Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 16:58 Katrín ræðir við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum. Vísir/Eyþór Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fór á fund forseta í dag og hlaut umboð til að hefja formlegar viðræður. Hún segir að lögð verði áhersla á stóru málin og nefndi þar heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál meðal annars. „Aukinheldur legg ég sérstaklega áherslu á, annars vegar jafnrétti og hins vegar loftslagsmál, að þau verði í öndvegi,“ sagði Katrín við blaðamenn að loknum fundi sínum með forsetanum. Hún segist enn fremur vilja leggja áherslu á aukna samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi, í ljósi þess að fjögurra flokka stjórn myndi hafa tæpan meirihluta á þingi. „Við munum setjast yfir þetta á morgun, við munum hefja þær formlega á morgun. Við munum leggja okkur fram við að vinna hratt þannig að línur ættu að skýrast á næstu dögum.“Bjartsýnni en fyrir ári Katrín segist vera bjartsýnni á það nú heldur en fyrir ári síðan að samstaða náist um breiða stjórn. Erfitt reyndist að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar fyrir ári og reyndu nokkrir formenn að spreyta sig áður en sátt náðist um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Meðal annars voru gerðar nokkrar tilraunir til að mynda ríkisstjórn fimm flokka en það gekk þó ekki upp á endanum. „Ég bý að reynslunni og við mörg hver búum að reynslunni frá því fyrir ári og ég vil segja að öll þau samtöl sem ég hef átt núna hafa mér þótt vera uppbyggilegri en fyrir ári.“ Hún segi að skuldbinding liggi fyrir af hálfu allra flokkanna fjögurra til að reyna eftir bestu getu að sammælast um stjórnarsáttmála. Þá hafa flokkarnir um skiptingu ráðuneyta en að engin niðurstaða sé komin í það mál. „Það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið,“ segir Katrín. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fór á fund forseta í dag og hlaut umboð til að hefja formlegar viðræður. Hún segir að lögð verði áhersla á stóru málin og nefndi þar heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál meðal annars. „Aukinheldur legg ég sérstaklega áherslu á, annars vegar jafnrétti og hins vegar loftslagsmál, að þau verði í öndvegi,“ sagði Katrín við blaðamenn að loknum fundi sínum með forsetanum. Hún segist enn fremur vilja leggja áherslu á aukna samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi, í ljósi þess að fjögurra flokka stjórn myndi hafa tæpan meirihluta á þingi. „Við munum setjast yfir þetta á morgun, við munum hefja þær formlega á morgun. Við munum leggja okkur fram við að vinna hratt þannig að línur ættu að skýrast á næstu dögum.“Bjartsýnni en fyrir ári Katrín segist vera bjartsýnni á það nú heldur en fyrir ári síðan að samstaða náist um breiða stjórn. Erfitt reyndist að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar fyrir ári og reyndu nokkrir formenn að spreyta sig áður en sátt náðist um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Meðal annars voru gerðar nokkrar tilraunir til að mynda ríkisstjórn fimm flokka en það gekk þó ekki upp á endanum. „Ég bý að reynslunni og við mörg hver búum að reynslunni frá því fyrir ári og ég vil segja að öll þau samtöl sem ég hef átt núna hafa mér þótt vera uppbyggilegri en fyrir ári.“ Hún segi að skuldbinding liggi fyrir af hálfu allra flokkanna fjögurra til að reyna eftir bestu getu að sammælast um stjórnarsáttmála. Þá hafa flokkarnir um skiptingu ráðuneyta en að engin niðurstaða sé komin í það mál. „Það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið,“ segir Katrín.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16