Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 13:48 Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, flúði til Belgíu í byrjun mánaðar. Vísir/AFP Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, hefur gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Fjórir fyrrverandi ráðherrar í héraðsstjórn Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. Ríkissaksóknari Spánar fór fram á evrópska handtökuskipun á hendur Puigdemont og fjórum fyrrverandi ráðherrum héraðsstjórnar Katalóníu á föstudag. Puigdemont flúði, ásamt ráðherrunum, til Belgíu í blálok síðasta mánaðar en hann sagðist ekki myndu snúa aftur til Spánar nema að honum yrði tryggð sanngjörn málsmeðferð. Í morgun gaf Puigdemont sig hins vegar fram í fylgd lögfræðinga sinna við lögregluyfirvöld í Belgíu. Með honum gáfu sig fram fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnarinnar, Meritxell Serret, Antoni Comín, Lluís Puig og Clara Ponsatí. Þau eru m.a. sökuð um tilraun til uppreisnar en Puigdemont á yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi.Gilles Dejemeppe, staðgengill saksóknara í Belgíu, ræddi við fréttamenn eftir að Puigdemont og ráðherrar hans gáfu sig fram við lögreglu í dag.Vísir/AFPDómari mun þurfa að taka ákvörðun um hvað aðhafst verði í málinu innan 24 klukkustunda, að því er haft var eftir talsmanni saksóknara í Belgíu. Puigdemont lýsti yfir sjálfstæði Katalóníu mánuði eftir að gengið var til kosninga en Spánverjar höfnuðu yfirlýsingunni. Þá sakaði Puigdemont Spánverja um að beita öfgafullri hörku í aðgerðum og orðræðu í kjölfar kosninganna og neitaði að draga yfirlýsinguna til baka. Þann 21. október síðastliðinn samþykkti forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, að svipta héraðið sjálfstjórn. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puigdemont vill yfirheyrslu í Belgíu Yfirheyra ætti Carles Puigdemont, brottrekinn forseta héraðsstjórnar Katalóníu, í Belgíu. Þar er Puigdemont nú staddur en þetta sagði Paul Bekaert, lögmaður hans, í gær. 2. nóvember 2017 06:00 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Fara fram á handtökuskipan á hendur Puidgemont Saksóknarar á Spáni fóru fram á það við dómara á Spáni að handtökuskipun væri gefin út á hendur Carles Puigdemont. 2. nóvember 2017 18:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, hefur gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Fjórir fyrrverandi ráðherrar í héraðsstjórn Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. Ríkissaksóknari Spánar fór fram á evrópska handtökuskipun á hendur Puigdemont og fjórum fyrrverandi ráðherrum héraðsstjórnar Katalóníu á föstudag. Puigdemont flúði, ásamt ráðherrunum, til Belgíu í blálok síðasta mánaðar en hann sagðist ekki myndu snúa aftur til Spánar nema að honum yrði tryggð sanngjörn málsmeðferð. Í morgun gaf Puigdemont sig hins vegar fram í fylgd lögfræðinga sinna við lögregluyfirvöld í Belgíu. Með honum gáfu sig fram fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnarinnar, Meritxell Serret, Antoni Comín, Lluís Puig og Clara Ponsatí. Þau eru m.a. sökuð um tilraun til uppreisnar en Puigdemont á yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi.Gilles Dejemeppe, staðgengill saksóknara í Belgíu, ræddi við fréttamenn eftir að Puigdemont og ráðherrar hans gáfu sig fram við lögreglu í dag.Vísir/AFPDómari mun þurfa að taka ákvörðun um hvað aðhafst verði í málinu innan 24 klukkustunda, að því er haft var eftir talsmanni saksóknara í Belgíu. Puigdemont lýsti yfir sjálfstæði Katalóníu mánuði eftir að gengið var til kosninga en Spánverjar höfnuðu yfirlýsingunni. Þá sakaði Puigdemont Spánverja um að beita öfgafullri hörku í aðgerðum og orðræðu í kjölfar kosninganna og neitaði að draga yfirlýsinguna til baka. Þann 21. október síðastliðinn samþykkti forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, að svipta héraðið sjálfstjórn.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puigdemont vill yfirheyrslu í Belgíu Yfirheyra ætti Carles Puigdemont, brottrekinn forseta héraðsstjórnar Katalóníu, í Belgíu. Þar er Puigdemont nú staddur en þetta sagði Paul Bekaert, lögmaður hans, í gær. 2. nóvember 2017 06:00 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Fara fram á handtökuskipan á hendur Puidgemont Saksóknarar á Spáni fóru fram á það við dómara á Spáni að handtökuskipun væri gefin út á hendur Carles Puigdemont. 2. nóvember 2017 18:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Puigdemont vill yfirheyrslu í Belgíu Yfirheyra ætti Carles Puigdemont, brottrekinn forseta héraðsstjórnar Katalóníu, í Belgíu. Þar er Puigdemont nú staddur en þetta sagði Paul Bekaert, lögmaður hans, í gær. 2. nóvember 2017 06:00
Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00
Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26
Fara fram á handtökuskipan á hendur Puidgemont Saksóknarar á Spáni fóru fram á það við dómara á Spáni að handtökuskipun væri gefin út á hendur Carles Puigdemont. 2. nóvember 2017 18:16