Stjórnmálamenn geta líka tileinkað sér nýja hugsun Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Nú standa yfir þreifingar stjórnmálaflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Loforðalistar eru mátaðir saman til að kanna hvort mögulegt samstarf gangi upp. Óháð því hvaða ríkisstjórn verður mynduð liggur ljóst fyrir að niðurstöður kjarasamninga á næstu mánuðum verða afdrifaríkar fyrir lífskjör og efnahagsumhverfi Íslendinga á komandi árum. Í aðdraganda kosninga voru uppi margar tillögur um aukin ríkisútgjöld. Að afloknum kosningum er umræða afar lítil um næstu skref og þá valkosti sem stjórnmálaflokkarnir standa frammi fyrir. Það er einkennilegt í ljósi þess að í stjórnarmyndunarviðræðum eru lagðar breiðu línurnar fyrir næstu ár. Í ársbyrjun 2016 voru sett ný lög um opinber fjármál þar sem áhersla er lögð á langtímahugsun og aga við framkvæmd fjárlaga. Mikilvægur þáttur í lögunum er að stjórnvöldum hverju sinni ber að leggja fram fjármálastefnu til næstu fimm ára. Í henni er tryggt að heildarafkoma sé jákvæð yfir tímabilið og að skuldahlutföll lækki í samræmi við markmið. Þetta er skynsamleg nálgun og eykur festu í ríkisfjármálum. Það er ekki hyggilegt að endurskoða stefnuna frá grunni. Þá er unnið gegn markmiði hennar um fyrirsjáanleika í ríkisfjármálum til lengri tíma. Óháð stjórnarmynstri er skynsamlegt að reka aðhaldssama fjármálastefnu í hámarki uppsveiflunnar. Þá er ekki síður mikilvægt að búa í haginn þegar vel árar enda taka allar uppsveiflur einhvern tíma enda. Það verður áhugavert að sjá stefnu næstu ríkisstjórnar hvað þetta stefnumál varðar.Takmarkað svigrúm Staða efnahagsmála á Íslandi hefur aldrei verið betri. Sú staða útilokar þó ekki að hægt sé að gera enn betur og mörg brýn verkefni bíða úrlausna. Fréttir af kjaraviðræðum einkennast oftar en ekki af átökum en í grunninn snúast þær um jákvæða þróun samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör fólks. Stundum er mikið til skiptanna og stundum lítið. Á undanförnum misserum hafa laun á Íslandi hækkað margfalt miðað við nágrannalöndin. Þær hækkanir hafa skilað sér í samsvarandi kjarabótum. Nú verður minna til skiptanna í kjarasamningum. Verði miklar launahækkanir knúnar fram í vetur þýðir það aðeins eitt; verðlag og vextir hækka og störfum fækkar. Stjórnmálamenn þurfa og verða að taka erfiðar ákvarðanir. Fram undan er nóg af þeim. Á vinnumarkaði eru samningar lausir hjá stórum hópum opinberra starfsmanna. Þótt þeir gegni mikilvægum störfum geta stéttarfélög þeirra ekki leitt launaþróun í landinu. Þannig er það hvergi. Rými til launahækkana myndast í atvinnulífinu. Eftir launahækkanir undanfarinna ára er það rými að mestu tæmt. Samningsaðilar verða að horfast í augu við efnahagslegan raunveruleika. Það eyðist sem af er tekið. Innstæðulausar launahækkanir eru fullreyndar. Þær enda alltaf með veikingu krónunnar, verðbólgu og rýrnun kaupmáttar. Þá er betur heima setið en af stað farið.Loforð þarf að efna Eitt fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verða kjarasamningar við stéttarfélög opinberra starfsmanna. Standi ný stjórn ekki í fæturna á fyrstu metrunum þá mun niðurstaða þeirra framkalla kröfur stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði um sömu hækkanir og hjá stéttarfélögum annarra opinberra starfsmanna með bundna samninga. Þar eru 80-90% vinnumarkaðarins undir. Það væri óábyrg afstaða ef ný ríkisstjórn gæfi sjálfri sér það úldna veganesti. Að þessu sögðu þá væri nær að líta til forgangsröðunar í opinberum rekstri með það að markmiði að koma til móts við launafólk og lífeyrisþega með breytingum á tekjuskattskerfinu. Margar leiðir hafa verið nefndar í því samhengi. Forsenda þess er eftir sem áður að hið opinbera fari betur með skattfé landsmanna. Kjósendur – hvort sem þeir eru launafólk í heimilisrekstri eða stjórnendur í atvinnurekstri – þurfa reglulega að hagræða í rekstrinum. Ekki dugar að stjórnmálamenn auki framlög til málaflokka skilyrðislaust, án krafna um bættan árangur. Ekki dugar sá skilningur margra stjórnmálamanna að í forgangsröðun felist aukin framlög til ákveðinna málaflokka án þess að þau séu minnkuð til annarra. Þeir þurfa í auknum mæli að tileinka sér hugsunarhátt og aðferðir sem skilað hafa árangri jafnt í einkarekstri sem opinberum rekstri annarra