Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 17:36 Katrín ræddi við fjölmiðla eftir fundinn með forsetanum. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. Það mun svo koma í ljós hvað forsetinn gerir. „Ég gekk á fund forsetans og upplýsti um auðvitað um endalok viðræðna okkar Framsóknarflokk, Samfylkingar og Pírata. Við fórum aðeins yfir það og ég gat líka upplýst hann um það að ég hef síðan á hádegi ekki neinn starfhæfan meirihluta á bakvið mig. Þannig að ég taldi rétt, og sagði honum það, að skila umboðinu.“ Hún óskar eftir svigrúmi til þess að eiga frekari samtöl áður en Guðni felur öðrum umboðið. „Miðað við þau samtöl sem ég hef átt í dag, við fulltrúa annarra flokka, þá hefði ég talið eðlilegt að gefa okkur aftur ákveðið svigrúm áður en ákveðið verður að veita umboðið að nýju. Það er mín skoðun og það mun forsetinn núna fara yfir.“ Hún sagði að Guðni myndi nú líklega tala við aðra formenn. Hún ræddi í dag við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir formann Viðreisnar en sagði þó að hún stefndi ekki á að mynda annan 32 manna meirihluta. Hún ræddi ekki við flokk fólksins í dag. „Það hefur ekki verið talið vænlegt, allavega ekki af okkar hálfu, í Vinstri grænum. Þá ertu kominn með fimm flokka við borðið.“Katrín ítrekaði það hversu flókin staðan sé í ljósi úrslita kosninganna. „Mér finnst hins vegar þessar viðræður sem hafa staðið yfir núna verið góðar og heiðarlegar“ Katrín sagði meðal annars að Framsókn hafi tekið þátt um umræðunum af heilum hug, hún hafi viljað láta á þetta reyna því það væri einfaldara að hafa fjóra flokka heldur en sex ef samhljómur næðist. Vonar hún enn að Vinstri græn geti myndað starfhæfa ríkisstjórn með öðrum flokkum, eftir frekari samtöl. Hún segist nú horfa á þá möguleika sem séu í boði og útiloka engan flokk. „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52 Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. Það mun svo koma í ljós hvað forsetinn gerir. „Ég gekk á fund forsetans og upplýsti um auðvitað um endalok viðræðna okkar Framsóknarflokk, Samfylkingar og Pírata. Við fórum aðeins yfir það og ég gat líka upplýst hann um það að ég hef síðan á hádegi ekki neinn starfhæfan meirihluta á bakvið mig. Þannig að ég taldi rétt, og sagði honum það, að skila umboðinu.“ Hún óskar eftir svigrúmi til þess að eiga frekari samtöl áður en Guðni felur öðrum umboðið. „Miðað við þau samtöl sem ég hef átt í dag, við fulltrúa annarra flokka, þá hefði ég talið eðlilegt að gefa okkur aftur ákveðið svigrúm áður en ákveðið verður að veita umboðið að nýju. Það er mín skoðun og það mun forsetinn núna fara yfir.“ Hún sagði að Guðni myndi nú líklega tala við aðra formenn. Hún ræddi í dag við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir formann Viðreisnar en sagði þó að hún stefndi ekki á að mynda annan 32 manna meirihluta. Hún ræddi ekki við flokk fólksins í dag. „Það hefur ekki verið talið vænlegt, allavega ekki af okkar hálfu, í Vinstri grænum. Þá ertu kominn með fimm flokka við borðið.“Katrín ítrekaði það hversu flókin staðan sé í ljósi úrslita kosninganna. „Mér finnst hins vegar þessar viðræður sem hafa staðið yfir núna verið góðar og heiðarlegar“ Katrín sagði meðal annars að Framsókn hafi tekið þátt um umræðunum af heilum hug, hún hafi viljað láta á þetta reyna því það væri einfaldara að hafa fjóra flokka heldur en sex ef samhljómur næðist. Vonar hún enn að Vinstri græn geti myndað starfhæfa ríkisstjórn með öðrum flokkum, eftir frekari samtöl. Hún segist nú horfa á þá möguleika sem séu í boði og útiloka engan flokk. „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52 Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52
Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45