Norski olíusjóðurinn hyggst selja hlutabréf sín í olíu- og gasfyrirtækjum Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. nóvember 2017 15:39 Tillagan þarfnast samþykkis fjármálaráðuneytisins og norska þingsins. Vísir/AP Stjórnendur norska olíusjóðsins hafa lagt það til að sjóðurinn selji hlutabréf sín í fyrirtækjum í olíu og gasiðnaði. Eignir sjóðsins eru metnar á rúmlega eina billjón (þúsund milljarðar) dollara og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Þetta kemur fram í bréfi sem Seðlabanki Noregs, sem stýrir eignum olíusjóðsins, hefur sent til norska fjármálaráðuneytisins. Tillagan þarfnast samþykki ráðuneytisins og norska Stórþingsins. Í kringum sex prósent af heildareignum norska olíusjóðsins eru bundin í hlutabréfum í olíu- og gasfyrirtækjum, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Í bréfi norska seðlabankans segir að með þessu móti, en Noregur er einn af stærstu olíuframleiðendum heims, yrði dregið úr áhættu norska hagkerfisins gagnvart verðþróun í olíu- og gasiðnaði. Norski olíusjóðurinn er meðal annars hluthafi í alþjóðlegum orkufyrirtækjum á borð við BP, Royal Dutch og ExxonMobil. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum stækkað ört og í dag nema heildareignir hans nærri tvö hundruð prósent af landsframleiðslu Noregs. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórnendur norska olíusjóðsins hafa lagt það til að sjóðurinn selji hlutabréf sín í fyrirtækjum í olíu og gasiðnaði. Eignir sjóðsins eru metnar á rúmlega eina billjón (þúsund milljarðar) dollara og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Þetta kemur fram í bréfi sem Seðlabanki Noregs, sem stýrir eignum olíusjóðsins, hefur sent til norska fjármálaráðuneytisins. Tillagan þarfnast samþykki ráðuneytisins og norska Stórþingsins. Í kringum sex prósent af heildareignum norska olíusjóðsins eru bundin í hlutabréfum í olíu- og gasfyrirtækjum, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Í bréfi norska seðlabankans segir að með þessu móti, en Noregur er einn af stærstu olíuframleiðendum heims, yrði dregið úr áhættu norska hagkerfisins gagnvart verðþróun í olíu- og gasiðnaði. Norski olíusjóðurinn er meðal annars hluthafi í alþjóðlegum orkufyrirtækjum á borð við BP, Royal Dutch og ExxonMobil. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum stækkað ört og í dag nema heildareignir hans nærri tvö hundruð prósent af landsframleiðslu Noregs.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira