Stjórnmálamenn geta líka tileinkað sér nýja hugsun Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Nú standa yfir þreifingar stjórnmálaflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Loforðalistar eru mátaðir saman til að kanna hvort mögulegt samstarf gangi upp. Óháð því hvaða ríkisstjórn verður mynduð liggur ljóst fyrir að niðurstöður kjarasamninga á næstu mánuðum verða afdrifaríkar fyrir lífskjör og efnahagsumhverfi Íslendinga á komandi árum. Í aðdraganda kosninga voru uppi margar tillögur um aukin ríkisútgjöld. Að afloknum kosningum er umræða afar lítil um næstu skref og þá valkosti sem stjórnmálaflokkarnir standa frammi fyrir. Það er einkennilegt í ljósi þess að í stjórnarmyndunarviðræðum eru lagðar breiðu línurnar fyrir næstu ár. Í ársbyrjun 2016 voru sett ný lög um opinber fjármál þar sem áhersla er lögð á langtímahugsun og aga við framkvæmd fjárlaga. Mikilvægur þáttur í lögunum er að stjórnvöldum hverju sinni ber að leggja fram fjármálastefnu til næstu fimm ára. Í henni er tryggt að heildarafkoma sé jákvæð yfir tímabilið og að skuldahlutföll lækki í samræmi við markmið. Þetta er skynsamleg nálgun og eykur festu í ríkisfjármálum. Það er ekki hyggilegt að endurskoða stefnuna frá grunni. Þá er unnið gegn markmiði hennar um fyrirsjáanleika í ríkisfjármálum til lengri tíma. Óháð stjórnarmynstri er skynsamlegt að reka aðhaldssama fjármálastefnu í hámarki uppsveiflunnar. Þá er ekki síður mikilvægt að búa í haginn þegar vel árar enda taka allar uppsveiflur einhvern tíma enda. Það verður áhugavert að sjá stefnu næstu ríkisstjórnar hvað þetta stefnumál varðar.Takmarkað svigrúm Staða efnahagsmála á Íslandi hefur aldrei verið betri. Sú staða útilokar þó ekki að hægt sé að gera enn betur og mörg brýn verkefni bíða úrlausna. Fréttir af kjaraviðræðum einkennast oftar en ekki af átökum en í grunninn snúast þær um jákvæða þróun samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör fólks. Stundum er mikið til skiptanna og stundum lítið. Á undanförnum misserum hafa laun á Íslandi hækkað margfalt miðað við nágrannalöndin. Þær hækkanir hafa skilað sér í samsvarandi kjarabótum. Nú verður minna til skiptanna í kjarasamningum. Verði miklar launahækkanir knúnar fram í vetur þýðir það aðeins eitt; verðlag og vextir hækka og störfum fækkar. Stjórnmálamenn þurfa og verða að taka erfiðar ákvarðanir. Fram undan er nóg af þeim. Á vinnumarkaði eru samningar lausir hjá stórum hópum opinberra starfsmanna. Þótt þeir gegni mikilvægum störfum geta stéttarfélög þeirra ekki leitt launaþróun í landinu. Þannig er það hvergi. Rými til launahækkana myndast í atvinnulífinu. Eftir launahækkanir undanfarinna ára er það rými að mestu tæmt. Samningsaðilar verða að horfast í augu við efnahagslegan raunveruleika. Það eyðist sem af er tekið. Innstæðulausar launahækkanir eru fullreyndar. Þær enda alltaf með veikingu krónunnar, verðbólgu og rýrnun kaupmáttar. Þá er betur heima setið en af stað farið.Loforð þarf að efna Eitt fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verða kjarasamningar við stéttarfélög opinberra starfsmanna. Standi ný stjórn ekki í fæturna á fyrstu metrunum þá mun niðurstaða þeirra framkalla kröfur stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði um sömu hækkanir og hjá stéttarfélögum annarra opinberra starfsmanna með bundna samninga. Þar eru 80-90% vinnumarkaðarins undir. Það væri óábyrg afstaða ef ný ríkisstjórn gæfi sjálfri sér það úldna veganesti. Að þessu sögðu þá væri nær að líta til forgangsröðunar í opinberum rekstri með það að markmiði að koma til móts við launafólk og lífeyrisþega með breytingum á tekjuskattskerfinu. Margar leiðir hafa verið nefndar í því samhengi. Forsenda þess er eftir sem áður að hið opinbera fari betur með skattfé landsmanna. Kjósendur – hvort sem þeir eru launafólk í heimilisrekstri eða stjórnendur í atvinnurekstri – þurfa reglulega að hagræða í rekstrinum. Ekki dugar að stjórnmálamenn auki framlög til málaflokka skilyrðislaust, án krafna um bættan árangur. Ekki dugar sá skilningur margra stjórnmálamanna að í forgangsröðun felist aukin framlög til ákveðinna málaflokka án þess að þau séu minnkuð til annarra. Þeir þurfa í auknum mæli að tileinka sér hugsunarhátt og aðferðir sem skilað hafa árangri jafnt í einkarekstri sem opinberum rekstri annarra