Facebook græddi 500 milljarða í sumar Björn Berg Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Á meðan Snapchat og Spotify hafa aldrei skilað hagnaði og tekjur Twitter dragast saman virðist allt ganga Facebook í haginn. Uppgjör þriðja ársfjórðungs var birt í síðustu viku og er það í áhugaverðari kantinum. Hagnaður félagsins nam um 500 milljörðum króna á fjórðungnum, sem er um 80% aukning frá sama fjórðungi í fyrra og nam hagnaður sem hlutfall af tekjum 46%. Hagnaður þessa eina ársfjórðungs jafngildir því sem íslenska ríkið ver til félags, húsnæðis- og tryggingamála á heilu ári auk reksturs heilbrigðis- og menntakerfanna. Gríðarlegar væntingar eru gerðar til félagsins og þrátt fyrir að uppgjörið hafi verið betra en vænst hafði verið lækkuðu hlutabréf félagsins samdægurs um 2,6%, einkum vegna áætlana um aukin útgjöld. Þar má sérstaklega nefna yfir 100 milljarða króna sem verja á til kaupa og framleiðslu myndbanda. Næsta árið verður því afar áhugavert að fylgjast með hvort Facebook hyggist til dæmis semja við ensku úrvalsdeildina um útsendingarrétt og fara í beina samkeppni við Netflix og Amazon um kaup á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Facebook, rétt eins og Google, byggir nær allar sínar tekjur á auglýsingum. Ágætis mælikvarði á árangur markaðsstarfsins eru þær tekjur sem hver notandi skilar. Munurinn milli landsvæða er afar mikill. Langsamlega mestu tekjurnar fær fyrirtækið frá notendum í Bandaríkjunum og í Kanada, en þær eru þrefalt meiri en í Evrópu og níu sinnum meiri en í Asíu. Vöxturinn í Evrópu lofar þó góðu og var hlutfallslega mestur á milli ára, eða 45% borið saman við 26% vöxt á heimsvísu. Samfélagsmiðlar stefna fyrst og fremst að tvennu. Fyrst þarf að laða að sem flesta notendur og svo þarf að láta þá borga. Facebook hefur tekist afar vel á báðum sviðum ólíkt helstu samkeppnisaðilum, sem eiga margir hverjir í mesta basli með að tryggja að notkun skili tekjum. Þeir sem tóku þátt í útboðinu við skráningu félagsins 2012 hafa nærri sjöfaldað aurinn sinn, sem hlýtur að teljast ansi gott. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Á meðan Snapchat og Spotify hafa aldrei skilað hagnaði og tekjur Twitter dragast saman virðist allt ganga Facebook í haginn. Uppgjör þriðja ársfjórðungs var birt í síðustu viku og er það í áhugaverðari kantinum. Hagnaður félagsins nam um 500 milljörðum króna á fjórðungnum, sem er um 80% aukning frá sama fjórðungi í fyrra og nam hagnaður sem hlutfall af tekjum 46%. Hagnaður þessa eina ársfjórðungs jafngildir því sem íslenska ríkið ver til félags, húsnæðis- og tryggingamála á heilu ári auk reksturs heilbrigðis- og menntakerfanna. Gríðarlegar væntingar eru gerðar til félagsins og þrátt fyrir að uppgjörið hafi verið betra en vænst hafði verið lækkuðu hlutabréf félagsins samdægurs um 2,6%, einkum vegna áætlana um aukin útgjöld. Þar má sérstaklega nefna yfir 100 milljarða króna sem verja á til kaupa og framleiðslu myndbanda. Næsta árið verður því afar áhugavert að fylgjast með hvort Facebook hyggist til dæmis semja við ensku úrvalsdeildina um útsendingarrétt og fara í beina samkeppni við Netflix og Amazon um kaup á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Facebook, rétt eins og Google, byggir nær allar sínar tekjur á auglýsingum. Ágætis mælikvarði á árangur markaðsstarfsins eru þær tekjur sem hver notandi skilar. Munurinn milli landsvæða er afar mikill. Langsamlega mestu tekjurnar fær fyrirtækið frá notendum í Bandaríkjunum og í Kanada, en þær eru þrefalt meiri en í Evrópu og níu sinnum meiri en í Asíu. Vöxturinn í Evrópu lofar þó góðu og var hlutfallslega mestur á milli ára, eða 45% borið saman við 26% vöxt á heimsvísu. Samfélagsmiðlar stefna fyrst og fremst að tvennu. Fyrst þarf að laða að sem flesta notendur og svo þarf að láta þá borga. Facebook hefur tekist afar vel á báðum sviðum ólíkt helstu samkeppnisaðilum, sem eiga margir hverjir í mesta basli með að tryggja að notkun skili tekjum. Þeir sem tóku þátt í útboðinu við skráningu félagsins 2012 hafa nærri sjöfaldað aurinn sinn, sem hlýtur að teljast ansi gott. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun