Leiðtogarnir glíma við pólitískt púsluspil í dag Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2017 12:30 Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Myndin er af Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata, Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og var tekin í Kosningauppgjöri Stöðvar 2 daginn eftir kosningar. vísir/anton brink Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. Flest bendir til að næst verði rætt um myndun stjórnar flokka með Sjálfstæðisflokknum en þar koma nokkrir möguleikar til greina. Sumir þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í morgun telja að aldrei hafi verið raunverulegur áhugi á myndun fjögurra flokka stjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata, hvorki innan Framsóknarflokksins og jafnvel Vinstri grænna. Vissulega yrði meirihluti slíkrar stjórnar tæpur og mikið traust hefði þurft að ríkja á milli flokkanna sem greinilega náðist ekki. Áhugi Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er augljós enda beindi hann því til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna að hefja viðræður við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar virðist áhugi Sigurðar Inga minni á því að vinna með Viðreisn og enn minni að vinna með Miðflokknum. Bjarni hefur nokkra kosti til að skoða, meðal annars þann sem hér var nefndur að ofan sem hefði 35 þingmenn á bakvið sig. En hann gæti líka rætt við Samfylkinguna um myndun stjórnar með henni, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum sem hefði 34 þingmenn og jafnvel haft Viðreisn einnig með en slík fjögurra flokka stjórn hefði 38 þingmenn á bakvið sig. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Þar gæti líka verið tekist á um hver ætti að leiða slíkt samstarf, Katrín eða Bjarni. Hann gæti einnig kosið að ræða myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks, Flokks fólksins með 35 þingmenn eins ef Flokki fólksins yrði skipt út fyrir Viðreisn. En þá þyrfti Sigurður Ingi að láta af andstöðu sinni við samstarf með Miðflokknum og ekki er mikill áhugi á slíkri stjórn innan Viðreisnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Viðreisn var með þingflokksfund í morgun þar sem staða mála var rædd og Flokkur fólksins hefur boðað þingflokksfund klukkan fjögur í dag. Aðrir flokkar hafa ekki boðað þingflokksfundi eftir því sem fréttastofa kemst næst. Forseti Íslands mun væntanlega gefa formönnum svigrúm til þreifinga í dag og jafnvel á morgun áður en hann boðar þá til fundar við sig eða gefur einhverjum leiðtoganna umboð til myndunar stjórnar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. Flest bendir til að næst verði rætt um myndun stjórnar flokka með Sjálfstæðisflokknum en þar koma nokkrir möguleikar til greina. Sumir þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í morgun telja að aldrei hafi verið raunverulegur áhugi á myndun fjögurra flokka stjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata, hvorki innan Framsóknarflokksins og jafnvel Vinstri grænna. Vissulega yrði meirihluti slíkrar stjórnar tæpur og mikið traust hefði þurft að ríkja á milli flokkanna sem greinilega náðist ekki. Áhugi Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er augljós enda beindi hann því til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna að hefja viðræður við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar virðist áhugi Sigurðar Inga minni á því að vinna með Viðreisn og enn minni að vinna með Miðflokknum. Bjarni hefur nokkra kosti til að skoða, meðal annars þann sem hér var nefndur að ofan sem hefði 35 þingmenn á bakvið sig. En hann gæti líka rætt við Samfylkinguna um myndun stjórnar með henni, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum sem hefði 34 þingmenn og jafnvel haft Viðreisn einnig með en slík fjögurra flokka stjórn hefði 38 þingmenn á bakvið sig. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Þar gæti líka verið tekist á um hver ætti að leiða slíkt samstarf, Katrín eða Bjarni. Hann gæti einnig kosið að ræða myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks, Flokks fólksins með 35 þingmenn eins ef Flokki fólksins yrði skipt út fyrir Viðreisn. En þá þyrfti Sigurður Ingi að láta af andstöðu sinni við samstarf með Miðflokknum og ekki er mikill áhugi á slíkri stjórn innan Viðreisnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Viðreisn var með þingflokksfund í morgun þar sem staða mála var rædd og Flokkur fólksins hefur boðað þingflokksfund klukkan fjögur í dag. Aðrir flokkar hafa ekki boðað þingflokksfundi eftir því sem fréttastofa kemst næst. Forseti Íslands mun væntanlega gefa formönnum svigrúm til þreifinga í dag og jafnvel á morgun áður en hann boðar þá til fundar við sig eða gefur einhverjum leiðtoganna umboð til myndunar stjórnar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
„Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12
Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00