Togstreita innan Framsóknarflokksins sem er í lykilstöðu Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2017 20:56 Sigurður Ingi á Bessastöðum. Vísir/Ernir Örlög mögulegrar vinstri stjórnar munu ráðast á morgun og mun afstaða Framsóknarflokksins ráða þar mestu. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það blasa við að Framsóknarflokkurinn sé tregastur í taumi þegar kemur að viðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. „Framsóknarmenn líta svo á að þeir séu í einhverskonar lykilstöðu,“ segir Eiríkur Bergmann. Flokkarnir sem um ræðir eru Vinstri græn, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Píratar sem skipuðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórForsætisráðherrastóll á miðjunni Eiríkur Bergmann segir að það líti út fyrir að hugur Framsóknarflokksins standi til að mynda ríkisstjórn sem nær yfir hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru þar helstu kostir Framsóknarflokksins, eða jafnvel Samfylkingin. „Þá yrði Framsókn miðjan í þeirri ríkisstjórn og gæti mögulega þannig farið fram á forsætisráðherrastólinn. Vandinn við þetta er að maður sér ekki alveg fyrir sér að Vinstri græn eða Samfylkingin vilji fara í þessa stjórn,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann segir íhaldsstjórn einnig koma til greina hjá Framsóknarflokknum þar sem flokkurinn myndi skipa ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. „Ætli þetta sé ekki það sem helst stendur í vegi fyrir vinstri stjórn, að Framsóknarflokknum hugnist aðrir kostir betur,“ segir Eiríkur.Lilja Alfreðsdóttir á kosningavöku Framsóknarflokksins.VísirSigurður Ingi og Lilja ekki alveg sammála Hann segir að nú leiki flokkarnir póker og refskák á sama tíma. „Og menn vilja ekki sýna of mikið á spilin sín svona snemma.“ Eiríkur segir að vinstri flokkarnir geti einnig farið fram hjá Framsóknarflokknum og leitað til Viðreisnar og Flokks fólksins. „Ég held líka að það sé togstreita innan Framsóknarflokksins þar sem menn eru ekki nákvæmlega samstíga í hvaða átt þeir vilja halla sér, til hægri eða vinstri. Formaðurinn og varaformaðurinn hafa ekki alveg verið sammála í hvora áttina á að fara,“ segir Eiríkur Bergmann og á þar við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og varaformanninn Lilju Dögg Alfreðsdóttur.Reynir að sætta Sigurð og Sigmund Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að staða Framsóknarflokksins gagnvart Miðflokknum virðist trufla stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fjögurra. Lilja Alfreðsdóttir var þar sögð vinna að því að flokkarnir vinni saman í næstu ríkisstjórn með því að reyna að sætta þá Sigurð Inga og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Það gæti orðið lykillinn að samstarfi flokkanna við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sögðu bæði í fréttum Stöðvar 2 að það muni liggja fyrir á morgun hvort eitthvað verði úr stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir seinnipartinn á morgun hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. 1. nóvember 2017 19:30 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Örlög mögulegrar vinstri stjórnar munu ráðast á morgun og mun afstaða Framsóknarflokksins ráða þar mestu. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það blasa við að Framsóknarflokkurinn sé tregastur í taumi þegar kemur að viðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. „Framsóknarmenn líta svo á að þeir séu í einhverskonar lykilstöðu,“ segir Eiríkur Bergmann. Flokkarnir sem um ræðir eru Vinstri græn, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Píratar sem skipuðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórForsætisráðherrastóll á miðjunni Eiríkur Bergmann segir að það líti út fyrir að hugur Framsóknarflokksins standi til að mynda ríkisstjórn sem nær yfir hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru þar helstu kostir Framsóknarflokksins, eða jafnvel Samfylkingin. „Þá yrði Framsókn miðjan í þeirri ríkisstjórn og gæti mögulega þannig farið fram á forsætisráðherrastólinn. Vandinn við þetta er að maður sér ekki alveg fyrir sér að Vinstri græn eða Samfylkingin vilji fara í þessa stjórn,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann segir íhaldsstjórn einnig koma til greina hjá Framsóknarflokknum þar sem flokkurinn myndi skipa ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. „Ætli þetta sé ekki það sem helst stendur í vegi fyrir vinstri stjórn, að Framsóknarflokknum hugnist aðrir kostir betur,“ segir Eiríkur.Lilja Alfreðsdóttir á kosningavöku Framsóknarflokksins.VísirSigurður Ingi og Lilja ekki alveg sammála Hann segir að nú leiki flokkarnir póker og refskák á sama tíma. „Og menn vilja ekki sýna of mikið á spilin sín svona snemma.“ Eiríkur segir að vinstri flokkarnir geti einnig farið fram hjá Framsóknarflokknum og leitað til Viðreisnar og Flokks fólksins. „Ég held líka að það sé togstreita innan Framsóknarflokksins þar sem menn eru ekki nákvæmlega samstíga í hvaða átt þeir vilja halla sér, til hægri eða vinstri. Formaðurinn og varaformaðurinn hafa ekki alveg verið sammála í hvora áttina á að fara,“ segir Eiríkur Bergmann og á þar við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og varaformanninn Lilju Dögg Alfreðsdóttur.Reynir að sætta Sigurð og Sigmund Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að staða Framsóknarflokksins gagnvart Miðflokknum virðist trufla stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fjögurra. Lilja Alfreðsdóttir var þar sögð vinna að því að flokkarnir vinni saman í næstu ríkisstjórn með því að reyna að sætta þá Sigurð Inga og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Það gæti orðið lykillinn að samstarfi flokkanna við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sögðu bæði í fréttum Stöðvar 2 að það muni liggja fyrir á morgun hvort eitthvað verði úr stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir seinnipartinn á morgun hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. 1. nóvember 2017 19:30 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir seinnipartinn á morgun hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. 1. nóvember 2017 19:30
„Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45