þjóða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir þreifingar stjórnmálaflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Loforðalistar eru mátaðir saman til að kanna hvort mögulegt samstarf gangi upp. Óháð því hvaða ríkisstjórn verður mynduð liggur ljóst fyrir að niðurstöður kjarasamninga á næstu mánuðum verða afdrifaríkar fyrir lífskjör og efnahagsumhverfi Íslendinga á komandi árum. Í aðdraganda kosninga voru uppi margar tillögur um aukin ríkisútgjöld. Að afloknum kosningum er umræða afar lítil um næstu skref og þá valkosti sem stjórnmálaflokkarnir standa frammi fyrir. Það er einkennilegt í ljósi þess að í stjórnarmyndunarviðræðum eru lagðar breiðu línurnar fyrir næstu ár. Í ársbyrjun 2016 voru sett ný lög um opinber fjármál þar sem áhersla er lögð á langtímahugsun og aga við framkvæmd fjárlaga. Mikilvægur þáttur í lögunum er að stjórnvöldum hverju sinni ber að leggja fram fjármálastefnu til næstu fimm ára. Í henni er tryggt að heildarafkoma sé jákvæð yfir tímabilið og að skuldahlutföll lækki í samræmi við markmið. Þetta er skynsamleg nálgun og eykur festu í ríkisfjármálum. Það er ekki hyggilegt að endurskoða stefnuna frá grunni. Þá er unnið gegn markmiði hennar um fyrirsjáanleika í ríkisfjármálum til lengri tíma. Óháð stjórnarmynstri er skynsamlegt að reka aðhaldssama fjármálastefnu í hámarki uppsveiflunnar. Þá er ekki síður mikilvægt að búa í haginn þegar vel árar enda taka allar uppsveiflur einhvern tíma enda. Það verður áhugavert að sjá stefnu næstu ríkisstjórnar hvað þetta stefnumál varðar.Takmarkað svigrúm Staða efnahagsmála á Íslandi hefur aldrei verið betri. Sú staða útilokar þó ekki að hægt sé að gera enn betur og mörg brýn verkefni bíða úrlausna. Fréttir af kjaraviðræðum einkennast oftar en ekki af átökum en í grunninn snúast þær um jákvæða þróun samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör fólks. Stundum er mikið til skiptanna og stundum lítið. Á undanförnum misserum hafa laun á Íslandi hækkað margfalt miðað við nágrannalöndin. Þær hækkanir hafa skilað sér í samsvarandi kjarabótum. Nú verður minna til skiptanna í kjarasamningum. Verði miklar launahækkanir knúnar fram í vetur þýðir það aðeins eitt; verðlag og vextir hækka og störfum fækkar. Stjórnmálamenn þurfa og verða að taka erfiðar ákvarðanir. Fram undan er nóg af þeim. Á vinnumarkaði eru samningar lausir hjá stórum hópum opinberra starfsmanna. Þótt þeir gegni mikilvægum störfum geta stéttarfélög þeirra ekki leitt launaþróun í landinu. Þannig er það hvergi. Rými til launahækkana myndast í atvinnulífinu. Eftir launahækkanir undanfarinna ára er það rými að mestu tæmt. Samningsaðilar verða að horfast í augu við efnahagslegan raunveruleika. Það eyðist sem af er tekið. Innstæðulausar launahækkanir eru fullreyndar. Þær enda alltaf með veikingu krónunnar, verðbólgu og rýrnun kaupmáttar. Þá er betur heima setið en af stað farið.Loforð þarf að efna Eitt fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verða kjarasamningar við stéttarfélög opinberra starfsmanna. Standi ný stjórn ekki í fæturna á fyrstu metrunum þá mun niðurstaða þeirra framkalla kröfur stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði um sömu hækkanir og hjá stéttarfélögum annarra opinberra starfsmanna með bundna samninga. Þar eru 80-90% vinnumarkaðarins undir. Það væri óábyrg afstaða ef ný ríkisstjórn gæfi sjálfri sér það úldna veganesti. Að þessu sögðu þá væri nær að líta til forgangsröðunar í opinberum rekstri með það að markmiði að koma til móts við launafólk og lífeyrisþega með breytingum á tekjuskattskerfinu. Margar leiðir hafa verið nefndar í því samhengi. Forsenda þess er eftir sem áður að hið opinbera fari betur með skattfé landsmanna. Kjósendur – hvort sem þeir eru launafólk í heimilisrekstri eða stjórnendur í atvinnurekstri – þurfa reglulega að hagræða í rekstrinum. Ekki dugar að stjórnmálamenn auki framlög til málaflokka skilyrðislaust, án krafna um bættan árangur. Ekki dugar sá skilningur margra stjórnmálamanna að í forgangsröðun felist aukin framlög til ákveðinna málaflokka án þess að þau séu minnkuð til annarra. Þeir þurfa í auknum mæli að tileinka sér hugsunarhátt og aðferðir sem skilað hafa árangri jafnt í einkarekstri sem opinberum rekstri annarra þjóða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun