Værum að leiða til valda mjög laskaðan flokk og laskaðan formann Þórdís Valsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 14:38 „Þó að Katrín Jakobsdóttir treysti Bjarna Benediktssyni þá er ekkert þar með sagt að við hin treystum honum enda hefur kannski ekkert komið í ljós til þess að efla það traust,“ sagði Rósa Björg Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Rósa segir að það hafi verið mikið ákall í íslensku samfélagi frá hruni og einnig frá því kosið var árið 2016 um ný vinnubrögð, ný viðhorf og nýja pólitík. „Ég leyfi mér að efast um það að leiða flokk í fimm til sex ráðuneyti sem ekki hefur sýnt neina iðrun eða yfirbót í málum þegar kemur að samkrulli stjórnmála og viðskipta eða þá í málum er snúast um femínisma, eins og uppreist æru.“ Hún segist einnig efast um það að það sé nægilegt traust á milli flokkanna sem standa í stjórnarmyndnarviðræðum. „Ríkisstjórnarsamband snýst um traust á milli flokka, það snýst ekki bara um traust á milli persóna.“Ekki mikill fögnuður yfir hugsanlegri ríkisstjórn Aðspurð að því hvort það verði mikill fögnuður hjá henni ef þessi stjórn verður til þá segir Rósa að svo sé ekki. “Það hefur komið opinberlega fram hver mín afstaða er. Ég hef lýst yfir andstöðu minni yfir því að við séum að fara í viðræður við þessa flokka,” segir Rósa Björg og bætir við að afstaða hennar byggi ekki eingöngu á málefnasamningi, heldur líka á spurningu um traust og siðferði sem sé meira ráðandi en annað að hennar mati. Hún segir að ekki sé víst að hún muni styðja hina hugsanlegu ríkisstjórn, jafnvel þó stjórnarsáttmálinn yrði góður. „Við skulum bíða og sjá. Það eru mörg mál sem við vitum öll af sem hafa umleikið Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár, eftir hrun, sem eru þess valdandi að það er ekki eins og traust á þeim flokki hafi eflst og við getum alveg nefnt þau mál sem kosið var útaf fyrir ári síðan, það eru Panamaskjölin og svo náttúrulega líka þau mál sem urðu þess valdandi að sett var lögbann á Stundina, þ.e.a.s. viðskipti formannsinns varðandi Glitni. Síðan kannski líka mál eins og skipun dómara í Landsrétt og síðast en ekki síst uppreist æru máli sem hlýtur að sitja í ansi mörgum.“ Rósa segist ekkert vita um það hvort flokksráðið muni samþykkja stjórnarsáttmálann en segir að vissulega hafi verið úrsagnir úr flokknum og að óánægja hafi ríkt með viðræðurnar. „Á þessum tíma frá því viðræðurnar fóru af stað hefur fylgi Vinstri grænna minnkað um 4 prósent og 40 prósent þeirra sem taka afstöðu sem segjast hafa kosið Vinstri græna ætla ekki að gera það aftur. Það eru auðvitað heilmikil tíðindi þegar þessi ríkisstjórn er ekki komin, þegar við erum ennþá bara í viðræðum,“ segir Rósa Björg. „Ef af þessu verður erum við að leiða til valda mjög laskaðan flokk og mjög laskaðan formann,“ segir Rósa Björg.Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
„Þó að Katrín Jakobsdóttir treysti Bjarna Benediktssyni þá er ekkert þar með sagt að við hin treystum honum enda hefur kannski ekkert komið í ljós til þess að efla það traust,“ sagði Rósa Björg Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Rósa segir að það hafi verið mikið ákall í íslensku samfélagi frá hruni og einnig frá því kosið var árið 2016 um ný vinnubrögð, ný viðhorf og nýja pólitík. „Ég leyfi mér að efast um það að leiða flokk í fimm til sex ráðuneyti sem ekki hefur sýnt neina iðrun eða yfirbót í málum þegar kemur að samkrulli stjórnmála og viðskipta eða þá í málum er snúast um femínisma, eins og uppreist æru.“ Hún segist einnig efast um það að það sé nægilegt traust á milli flokkanna sem standa í stjórnarmyndnarviðræðum. „Ríkisstjórnarsamband snýst um traust á milli flokka, það snýst ekki bara um traust á milli persóna.“Ekki mikill fögnuður yfir hugsanlegri ríkisstjórn Aðspurð að því hvort það verði mikill fögnuður hjá henni ef þessi stjórn verður til þá segir Rósa að svo sé ekki. “Það hefur komið opinberlega fram hver mín afstaða er. Ég hef lýst yfir andstöðu minni yfir því að við séum að fara í viðræður við þessa flokka,” segir Rósa Björg og bætir við að afstaða hennar byggi ekki eingöngu á málefnasamningi, heldur líka á spurningu um traust og siðferði sem sé meira ráðandi en annað að hennar mati. Hún segir að ekki sé víst að hún muni styðja hina hugsanlegu ríkisstjórn, jafnvel þó stjórnarsáttmálinn yrði góður. „Við skulum bíða og sjá. Það eru mörg mál sem við vitum öll af sem hafa umleikið Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár, eftir hrun, sem eru þess valdandi að það er ekki eins og traust á þeim flokki hafi eflst og við getum alveg nefnt þau mál sem kosið var útaf fyrir ári síðan, það eru Panamaskjölin og svo náttúrulega líka þau mál sem urðu þess valdandi að sett var lögbann á Stundina, þ.e.a.s. viðskipti formannsinns varðandi Glitni. Síðan kannski líka mál eins og skipun dómara í Landsrétt og síðast en ekki síst uppreist æru máli sem hlýtur að sitja í ansi mörgum.“ Rósa segist ekkert vita um það hvort flokksráðið muni samþykkja stjórnarsáttmálann en segir að vissulega hafi verið úrsagnir úr flokknum og að óánægja hafi ríkt með viðræðurnar. „Á þessum tíma frá því viðræðurnar fóru af stað hefur fylgi Vinstri grænna minnkað um 4 prósent og 40 prósent þeirra sem taka afstöðu sem segjast hafa kosið Vinstri græna ætla ekki að gera það aftur. Það eru auðvitað heilmikil tíðindi þegar þessi ríkisstjórn er ekki komin, þegar við erum ennþá bara í viðræðum,“ segir Rósa Björg. „Ef af þessu verður erum við að leiða til valda mjög laskaðan flokk og mjög laskaðan formann,“ segir Rósa Björg.Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira