluspil í dag Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. 7. nóvember 2017 12:30
„Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12
Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00