Stóraukinn ólöglegur innflutningur á mat og tóbaki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 20:00 Ólöglegur innflutningur á matvælum og tóbaki í gegnum flugstöðina í Keflavík hefur stóraukist milli ára. Um fjórfalt meira af fuglakjöti hefur verið fargað á þessu ári en á sama tíma í fyrra og tollverðir hafa tekið þrefalt magn af sígarettum. Yfir helmingur matvælanna er frá Asíu að sögn yfirtollvarðar. Þeir sem eiga leið um flugvöllinn í Keflavík mega taka með sér þrjú kíló af matvælum öðrum en hráu kjöti. Ef farþegar gefa sig ekki fram við tollyfirvöld er allur matur umfram það gerður upptækur. Þeir sem eru með meira geta þó gefið sig fram og greitt af matnum viðeigandi gjöld. Á þessu ári hafa tollverðir látið farga rúmlega 2,2 tonnum af matvælum en maturinn er brenndur í Kölku, sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Er þetta gríðarleg aukning milli ára en á sama tíma í fyrra höfðu tollyfirvöld látið farga um 1,3 tonnum af matvælum. Ekki er einugis hægt að skýra þetta með farþegafjölgun þar sem innflutningur matvæla hefur aukist umfram það. Yfirtollvörður segist ekki hafa neinar haldbærar skýringar. „En teljum þó að aukning í farþegaflutningum sé hluti af þessari aukningu og kannski meiri ferðalög til framandi staða því mikið af þessum mat er að koma frá Austur-Asíu," segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður. Mest hefur verið tekið af svínakjöti, eða um 408 kíló, en það er gríðarleg aukning milli ára þar sem einungis 132 kíló höfðu verið tekin á sama tíma í fyrra. Þá er mikil aukning á innflutningi á fuglakjöti, eða fjörföldun milli ára. „Þetta svínakjöt er mikið frá Póllandi. Það er náttúrulega fjöldi íbúa Póllands sem fer oft á milli og nokkur þúsund Pólverjar sem búa á Íslandi og þeir eru kannski að freistast til þess að grípa með sér einhvern mat og þá umfram það sem má vera," segir Kári. Innflutningur á tóbaki, aðallega sígarettum, hefur einnig stóraukist. Tollverðir hafa tekið um þrefalt meira en í fyrra og eru farþegar þá að kaupa ódýrara tóbak erlendis. „Að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á síðasta ári tókum við meðal annars einhver 60 eða 70 karton í einu. Tvær fullar feðatöskur og þetta er bara þónokkuð algengt," segir Kári. „Stærstur hluti af þessu er að koma frá Póllandi og löndunum þar í kring," segir hann. Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Ólöglegur innflutningur á matvælum og tóbaki í gegnum flugstöðina í Keflavík hefur stóraukist milli ára. Um fjórfalt meira af fuglakjöti hefur verið fargað á þessu ári en á sama tíma í fyrra og tollverðir hafa tekið þrefalt magn af sígarettum. Yfir helmingur matvælanna er frá Asíu að sögn yfirtollvarðar. Þeir sem eiga leið um flugvöllinn í Keflavík mega taka með sér þrjú kíló af matvælum öðrum en hráu kjöti. Ef farþegar gefa sig ekki fram við tollyfirvöld er allur matur umfram það gerður upptækur. Þeir sem eru með meira geta þó gefið sig fram og greitt af matnum viðeigandi gjöld. Á þessu ári hafa tollverðir látið farga rúmlega 2,2 tonnum af matvælum en maturinn er brenndur í Kölku, sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Er þetta gríðarleg aukning milli ára en á sama tíma í fyrra höfðu tollyfirvöld látið farga um 1,3 tonnum af matvælum. Ekki er einugis hægt að skýra þetta með farþegafjölgun þar sem innflutningur matvæla hefur aukist umfram það. Yfirtollvörður segist ekki hafa neinar haldbærar skýringar. „En teljum þó að aukning í farþegaflutningum sé hluti af þessari aukningu og kannski meiri ferðalög til framandi staða því mikið af þessum mat er að koma frá Austur-Asíu," segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður. Mest hefur verið tekið af svínakjöti, eða um 408 kíló, en það er gríðarleg aukning milli ára þar sem einungis 132 kíló höfðu verið tekin á sama tíma í fyrra. Þá er mikil aukning á innflutningi á fuglakjöti, eða fjörföldun milli ára. „Þetta svínakjöt er mikið frá Póllandi. Það er náttúrulega fjöldi íbúa Póllands sem fer oft á milli og nokkur þúsund Pólverjar sem búa á Íslandi og þeir eru kannski að freistast til þess að grípa með sér einhvern mat og þá umfram það sem má vera," segir Kári. Innflutningur á tóbaki, aðallega sígarettum, hefur einnig stóraukist. Tollverðir hafa tekið um þrefalt meira en í fyrra og eru farþegar þá að kaupa ódýrara tóbak erlendis. „Að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á síðasta ári tókum við meðal annars einhver 60 eða 70 karton í einu. Tvær fullar feðatöskur og þetta er bara þónokkuð algengt," segir Kári. „Stærstur hluti af þessu er að koma frá Póllandi og löndunum þar í kring," segir hann.
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira