Í fótspor annarra Þór Rögnvaldsson skrifar 16. nóvember 2017 07:00 Það hefur löngum verið mér undrunarefni hvað sumir eiga erfitt með að setja sig í fótspor annarra – jafnvel mestu gáfumenn. Ég ætla að nefna dæmi um þetta. Þann 17. ágúst s.l. birtist grein eftir Þorvald Gylfason í Fréttablaðinu sem bar titilinn: ,,Rússahatur? Nei, öðru nær.“ Hér fjallar Þorvaldur m.a. um viðtöl sem Oliver Stone átti við Pútín Rússlandsforseta og í því samhengi verður honum tíðrætt um þau orð Pútíns að eftir fall Sovétríkjanna hefði sjöundi hver Rússi skyndilega átt heima utan Rússlands. Nú hlýtur sú spurning að vakna, hvort Þorvaldur Gylfason sé reiðubúinn til þess að skilja þetta vandamál frá sjónarmiði Rússa – sé reiðubúinn til þess að setja sig í fótspor þeirra. Dæmi hver fyrir sig – því að orð prófessorsins í þessu samhengi eru eftirfarandi: ,,En hvað með það? Er það vandamál? Er það vandamál í augum Þjóðverja að sjöundi hver þýzkumælandi maður býr í Austurríki og Sviss?“ Mann setur hljóðan við að lesa þetta. Að viti Þorvalds Gylfasonar og skoðanabræðra hans eru Rússar slíkt annars flokks fólk að það tekur því ekki einu sinni að svara umkvörtunum þeirra af neinni alvöru. Enda eru röksemdir prófessorsins ekkert annað en þvaður og kjaftæði – af verstu tegund. Austurríkismenn og Svisslendingar eru ekki Þjóðverjar, hafa aldrei verið Þjóðverjar[1] og munu aldrei verða Þjóðverjar. Hins vegar eru íbúar Austur-Úkraínu og Krímskaga Rússar, hafa alla tíð verið Rússar og munu alla tíð vera Rússar. Alvarlegasta ógnin við heimsfriðinn er þetta Rússahatur Vesturveldanna (BNA og ESB). Vegna þess að ef ,,Við“ – þ.e. Vesturlandabúar – getum aldrei sett okkur í fótspor annarra þá skiljum við ekki 1) að ef íbúar Vestur-Úkraínu eiga rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir og ganga í ESB – þá eiga íbúar Austur-Úkraínu líka rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir og ganga ekki í ESB heldur sameinast Rússlandi, 2) að aðfarir Rússa á Krímskaga voru ekki landvinningastríð, heldur nauðsynleg ráðstöfun til þess að tryggja Rússum yfirráðin yfir Svartahafsflota sínum. Þetta vita ekki þeir sem vilja ekki vita. Og svo er það mál málanna: Hvað mundi gerast ef ,,Við“ settum okkur í spor Norður-Kóreumanna? Jú – ,,Við“ mundum þá gera okkur grein fyrir því að ráðamenn í Norður-Kóreu eru fyrst og síðast lafhræddir – eðlilega og ekki að ástæðulausu. Þeir hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að reyna að koma í veg fyrir að mesta herveldi allra tíma geri innrás í land þeirra. Þar af leiðir að það er í rauninni minnsta mál að lægja öldurnar á Kóreuskaga. Það eina sem til þarf er að bjóða Norður-Kóreumönnum frið; þ.e. að breyta vopnahléinu í friðarsamning – og, jú, svo líka hitt, að Bandaríkin og Suður-Kórea hætti vopnaskaki sínu við landmæri Norður-Kóreu. Þessu er hægt að koma í kring á einni viku. Vandamálið er að Bandaríkjamenn vilja ekki frið. En hvers vegna ekki? Hvers vegna vilja Bandaríkjamenn ekki frið á Kóreuskaganum? Jú – ástæðan er sú að þeir vilja ekki setjast að sáttaborði með „ómennunum“ í Norður-Kóreu. Mesta ógnin við friðinn stafar alltaf af því viðhorfi sem telur sig eiga einkarétt á mennskunni. Alvarlegasta ógnin við heimsfriðinn er þetta Rússahatur Vesturveldanna (BNA og ESB). [1] Ég undanskil árin 1938-45 sem Austurríkismenn vilja helst gleyma. