Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Þórdís Valsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 11:30 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Vísir/Anton „Þetta var kortlagning á stöðunni, hvar flokkarnir standa og hvað þeir vilja fá inn í svona stjórnarsáttmála,“ segir Lilja Alfreðsdóttir um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata sem fóru fram í gær. Viðræðurnar halda áfram síðdegis í dag. „Við fórum yfir þau brýnu málefni sem þarf að fara í á kjörtímabilinu. Það er endurskipulagning fjármálakerfisins, heilbrigðisþjónustan sem við leggjum mikla áherslu á, menntakerfið og innviðauppbygging. Þetta allt ásamt húsnæðismálunum,“ segir Lilja og segist telja viðræðurnar hafa gengið vel í gær. Viðræðurnar halda áfram í dag og fara fram á skrifstofu Vinstri grænna í Austurstræti. „Seinnipartinn í dag höldum við áfram þessari málefnavinnu. Það skiptir miklu máli hvernig tekjur og gjöld koma saman. Ríkisfjármálin og festa í þeim skiptir auðvitað mjög miklu máli til að styrkja umgjörðina um peningastefnu í landinu. Við þurfum að hafa það hugfast.“„Ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag“ Morgunblaðið greindi frá því í dag að samkvæmt heimildum blaðsins hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átt samtal í gær þar sem fram hafi komið að Sigmundur Davíð teldi enga annmarka á því að Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gætu starfað saman. „Eins og ég hef sagt áður þá er ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag. Það þarf að einblína á málefni og það er það sem við erum að gera í þessari vinnu,“ segir Lilja þegar blaðamaður spurði hana hvort þessar fréttir Morgunblaðsins hefðu áhrif á viðræðurnar. Lilja telur viðræðurnar ganga vel, en að þó séu allir aðilar varkárir. „Það er erfitt að segja til um neitt fyrr en maður sér almennilega til lands. Við höfum það hlutverk að mynda ríkisstjórn í landinu og því er mjög mikilvægt að fólk stigi varlega til jarðar og að það sé mynduð ríkisstjórn sem er að vinna að því að bæta íslenskt samfélag.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Þetta var kortlagning á stöðunni, hvar flokkarnir standa og hvað þeir vilja fá inn í svona stjórnarsáttmála,“ segir Lilja Alfreðsdóttir um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata sem fóru fram í gær. Viðræðurnar halda áfram síðdegis í dag. „Við fórum yfir þau brýnu málefni sem þarf að fara í á kjörtímabilinu. Það er endurskipulagning fjármálakerfisins, heilbrigðisþjónustan sem við leggjum mikla áherslu á, menntakerfið og innviðauppbygging. Þetta allt ásamt húsnæðismálunum,“ segir Lilja og segist telja viðræðurnar hafa gengið vel í gær. Viðræðurnar halda áfram í dag og fara fram á skrifstofu Vinstri grænna í Austurstræti. „Seinnipartinn í dag höldum við áfram þessari málefnavinnu. Það skiptir miklu máli hvernig tekjur og gjöld koma saman. Ríkisfjármálin og festa í þeim skiptir auðvitað mjög miklu máli til að styrkja umgjörðina um peningastefnu í landinu. Við þurfum að hafa það hugfast.“„Ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag“ Morgunblaðið greindi frá því í dag að samkvæmt heimildum blaðsins hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átt samtal í gær þar sem fram hafi komið að Sigmundur Davíð teldi enga annmarka á því að Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gætu starfað saman. „Eins og ég hef sagt áður þá er ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag. Það þarf að einblína á málefni og það er það sem við erum að gera í þessari vinnu,“ segir Lilja þegar blaðamaður spurði hana hvort þessar fréttir Morgunblaðsins hefðu áhrif á viðræðurnar. Lilja telur viðræðurnar ganga vel, en að þó séu allir aðilar varkárir. „Það er erfitt að segja til um neitt fyrr en maður sér almennilega til lands. Við höfum það hlutverk að mynda ríkisstjórn í landinu og því er mjög mikilvægt að fólk stigi varlega til jarðar og að það sé mynduð ríkisstjórn sem er að vinna að því að bæta íslenskt samfélag.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00
Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16
Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30