Eins og „árás“ hafi verið gerð á húsið Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2017 14:24 Skemmdirnar urðu miklar. Tveir stærðarinnar límtrésbitar fuku á hús í Borgarnesi í gærkvöldi og ollu þar töluverðum skemmdum. Íbúar hússins segja lætin hafa líkst árás og segist Sigurgeir Óskar Erlendsson aldrei hafa upplifað annað eins. Sigurgeir segir að bitarnir og annað brak hafi fokið frá nærliggjandi nýsmíði. Þetta hafi komið niður á bílinn hjá honum, húsið og bílskúr. „Þetta eru rosa skemmdir,“ sagði Sigurgeir í samtali við Vísi. Hann sagði að í rauninni hefði heilt horn fokið af húsinu. Þar af hafi tveir um átta metra langir límtrésbitar, sem Sigurgeir giskar á að séu þrjú til fjögur hundruð kíló hvor, tekið á loft og lent á húsinu. „Þetta kom niður á bílinn hjá mér og hann er handónýtur. Húsið og þakið á bílskúrnum er ónýtt. Nýr bíll konunnar er skemmdur. Það er alveg hellingur.“ „Maður bara trúir þessu ekki. Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta og hvernig þetta hefði getað farið.“ Sigurgeir var í húsinu þegar þetta gerðist og hann segir lætin hafa verið mikil. „Þetta er alveg ótrúlegt hvað þetta veður getur gert. Maður hefur aldrei upplifað svona áður. Það var bara eins og það hefði verið gerð árás í gærkvöldi.“ Veðurstofa Íslands er ekki með veðurathugunarstöð í Borgarnesi svo ekki liggja fyrir upplýsingar um vindhraða þar í gærkvöldi. Hins vegar er ein stöð á Hvanneyri og önnur undir Hafnarfjalli. Á Hvanneyri var meðalvindur um 20 metrar á sekúndu í gær og fóru vindhviður upp í 30 metra. Sagan er þó önnur á Hafnarmelum undir Hafnarfjalli þar sem kviður fóru yfir 60 metra á sekúndu. Veður Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Tveir stærðarinnar límtrésbitar fuku á hús í Borgarnesi í gærkvöldi og ollu þar töluverðum skemmdum. Íbúar hússins segja lætin hafa líkst árás og segist Sigurgeir Óskar Erlendsson aldrei hafa upplifað annað eins. Sigurgeir segir að bitarnir og annað brak hafi fokið frá nærliggjandi nýsmíði. Þetta hafi komið niður á bílinn hjá honum, húsið og bílskúr. „Þetta eru rosa skemmdir,“ sagði Sigurgeir í samtali við Vísi. Hann sagði að í rauninni hefði heilt horn fokið af húsinu. Þar af hafi tveir um átta metra langir límtrésbitar, sem Sigurgeir giskar á að séu þrjú til fjögur hundruð kíló hvor, tekið á loft og lent á húsinu. „Þetta kom niður á bílinn hjá mér og hann er handónýtur. Húsið og þakið á bílskúrnum er ónýtt. Nýr bíll konunnar er skemmdur. Það er alveg hellingur.“ „Maður bara trúir þessu ekki. Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta og hvernig þetta hefði getað farið.“ Sigurgeir var í húsinu þegar þetta gerðist og hann segir lætin hafa verið mikil. „Þetta er alveg ótrúlegt hvað þetta veður getur gert. Maður hefur aldrei upplifað svona áður. Það var bara eins og það hefði verið gerð árás í gærkvöldi.“ Veðurstofa Íslands er ekki með veðurathugunarstöð í Borgarnesi svo ekki liggja fyrir upplýsingar um vindhraða þar í gærkvöldi. Hins vegar er ein stöð á Hvanneyri og önnur undir Hafnarfjalli. Á Hvanneyri var meðalvindur um 20 metrar á sekúndu í gær og fóru vindhviður upp í 30 metra. Sagan er þó önnur á Hafnarmelum undir Hafnarfjalli þar sem kviður fóru yfir 60 metra á sekúndu.
Veður Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira