Leiðtogar flokkanna halda spilunum fast að sér Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2017 20:00 Það gæti skýrst á morgun hvort Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur reyna með sér myndun ríkisstjórnar með þátttöku Framsóknarflokksins. Staðan er hins vegar all flókin þar sem nokkur andstaða er innan flestra flokka við samstarf með öðrum flokkum og erfitt að láta kapalinn ganga pólitískt upp. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafa haldið mjög fast að sér spilunum í dag og þegar maður hefur yfirleitt náð sambandi við þá hafa þeir sem minnst viljað segja um mögulegar stjórnarmyndanir. En það liggur einhvern veginn í kortunum að næst verði reynt að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. En enginn vill segja neitt um það í dag. Almennt er reiknað með að forseti Íslands gefi leiðtogunum að minnsta kosti svigrúm eitthvað fram eftir degi á morgun, áður en hann kallar þá til sín á fund. En forsetinn er nánast í daglegu sambandi við leiðtogana þannig að hann er vel upplýstur um stöðu mála. Einhver vankvæði virðast á nánast öllum samsetningum flokka í ríkisstjórn vegna andstöðu þvers og kruss við samstarf einstakra flokka. Þingflokkur Flokks fólksins kom saman í dag til að ræða málin en Inga Sæland formaður flokksins segir aðþar á bæ hefðu menn lítið heyrt í dag.Nú er sagt að allir séu að tala við alla. Þýðir það að allir eru að tala við ykkur„Allir að tala við alla nema okkur,“ segir Inga og hlær. „ Nei, nei í rauninni erum við bara róleg hér á hliðarlínunni og höfum ekki fengið neitt spjall í dag,“ bætir hún við. Ekki eru allir hrifnir að því innan Vinstri grænna að fara í stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki án þess að Samfylkingin kæmi með í þá stjórn. Innan hennar virðast líka mjög blendnar tilfinningar gagnvart slíkri stjórn sem og innan Sjálfstæðisflokksins „Það eru þarna ákveðnar þreifingar. Það er búið að vera talað svolítið um þessa stjórn alveg frá vinstri til hægri. Með þá kannski Framsókn þarna í miðjunni. Það er bara spurning hvort það er það sem reynt verður næst. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Við fáum sennilega að frétta af því á morgun,“ segir Inga Sæland. Kosningar 2017 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Það gæti skýrst á morgun hvort Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur reyna með sér myndun ríkisstjórnar með þátttöku Framsóknarflokksins. Staðan er hins vegar all flókin þar sem nokkur andstaða er innan flestra flokka við samstarf með öðrum flokkum og erfitt að láta kapalinn ganga pólitískt upp. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafa haldið mjög fast að sér spilunum í dag og þegar maður hefur yfirleitt náð sambandi við þá hafa þeir sem minnst viljað segja um mögulegar stjórnarmyndanir. En það liggur einhvern veginn í kortunum að næst verði reynt að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. En enginn vill segja neitt um það í dag. Almennt er reiknað með að forseti Íslands gefi leiðtogunum að minnsta kosti svigrúm eitthvað fram eftir degi á morgun, áður en hann kallar þá til sín á fund. En forsetinn er nánast í daglegu sambandi við leiðtogana þannig að hann er vel upplýstur um stöðu mála. Einhver vankvæði virðast á nánast öllum samsetningum flokka í ríkisstjórn vegna andstöðu þvers og kruss við samstarf einstakra flokka. Þingflokkur Flokks fólksins kom saman í dag til að ræða málin en Inga Sæland formaður flokksins segir aðþar á bæ hefðu menn lítið heyrt í dag.Nú er sagt að allir séu að tala við alla. Þýðir það að allir eru að tala við ykkur„Allir að tala við alla nema okkur,“ segir Inga og hlær. „ Nei, nei í rauninni erum við bara róleg hér á hliðarlínunni og höfum ekki fengið neitt spjall í dag,“ bætir hún við. Ekki eru allir hrifnir að því innan Vinstri grænna að fara í stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki án þess að Samfylkingin kæmi með í þá stjórn. Innan hennar virðast líka mjög blendnar tilfinningar gagnvart slíkri stjórn sem og innan Sjálfstæðisflokksins „Það eru þarna ákveðnar þreifingar. Það er búið að vera talað svolítið um þessa stjórn alveg frá vinstri til hægri. Með þá kannski Framsókn þarna í miðjunni. Það er bara spurning hvort það er það sem reynt verður næst. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Við fáum sennilega að frétta af því á morgun,“ segir Inga Sæland.
Kosningar 2017 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira