Ráðgjafar Trump komust ekki til Íslands vegna veðurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 10:45 Aflýs varð Íslandsflugi herramanna tveggja sem sjást hér við hlið Donald Trump. Vísir/Getty Búið er að aflýsa fundi Amerísk-íslenska verslunarráðsins með Robert Stryk og Jacob Daniels sem halda átti í dag. Mennirnir tveir, sem starfað hafa með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, komust ekki til Íslands í gær vegna óveðursins sem geisaði í gær. Yfirskrift fundarins, sem halda átti í hádeginu í dag, var „Washington eftir tíu mánaða valdatíð Trump“. Þar áttu Stryk og Daniels að fara yfir stöðu mála í Bandaríkjunum eftir að Trump komst til valda. Áttu þeir meðal annars að varpa ljósi á það hvernig forsetinn vilji að valdatíðar sinnar verði minnst sem og hvernig ástandið i Bandaríkjunum horfi við þeim sem komu Trump til valda. Stryk og Daniels starfa fyrir Sonoran Policy Group í Washington og hafa unnið náið með forsetanum og stjórn hans í aðdraganda kosninga og eftir. Styrk er forstjóri Sonoran og hefur áratuga reynslu af því ð starfa með stjórnmálamönnum úr röðum repúblikana. Daniels er framkvæmdastjóri Sonoran og var kosningastjóri Trump í tíu ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum síðasta haust. Áttu þeir að koma til landsins í gær en var flugi þeirra frá Washington aflýst vegna óveðursins sem geisaði á Suðvesturhorni landsins og víðar í gær. Tugum fluga var aflýst eða frestað vegna veðurs og komust þeir því ekki í tæka tíð fyrir fundinn. „Vegna truflana á samgöngum í kjölfar óveðursins komast fyrirlesararnir ekki til landsins að þessu sinni. Fundinum er því aflýst en AMÍS hlakkar til að bjóða til fundar með þeim síðar í vetur, þegar þeir verða á Íslandi,“ segir í tölvupósti frá Amerísk-íslenska verslunarráðinu vegna frestunarinnar. Donald Trump Veður Tengdar fréttir Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Margvísleg áhrif óveðursins Bregðast þurfti við margskonar útköllum vegna stormsins sem gekk yfir landið í nótt. 6. nóvember 2017 08:22 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Búið er að aflýsa fundi Amerísk-íslenska verslunarráðsins með Robert Stryk og Jacob Daniels sem halda átti í dag. Mennirnir tveir, sem starfað hafa með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, komust ekki til Íslands í gær vegna óveðursins sem geisaði í gær. Yfirskrift fundarins, sem halda átti í hádeginu í dag, var „Washington eftir tíu mánaða valdatíð Trump“. Þar áttu Stryk og Daniels að fara yfir stöðu mála í Bandaríkjunum eftir að Trump komst til valda. Áttu þeir meðal annars að varpa ljósi á það hvernig forsetinn vilji að valdatíðar sinnar verði minnst sem og hvernig ástandið i Bandaríkjunum horfi við þeim sem komu Trump til valda. Stryk og Daniels starfa fyrir Sonoran Policy Group í Washington og hafa unnið náið með forsetanum og stjórn hans í aðdraganda kosninga og eftir. Styrk er forstjóri Sonoran og hefur áratuga reynslu af því ð starfa með stjórnmálamönnum úr röðum repúblikana. Daniels er framkvæmdastjóri Sonoran og var kosningastjóri Trump í tíu ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum síðasta haust. Áttu þeir að koma til landsins í gær en var flugi þeirra frá Washington aflýst vegna óveðursins sem geisaði á Suðvesturhorni landsins og víðar í gær. Tugum fluga var aflýst eða frestað vegna veðurs og komust þeir því ekki í tæka tíð fyrir fundinn. „Vegna truflana á samgöngum í kjölfar óveðursins komast fyrirlesararnir ekki til landsins að þessu sinni. Fundinum er því aflýst en AMÍS hlakkar til að bjóða til fundar með þeim síðar í vetur, þegar þeir verða á Íslandi,“ segir í tölvupósti frá Amerísk-íslenska verslunarráðinu vegna frestunarinnar.
Donald Trump Veður Tengdar fréttir Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Margvísleg áhrif óveðursins Bregðast þurfti við margskonar útköllum vegna stormsins sem gekk yfir landið í nótt. 6. nóvember 2017 08:22 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42
Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44
Margvísleg áhrif óveðursins Bregðast þurfti við margskonar útköllum vegna stormsins sem gekk yfir landið í nótt. 6. nóvember 2017 08:22