þjóða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir þreifingar stjórnmálaflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Loforðalistar eru mátaðir saman til að kanna hvort mögulegt samstarf gangi upp. Óháð því hvaða ríkisstjórn verður mynduð liggur ljóst fyrir að niðurstöður kjarasamninga á næstu mánuðum verða afdrifaríkar fyrir lífskjör og efnahagsumhverfi Íslendinga á komandi árum. Í aðdraganda kosninga voru uppi margar tillögur um aukin ríkisútgjöld. Að afloknum kosningum er umræða afar lítil um næstu skref og þá valkosti sem stjórnmálaflokkarnir standa frammi fyrir. Það er einkennilegt í ljósi þess að í stjórnarmyndunarviðræðum eru lagðar breiðu línurnar fyrir næstu ár. Í ársbyrjun 2016 voru sett ný lög um opinber fjármál þar sem áhersla er lögð á langtímahugsun og aga við framkvæmd fjárlaga. Mikilvægur þáttur í lögunum er að stjórnvöldum hverju sinni ber að leggja fram fjármálastefnu til næstu fimm ára. Í henni er tryggt að heildarafkoma sé jákvæð yfir tímabilið og að skuldahlutföll lækki í samræmi við markmið. Þetta er skynsamleg nálgun og eykur festu í ríkisfjármálum. Það er ekki hyggilegt að endurskoða stefnuna frá grunni. Þá er unnið gegn markmiði hennar um fyrirsjáanleika í ríkisfjármálum til lengri tíma. Óháð stjórnarmynstri er skynsamlegt að reka aðhaldssama fjármálastefnu í hámarki uppsveiflunnar. Þá er ekki síður mikilvægt að búa í haginn þegar vel árar enda taka allar uppsveiflur einhvern tíma enda. Það verður áhugavert að sjá stefnu næstu ríkisstjórnar hvað þetta stefnumál varðar.Takmarkað svigrúm Staða efnahagsmála á Íslandi hefur aldrei verið betri. Sú staða útilokar þó ekki að hægt sé að gera enn betur og mörg brýn verkefni bíða úrlausna. Fréttir af kjaraviðræðum einkennast oftar en ekki af átökum en í grunninn snúast þær um jákvæða þróun samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör fólks. Stundum er mikið til skiptanna og stundum lítið. Á undanförnum misserum hafa laun á Íslandi hækkað margfalt miðað við nágrannalöndin. Þær hækkanir hafa skilað sér í samsvarandi kjarabótum. Nú verður minna til skiptanna í kjarasamningum. Verði miklar launahækkanir knúnar fram í vetur þýðir það aðeins eitt; verðlag og vextir hækka og störfum fækkar. Stjórnmálamenn þurfa og verða að taka erfiðar ákvarðanir. Fram undan er nóg af þeim. Á vinnumarkaði eru samningar lausir hjá stórum hópum opinberra starfsmanna. Þótt þeir gegni mikilvægum störfum geta stéttarfélög þeirra ekki leitt launaþróun í landinu. Þannig er það hvergi. Rými til launahækkana myndast í atvinnulífinu. Eftir launahækkanir undanfarinna ára er það rými að mestu tæmt. Samningsaðilar verða að horfast í augu við efnahagslegan raunveruleika. Það eyðist sem af er tekið. Innstæðulausar launahækkanir eru fullreyndar. Þær enda alltaf með veikingu krónunnar, verðbólgu og rýrnun kaupmáttar. Þá er betur heima setið en af stað farið.Loforð þarf að efna Eitt fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verða kjarasamningar við stéttarfélög opinberra starfsmanna. Standi ný stjórn ekki í fæturna á fyrstu metrunum þá mun niðurstaða þeirra framkalla kröfur stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði um sömu hækkanir og hjá stéttarfélögum annarra opinberra starfsmanna með bundna samninga. Þar eru 80-90% vinnumarkaðarins undir. Það væri óábyrg afstaða ef ný ríkisstjórn gæfi sjálfri sér það úldna veganesti. Að þessu sögðu þá væri nær að líta til forgangsröðunar í opinberum rekstri með það að markmiði að koma til móts við launafólk og lífeyrisþega með breytingum á tekjuskattskerfinu. Margar leiðir hafa verið nefndar í því samhengi. Forsenda þess er eftir sem áður að hið opinbera fari betur með skattfé landsmanna. Kjósendur – hvort sem þeir eru launafólk í heimilisrekstri eða stjórnendur í atvinnurekstri – þurfa reglulega að hagræða í rekstrinum. Ekki dugar að stjórnmálamenn auki framlög til málaflokka skilyrðislaust, án krafna um bættan árangur. Ekki dugar sá skilningur margra stjórnmálamanna að í forgangsröðun felist aukin framlög til ákveðinna málaflokka án þess að þau séu minnkuð til annarra. Þeir þurfa í auknum mæli að tileinka sér hugsunarhátt og aðferðir sem skilað hafa árangri jafnt í einkarekstri sem opinberum rekstri annarra þjóða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun