Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey er sakaður um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við unglinga á árum áður. Vísir/AFP Annar karlmaður hefur stigið fram og sakað leikarann Kevin Spacey um að reyna að tæla sig þegar hann var unglingur. Segist maðurinn meðal annars að Spacey hafi legið ofan á sér þegar hann vaknaði í íbúð leikarans. Atvikið sem viðmælandi breska ríkisútvarpsins BBC lýsir átti sér stað á 9. áratugnum þegar maðurinn var sextán ára gamall. Maðurinn komst í kynni við Spacey í sumarleikhúsi árið 1984. Þá var Spacey 25 ára gamall Broadway-leikari. Þeir hafi í kjölfarið skipst á bréfum og Spacey hafi boðið drengnum að eyða helgi heima hjá sér í New York. Þar hafi leikarinn sýnt drengnum borgina, boðið honum út að borða og kynnt hann fyrir frægum vinum sínum. Lýsir maðurinn Spacey sem „heillandi og bróðurlegum“. Fyrsta kvöldið hafi Spacey hins vegar byrjað að sýna drengnum ástúð á „hátt sem hann hafði engan áhuga á“. Lýsir maðurinn því hvernig Spacey lagði hendur sínar á læri hans, lagt hendur á axlir hans og nuddað handlegg hans. Steig fram eftir sögu sambærilegar ásakanir leikaraÞegar kom að háttatíma hafi Spacey beðið drenginn um að deila með sér rúmi. Það vildi drengurinn hins vegar ekki og svaf þess í stað á sófanum. Um morguninn segist hann hafa vaknað með Spacey ofan á sér á nærfötunum einum saman. Anthony Rapp segir að Spacey hafi borið sig upp í rúm og lagst ofan á hann eftir teiti þegar hann var fjórtán ára gamall.Vísir/AFP „Mér leið í besta falli óþægilega, í versta falli varð ég fyrir áfalli,“ segir maðurinn sem kemur ekki fram undir nafni. Seinni daginn hafi Spacey haldið þrýstingnum áfram en hafi bakkað þegar drengurinn fór að gráta. „Það virðist sem að hann hafi verið að tæla mig,“ segir maðurinn við BBC og telur Spacey hafa verið annað hvort mjög heimskan, kynferðislegt rándýr eða svolítið af báðu. Ásakanirnar koma í kjölfar þess að bandaríski leikarinn Anthony Rapp sakaði Spacey um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Spacey hafi meðal annars lagst ofan á hann. Maðurnin sem nú hefur stigið fram segir að saga Rapp hafi orðið sér hvatning til að stíga fram nú. Spacey hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að koma opinberlega út úr skápnum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar ásakana Rapp. Þar bar hann því við að hann myndi ekkert eftir atvikinu sem Rapp lýsti en það hefði þá átt sér stað undir áhrifum áfengis. Netflix tilkynnti í gær að framleiðsla á þáttaröðinni Spilaborginni (e. House of Cards) með Spacey í aðalhlutverki yrði hætt. Netflix Mál Kevin Spacey Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Annar karlmaður hefur stigið fram og sakað leikarann Kevin Spacey um að reyna að tæla sig þegar hann var unglingur. Segist maðurinn meðal annars að Spacey hafi legið ofan á sér þegar hann vaknaði í íbúð leikarans. Atvikið sem viðmælandi breska ríkisútvarpsins BBC lýsir átti sér stað á 9. áratugnum þegar maðurinn var sextán ára gamall. Maðurinn komst í kynni við Spacey í sumarleikhúsi árið 1984. Þá var Spacey 25 ára gamall Broadway-leikari. Þeir hafi í kjölfarið skipst á bréfum og Spacey hafi boðið drengnum að eyða helgi heima hjá sér í New York. Þar hafi leikarinn sýnt drengnum borgina, boðið honum út að borða og kynnt hann fyrir frægum vinum sínum. Lýsir maðurinn Spacey sem „heillandi og bróðurlegum“. Fyrsta kvöldið hafi Spacey hins vegar byrjað að sýna drengnum ástúð á „hátt sem hann hafði engan áhuga á“. Lýsir maðurinn því hvernig Spacey lagði hendur sínar á læri hans, lagt hendur á axlir hans og nuddað handlegg hans. Steig fram eftir sögu sambærilegar ásakanir leikaraÞegar kom að háttatíma hafi Spacey beðið drenginn um að deila með sér rúmi. Það vildi drengurinn hins vegar ekki og svaf þess í stað á sófanum. Um morguninn segist hann hafa vaknað með Spacey ofan á sér á nærfötunum einum saman. Anthony Rapp segir að Spacey hafi borið sig upp í rúm og lagst ofan á hann eftir teiti þegar hann var fjórtán ára gamall.Vísir/AFP „Mér leið í besta falli óþægilega, í versta falli varð ég fyrir áfalli,“ segir maðurinn sem kemur ekki fram undir nafni. Seinni daginn hafi Spacey haldið þrýstingnum áfram en hafi bakkað þegar drengurinn fór að gráta. „Það virðist sem að hann hafi verið að tæla mig,“ segir maðurinn við BBC og telur Spacey hafa verið annað hvort mjög heimskan, kynferðislegt rándýr eða svolítið af báðu. Ásakanirnar koma í kjölfar þess að bandaríski leikarinn Anthony Rapp sakaði Spacey um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Spacey hafi meðal annars lagst ofan á hann. Maðurnin sem nú hefur stigið fram segir að saga Rapp hafi orðið sér hvatning til að stíga fram nú. Spacey hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að koma opinberlega út úr skápnum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar ásakana Rapp. Þar bar hann því við að hann myndi ekkert eftir atvikinu sem Rapp lýsti en það hefði þá átt sér stað undir áhrifum áfengis. Netflix tilkynnti í gær að framleiðsla á þáttaröðinni Spilaborginni (e. House of Cards) með Spacey í aðalhlutverki yrði hætt.
Netflix Mál Kevin Spacey Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02