Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 13:52 Formenn flokkanna ræða við fjölmiðla á Alþingi í dag eftir að ljóst varð að ekki tækist að mynda ríkisstjórn. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. Þetta segir Katrín á Facebook-síðu sinni en greint hefur verið frá því að upp úr viðræðunum hafi slitnað þar sem Framsóknarflokkurinn hafi talið 32 manna meirihluta, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi, of tæpan. „Ljóst var frá upphafi að meirihlutinn var naumur og stór verkefni framundan. Málefnalega gengu samræður þessara flokka mjög vel og ég upplifði traust á milli formannanna; mín, Sigurðar Inga, Loga og Þórhildar Sunnu. Fyrir liggur hins vegar að hinn naumi meirihluti vóg of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar. Eftir sem áður er það okkar verkefni að koma á starfhæfri ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu,“ segir Katrín á Facebook-síðu sinni. Formenn flokkanna fjögurra ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu laust fyrir klukkan 13 í dag. Þar sagði Katrín einnig að samtal flokkanna hefði verið málefnalegt. „Niðurstaðan er sú að við erum ekki að ná þessu saman. Það liggur fyrir að meirihlutinnn, 32 manna meirihluti, þykir af einhverjum flokkum of naumur. Ég vil taka það fram af því að ég hef haldið utan um þessar umræður að þær hafa verið mjög góðar og ástæðan fyrir því að við stöndum hérna öll saman er að það hefur verið mjög gott málefnalegt samtal á milli þessara flokka en verkefnin framundan stór. Þess vegna liggur ekki fyrir vissa hjá öllum flokkum að það sé rétt að halda áfram í þetta,“ sagði Katrín. Eins og greint hefur verið frá voru það Framsóknarmenn sem töldu meirihluta flokkanna fjögurra of nauman. Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi í dag að flokkurinn hefði haft áhyggjur af því að meirihlutinn væri of tæpur til þess að tryggja stöðugleika. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Katrínu á sinn fund klukkan 17 í dag. Katrín sagði að hún hefði svigrúm fram eftir degi til þess að fara yfir aðra möguleika í stöðunni. „Enda hef ég haldið því til haga þó að þetta hafi augljóslega verið okkar fyrsti og vænlegasti kostur þá útilokar það ekki aðra möguleika,“ sagði Katrín en vildi þó ekki gefa upp hvaða aðra möguleika hún sæi í stöðunni. „Það mun koma í ljós seinna í dag.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 „Mér er óglatt“ Uppnám á Facebook eftir viðræðuslit 6. nóvember 2017 13:45 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. Þetta segir Katrín á Facebook-síðu sinni en greint hefur verið frá því að upp úr viðræðunum hafi slitnað þar sem Framsóknarflokkurinn hafi talið 32 manna meirihluta, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi, of tæpan. „Ljóst var frá upphafi að meirihlutinn var naumur og stór verkefni framundan. Málefnalega gengu samræður þessara flokka mjög vel og ég upplifði traust á milli formannanna; mín, Sigurðar Inga, Loga og Þórhildar Sunnu. Fyrir liggur hins vegar að hinn naumi meirihluti vóg of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar. Eftir sem áður er það okkar verkefni að koma á starfhæfri ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu,“ segir Katrín á Facebook-síðu sinni. Formenn flokkanna fjögurra ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu laust fyrir klukkan 13 í dag. Þar sagði Katrín einnig að samtal flokkanna hefði verið málefnalegt. „Niðurstaðan er sú að við erum ekki að ná þessu saman. Það liggur fyrir að meirihlutinnn, 32 manna meirihluti, þykir af einhverjum flokkum of naumur. Ég vil taka það fram af því að ég hef haldið utan um þessar umræður að þær hafa verið mjög góðar og ástæðan fyrir því að við stöndum hérna öll saman er að það hefur verið mjög gott málefnalegt samtal á milli þessara flokka en verkefnin framundan stór. Þess vegna liggur ekki fyrir vissa hjá öllum flokkum að það sé rétt að halda áfram í þetta,“ sagði Katrín. Eins og greint hefur verið frá voru það Framsóknarmenn sem töldu meirihluta flokkanna fjögurra of nauman. Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi í dag að flokkurinn hefði haft áhyggjur af því að meirihlutinn væri of tæpur til þess að tryggja stöðugleika. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Katrínu á sinn fund klukkan 17 í dag. Katrín sagði að hún hefði svigrúm fram eftir degi til þess að fara yfir aðra möguleika í stöðunni. „Enda hef ég haldið því til haga þó að þetta hafi augljóslega verið okkar fyrsti og vænlegasti kostur þá útilokar það ekki aðra möguleika,“ sagði Katrín en vildi þó ekki gefa upp hvaða aðra möguleika hún sæi í stöðunni. „Það mun koma í ljós seinna í dag.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 „Mér er óglatt“ Uppnám á Facebook eftir viðræðuslit 6. nóvember 2017 13:45 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34
Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15