Telur líklegt að WOW air horfi til Indlands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2017 13:00 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Vilhelm Líklegt er að WOW air stefni á að hefja áætlunarflug til Indlands árið 2019 að mati flugblaðamanns bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Fyrir liggur að íslenska flugfélagið stefnir á að hefja beint flug til Asíu á næsta ári. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur þó lítið sem ekkert vilja segja hvaða áfangastaðir verði fyrir valinu þegar kemur að Asíu. Í viðtali við Forbes segir hann að flugfélagið sé með „talsvert úrval áfangastaða“ til skoðunar og „sumir áfangastaðir henti betur en aðrir“.Í umfjöllun Forbes segir að ekki sé erfitt að ímynda sér hvaða áfangastað WoW air hafi helst í huga þegar kemur að Asíuflugi. Bandaríkin og Indland eru meðal stærstu flugmarkaða heims og því komi það ekki á óvart vilji WOW air tengja þessa markaði saman. Milljónir Indverja búi í Bandaríkjunum auk þess sem að töluverður ferðamannastraumur er á milli þessara landa. Þá séu fáir valkostir í boði þegar kemur að flugi á milli Indlands og Bandaríkjanna en nokkur flugfélög fljúga beint frá austurströnd Bandaríkjanna til Indlands. Í frétt Forbes segir að þó að eflaust henti það ekki öllum að stoppa á Íslandi á leið sinni til eða frá Indlandi en ljóst sé að flugfargjöld WOW air muni freista margra. Þá geti WOW air boðið upp á flug til Indlands frá alls ellefu stöðum í Bandaríkjunum, allt í gegnum Ísland. Til samanburðar býður Air India upp á bein flug frá aðeins þremur borgum á austurströnd Bandaríkjanna. Þá segir Skúli að flugfélagið sé einnig að skoða hvernig Finnair hafi tekist að gera flugvöllinn í Helsinki að tengimiðstöð fyrir flug til Japan, Suður-Kóreu og Kína, með það fyrir augum að gera það sama á Keflavíkurflugvelli.Skúli hefur áður minnst á mikilvægi þess að gera Keflavíkurflugvöll að stórum alþjóðlegum tengiflugvelli sem geti tryggt stöðugleikann í ferðamannastraumnum til og frá Íslandi og komið í veg fyrir skyndilegt hrun sökum þess að einn markaður bregðist. Þá er hann vongóður um að takist WOW air að tengja saman Evrópu, Norður-Ameríu og Asíu séu bjartir tímar framundan hjá félaginu. „Það verður mjög erfitt að herma eftir okkur takist okkur að tengja saman þessar þrjár heimsálfur. Það er frábært sóknarfæri sem við munum sækja að af krafti á næsta ári“ Tengdar fréttir Íhuga skráningu WOW á markað innan tveggja ára WOW Air kannar nú möguleikana á því að skrá flugfélagið á hlutabréfamarkað árið 2019 að sögn Skúla Mogensen. 7. nóvember 2017 07:17 WOW air flýgur til Asíu á næsta ári til að mæta aukinni samkeppni yfir hafið Skúli Mogensen sér fram á gríðarlega aukningu í ferðamannastraumi frá Asíu til Íslands þegar WOW air hefur beint flug þangað á næsta ári. Alþjóðlegur tengiflugvöllur nauðsynlegur til að koma í veg fyrir hrun ef einn markaður bregst. 7. júní 2017 07:00 Áform WOW air valda titringi á hlutabréfamarkaði Hlutabréf í bandarísku flugfélögunum Delta, American Airlines og United Airlines féll í verði eftir að WOW air tilkynnti á miðvikudag að félagið hefði bætt við fjórum nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2017 07:00 „Ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja“ Tvö flugfélög, það er íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, eru með langmestu markaðshlutdeildina þegar kemur að millilandaflugi hér á landi. 26. september 2017 11:02 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Líklegt er að WOW air stefni á að hefja áætlunarflug til Indlands árið 2019 að mati flugblaðamanns bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Fyrir liggur að íslenska flugfélagið stefnir á að hefja beint flug til Asíu á næsta ári. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur þó lítið sem ekkert vilja segja hvaða áfangastaðir verði fyrir valinu þegar kemur að Asíu. Í viðtali við Forbes segir hann að flugfélagið sé með „talsvert úrval áfangastaða“ til skoðunar og „sumir áfangastaðir henti betur en aðrir“.