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þór Rögnvaldsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Það hefur löngum verið mér undrunarefni hvað sumir eiga erfitt með að setja sig í fótspor annarra – jafnvel mestu gáfumenn. Ég ætla að nefna dæmi um þetta. Þann 17. ágúst s.l. birtist grein eftir Þorvald Gylfason í Fréttablaðinu sem bar titilinn: ,,Rússahatur? Nei, öðru nær.“ Hér fjallar Þorvaldur m.a. um viðtöl sem Oliver Stone átti við Pútín Rússlandsforseta og í því samhengi verður honum tíðrætt um þau orð Pútíns að eftir fall Sovétríkjanna hefði sjöundi hver Rússi skyndilega átt heima utan Rússlands. Nú hlýtur sú spurning að vakna, hvort Þorvaldur Gylfason sé reiðubúinn til þess að skilja þetta vandamál frá sjónarmiði Rússa – sé reiðubúinn til þess að setja sig í fótspor þeirra. Dæmi hver fyrir sig – því að orð prófessorsins í þessu samhengi eru eftirfarandi: ,,En hvað með það? Er það vandamál? Er það vandamál í augum Þjóðverja að sjöundi hver þýzkumælandi maður býr í Austurríki og Sviss?“ Mann setur hljóðan við að lesa þetta. Að viti Þorvalds Gylfasonar og skoðanabræðra hans eru Rússar slíkt annars flokks fólk að það tekur því ekki einu sinni að svara umkvörtunum þeirra af neinni alvöru. Enda eru röksemdir prófessorsins ekkert annað en þvaður og kjaftæði – af verstu tegund. Austurríkismenn og Svisslendingar eru ekki Þjóðverjar, hafa aldrei verið Þjóðverjar[1] og munu aldrei verða Þjóðverjar. Hins vegar eru íbúar Austur-Úkraínu og Krímskaga Rússar, hafa alla tíð verið Rússar og munu alla tíð vera Rússar. Alvarlegasta ógnin við heimsfriðinn er þetta Rússahatur Vesturveldanna (BNA og ESB). Vegna þess að ef ,,Við“ – þ.e. Vesturlandabúar – getum aldrei sett okkur í fótspor annarra þá skiljum við ekki 1) að ef íbúar Vestur-Úkraínu eiga rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir og ganga í ESB – þá eiga íbúar Austur-Úkraínu líka rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir og ganga ekki í ESB heldur sameinast Rússlandi, 2) að aðfarir Rússa á Krímskaga voru ekki landvinningastríð, heldur nauðsynleg ráðstöfun til þess að tryggja Rússum yfirráðin yfir Svartahafsflota sínum. Þetta vita ekki þeir sem vilja ekki vita. Og svo er það mál málanna: Hvað mundi gerast ef ,,Við“ settum okkur í spor Norður-Kóreumanna? Jú – ,,Við“ mundum þá gera okkur grein fyrir því að ráðamenn í Norður-Kóreu eru fyrst og síðast lafhræddir – eðlilega og ekki að ástæðulausu. Þeir hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að reyna að koma í veg fyrir að mesta herveldi allra tíma geri innrás í land þeirra. Þar af leiðir að það er í rauninni minnsta mál að lægja öldurnar á Kóreuskaga. Það eina sem til þarf er að bjóða Norður-Kóreumönnum frið; þ.e. að breyta vopnahléinu í friðarsamning – og, jú, svo líka hitt, að Bandaríkin og Suður-Kórea hætti vopnaskaki sínu við landmæri Norður-Kóreu. Þessu er hægt að koma í kring á einni viku. Vandamálið er að Bandaríkjamenn vilja ekki frið. En hvers vegna ekki? Hvers vegna vilja Bandaríkjamenn ekki frið á Kóreuskaganum? Jú – ástæðan er sú að þeir vilja ekki setjast að sáttaborði með „ómennunum“ í Norður-Kóreu. Mesta ógnin við friðinn stafar alltaf af því viðhorfi sem telur sig eiga einkarétt á mennskunni. Alvarlegasta ógnin við heimsfriðinn er þetta Rússahatur Vesturveldanna (BNA og ESB). [1] Ég undanskil árin 1938-45 sem Austurríkismenn vilja helst gleyma. Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun