Um framhaldsskólann í yfirstandandi stjórnarmyndurnarviðræðum Guðríður Arnardóttir skrifar 4. nóvember 2017 11:24 Í þessum pistli mínum vil ég leggja inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður brýningu til þeirra sem skrifa nú stjórnarsáttmála. Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008 er gert ráð fyrir sveigjanlegum námstíma til stúdentsprófs. Haustið 2015 kom þó tilskipun frá þáverandi menntamálaráðherra til allra framhaldsskóla landsins um að stytta skyldi námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Þetta var tilskipun sem aldrei hlaut umræður og afgreiðslu Alþingis. Um svipað leyti var þeim tilmælum beint til stjórnenda í framhaldsskólum að eldri nemendur en 25 ára gætu ekki gengið að námsvist vísri í bóknám og skyldu yngri nemendur hafa forgang. Í ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar var gert ráð fyrir að skerða framlög til framhaldsskólanna til næstu ára. Þvert á fyrri loforð um að þeir fjármunir sem mögulega sparast við styttingu námstímans skyldu ekki teknir úr rekstri framhaldsskólanna. Það er mikilvægt að verðandi stjórnarmeirihluti átti sig á því að innviðir framhaldsskólanna hafa verið að grotna niður í langan tíma. Þótt vissulega fylgi hverjum nemenda meira fjármagn ef þeim fækkar í framhaldsskólunum (miðað við óbreytt framlög) verður að hafa hugfast að það dugar engan vegin til þess að rétta kúrsinn og færa rekstur framhaldsskólanna í skikkanlegt horf. Verulegur skortur er á fjármagni til tækjakaupa og stoðþjónustu við nemendur verður að styrkja eigi að verða raunhæft að draga úr brottfalli nemenda. Sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf kostar fjármuni. Stytting námstíma hefur lagt meira álag á nemendur í framhaldsskólunum. Fyrstu vísbendingar benda til þess að mögulega hafi styttingin verið vanhugsuð með ófyrirséðum afleiðingum, þessi aðgerð gæti mögulega verið að leiða til aukins brottfalls. Kennarasamtökin þekkja og vita hvar skóinn kreppir í rekstri framhaldsskólanna. Við þekkjum betur en aðrið innviði framhaldsskólanna og erum ávallt tilbúin til samstarfs við stjórnvöld um mótun menntastefnu og bætt skólastarf. Framhaldsskólinn verður að fá þann nauðsynlega sveigjanleika sem þarf svo hver og einn nemandi geti stundað þar nám á sínum forsendum. Eldri nemendur verða að fá aðgang að námi á framhaldsskólastigi og ekki er boðlegt að vísa þeim í dýrari úrræði á vegum einkaaðila. Og það þarf að leggja meira fé í rekstur framhaldsskólanna. Ég býð fram þekkingu okkar innan Kennarasamband Íslands og bið þess eins að við verðum kölluð að borðinu og á okkur verði hlustað þegar ný ríkisstjórn mótar stefnu sína í menntamálum. Annars óska ég ykkur, sem nú takið við keflinu alls hins besta og treysti því að þið minnist þess að grundvöllur sterks samfélags er traust og öflugt menntakerfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í þessum pistli mínum vil ég leggja inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður brýningu til þeirra sem skrifa nú stjórnarsáttmála. Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008 er gert ráð fyrir sveigjanlegum námstíma til stúdentsprófs. Haustið 2015 kom þó tilskipun frá þáverandi menntamálaráðherra til allra framhaldsskóla landsins um að stytta skyldi námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Þetta var tilskipun sem aldrei hlaut umræður og afgreiðslu Alþingis. Um svipað leyti var þeim tilmælum beint til stjórnenda í framhaldsskólum að eldri nemendur en 25 ára gætu ekki gengið að námsvist vísri í bóknám og skyldu yngri nemendur hafa forgang. Í ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar var gert ráð fyrir að skerða framlög til framhaldsskólanna til næstu ára. Þvert á fyrri loforð um að þeir fjármunir sem mögulega sparast við styttingu námstímans skyldu ekki teknir úr rekstri framhaldsskólanna. Það er mikilvægt að verðandi stjórnarmeirihluti átti sig á því að innviðir framhaldsskólanna hafa verið að grotna niður í langan tíma. Þótt vissulega fylgi hverjum nemenda meira fjármagn ef þeim fækkar í framhaldsskólunum (miðað við óbreytt framlög) verður að hafa hugfast að það dugar engan vegin til þess að rétta kúrsinn og færa rekstur framhaldsskólanna í skikkanlegt horf. Verulegur skortur er á fjármagni til tækjakaupa og stoðþjónustu við nemendur verður að styrkja eigi að verða raunhæft að draga úr brottfalli nemenda. Sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf kostar fjármuni. Stytting námstíma hefur lagt meira álag á nemendur í framhaldsskólunum. Fyrstu vísbendingar benda til þess að mögulega hafi styttingin verið vanhugsuð með ófyrirséðum afleiðingum, þessi aðgerð gæti mögulega verið að leiða til aukins brottfalls. Kennarasamtökin þekkja og vita hvar skóinn kreppir í rekstri framhaldsskólanna. Við þekkjum betur en aðrið innviði framhaldsskólanna og erum ávallt tilbúin til samstarfs við stjórnvöld um mótun menntastefnu og bætt skólastarf. Framhaldsskólinn verður að fá þann nauðsynlega sveigjanleika sem þarf svo hver og einn nemandi geti stundað þar nám á sínum forsendum. Eldri nemendur verða að fá aðgang að námi á framhaldsskólastigi og ekki er boðlegt að vísa þeim í dýrari úrræði á vegum einkaaðila. Og það þarf að leggja meira fé í rekstur framhaldsskólanna. Ég býð fram þekkingu okkar innan Kennarasamband Íslands og bið þess eins að við verðum kölluð að borðinu og á okkur verði hlustað þegar ný ríkisstjórn mótar stefnu sína í menntamálum. Annars óska ég ykkur, sem nú takið við keflinu alls hins besta og treysti því að þið minnist þess að grundvöllur sterks samfélags er traust og öflugt menntakerfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun