Erlent

Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vettvangnum var í gærkvöldi lýst sem blóðbaði.
Vettvangnum var í gærkvöldi lýst sem blóðbaði. Vísir/getty
Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk.

Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist.

Sjá einnig: Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum

Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeki, sem kom til Bandaríkjanna árið 2010. Þá var hann handtekinn í Missouri-ríki í fyrra fyrir umferðarlagabrot. Hann er nú á sjúkrahúsi.

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fannst bréf í bíl Saipov með vísunum í hið svokallaða Íslamska ríki. Heimildarmenn New York Times segja hann hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum.

Sayfullo Saipov er sagður bera ábyrgð á árásinni. Þessi mynd er tekin af honum í fyrra.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var fljótur að fordæma árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar sagði hann meðal annars:

  • „Svo virðist sem enn önnur árás hafi verið framin af sjúkum og brjáluðum einstaklingi í New York. Löggæsluyfirvöld fylgjast náið með þessu. EKKI Í BNA!“
  • „Við megum ekki leyfa ISIS að snúa til baka, eða koma inn, í landið okkar eftir að hafa sigrað þau í Austurlöndum nær og annars staðar. Nóg!“
  • „Hugsanir mínar, samúð og bænir eru með fórnarlömbum árásarinn í New York og fjölskyldum þeirra. Guð og þjóðin eru með ykkur.“
Þá tilkynnti Trump að hann hafi skipað heimavarnarráðuneytinu að herða bakgrunnsrannsóknir á innflytjendum sem setjast vilja að í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum

Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×