Í umfjöllun Forbes segir að ekki sé erfitt að ímynda sér hvaða áfangastað WoW air hafi helst í huga þegar kemur að Asíuflugi. Bandaríkin og Indland eru meðal stærstu flugmarkaða heims og því komi það ekki á óvart vilji WOW air tengja þessa markaði saman. Milljónir Indverja búi í Bandaríkjunum auk þess sem að töluverður ferðamannastraumur er á milli þessara landa. Þá séu fáir valkostir í boði þegar kemur að flugi á milli Indlands og Bandaríkjanna en nokkur flugfélög fljúga beint frá austurströnd Bandaríkjanna til Indlands. Í frétt Forbes segir að þó að eflaust henti það ekki öllum að stoppa á Íslandi á leið sinni til eða frá Indlandi en ljóst sé að flugfargjöld WOW air muni freista margra. Þá geti WOW air boðið upp á flug til Indlands frá alls ellefu stöðum í Bandaríkjunum, allt í gegnum Ísland. Til samanburðar býður Air India upp á bein flug frá aðeins þremur borgum á austurströnd Bandaríkjanna. Þá segir Skúli að flugfélagið sé einnig að skoða hvernig Finnair hafi tekist að gera flugvöllinn í Helsinki að tengimiðstöð fyrir flug til Japan, Suður-Kóreu og Kína, með það fyrir augum að gera það sama á Keflavíkurflugvelli.Skúli hefur áður minnst á mikilvægi þess að gera Keflavíkurflugvöll að stórum alþjóðlegum tengiflugvelli sem geti tryggt stöðugleikann í ferðamannastraumnum til og frá Íslandi og komið í veg fyrir skyndilegt hrun sökum þess að einn markaður bregðist. Þá er hann vongóður um að takist WOW air að tengja saman Evrópu, Norður-Ameríu og Asíu séu bjartir tímar framundan hjá félaginu. „Það verður mjög erfitt að herma eftir okkur takist okkur að tengja saman þessar þrjár heimsálfur. Það er frábært sóknarfæri sem við munum sækja að af krafti á næsta ári“
Tengdar fréttir Íhuga skráningu WOW á markað innan tveggja ára WOW Air kannar nú möguleikana á því að skrá flugfélagið á hlutabréfamarkað árið 2019 að sögn Skúla Mogensen. 7. nóvember 2017 07:17 WOW air flýgur til Asíu á næsta ári til að mæta aukinni samkeppni yfir hafið Skúli Mogensen sér fram á gríðarlega aukningu í ferðamannastraumi frá Asíu til Íslands þegar WOW air hefur beint flug þangað á næsta ári. Alþjóðlegur tengiflugvöllur nauðsynlegur til að koma í veg fyrir hrun ef einn markaður bregst. 7. júní 2017 07:00 Áform WOW air valda titringi á hlutabréfamarkaði Hlutabréf í bandarísku flugfélögunum Delta, American Airlines og United Airlines féll í verði eftir að WOW air tilkynnti á miðvikudag að félagið hefði bætt við fjórum nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2017 07:00 „Ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja“ Tvö flugfélög, það er íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, eru með langmestu markaðshlutdeildina þegar kemur að millilandaflugi hér á landi. 26. september 2017 11:02 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Íhuga skráningu WOW á markað innan tveggja ára WOW Air kannar nú möguleikana á því að skrá flugfélagið á hlutabréfamarkað árið 2019 að sögn Skúla Mogensen. 7. nóvember 2017 07:17
WOW air flýgur til Asíu á næsta ári til að mæta aukinni samkeppni yfir hafið Skúli Mogensen sér fram á gríðarlega aukningu í ferðamannastraumi frá Asíu til Íslands þegar WOW air hefur beint flug þangað á næsta ári. Alþjóðlegur tengiflugvöllur nauðsynlegur til að koma í veg fyrir hrun ef einn markaður bregst. 7. júní 2017 07:00
Áform WOW air valda titringi á hlutabréfamarkaði Hlutabréf í bandarísku flugfélögunum Delta, American Airlines og United Airlines féll í verði eftir að WOW air tilkynnti á miðvikudag að félagið hefði bætt við fjórum nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2017 07:00
„Ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja“ Tvö flugfélög, það er íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, eru með langmestu markaðshlutdeildina þegar kemur að millilandaflugi hér á landi. 26. september 2017 11:02