Brynjar um stjórnarslitin: „Sennilega stærstu pólitísku mistök lýðveldisins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 12:45 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Valhöll daginn eftir að stjórnin sprakk í september síðastliðnum. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að reynt fólk í pólitík hefði ekki gert það sem Björt framtíð gerði í haust, það er að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég held að þau hljóti að þau hljóti að átta sig á því í dag allavega. Þetta eru sennilega stærstu pólitísku mistök lýðveldisins,“ sagði Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og annað í pólitíkinni ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata. Helgi Hrafn tók ekki undir það að Björt framtíð hefði verið reynslulítill flokkur á þingi þegar þau settust í ríkisstjórn enda hefði flokkurinn átt þingmenn áður. Aðspurður hvernig honum litist á Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem forsætisráðherra sagðist Brynjar hafa unnið með Katrínu og að hann viti hvað hún getur. „Þetta er bráðgreind kona, fljót að átta sig á hlutum. Eini gallinn við hana er að hún er ekki með nógu góðar skoðanir en ég get ekki ætlast til þess að allir hafi sömu skoðanir og ég. Hún er allavega skynsöm og þegar fólk er skynsamt þá nær það svona langt þó að skoðanir séu á flakki.“En hefur hann áhyggjur af málum sem kunna að koma upp, eftir að búið er að rita stjórnarsáttmála, sem geta valdið deilum á milli flokkanna þriggja? „Jú, það er auðvitað alltaf hættan. Það er kannski eina vandamálið þegar menn eru svona á sitthvorum pólnum en það getur líka alveg gerst á milli annarra flokka. Reynt fólk bara leysir það einhvern veginn. Það eru stóru hagsmunirnir sem fólk á að hugsa um,“ sagði Brynjar. Helgi Hrafn var spurður að því af hvejru hann hefði mestar áhyggjur í ríkisstjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta verði frekar íhaldssamt og lítið um mikilvægar breytingar. Auðvitað hefur enginn þessara flokka nema Vinstri græn á köflum barist fyrir því að það verði einhverjar alvöru kerfisbreytingar hérna. [...] Ég óttast að það verði meiri feimni við meira frjálslyndi, til dæmis í vímuefnamálum sem okkur er mjög annt um að verði og að vinnu við það haldi áfram,“ sagði Helgi Hrafn. Hlusta má á spjall þeirra Brynjars í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. 31. október 2017 19:30 Tíu vikna atburðarás sem lauk með ríkisstjórn sem sprakk eftir 247 daga Tíu dagar eru nú liðnir frá því að landsmenn kusu til Alþingis í annað skiptið á einu ári. Vísir rifjar því upp atburðarásina í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra sem voru nokkuð ólíkar þeim sem fara fram núna, að minnsta kosti enn sem komið er. 8. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að reynt fólk í pólitík hefði ekki gert það sem Björt framtíð gerði í haust, það er að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég held að þau hljóti að þau hljóti að átta sig á því í dag allavega. Þetta eru sennilega stærstu pólitísku mistök lýðveldisins,“ sagði Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og annað í pólitíkinni ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata. Helgi Hrafn tók ekki undir það að Björt framtíð hefði verið reynslulítill flokkur á þingi þegar þau settust í ríkisstjórn enda hefði flokkurinn átt þingmenn áður. Aðspurður hvernig honum litist á Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem forsætisráðherra sagðist Brynjar hafa unnið með Katrínu og að hann viti hvað hún getur. „Þetta er bráðgreind kona, fljót að átta sig á hlutum. Eini gallinn við hana er að hún er ekki með nógu góðar skoðanir en ég get ekki ætlast til þess að allir hafi sömu skoðanir og ég. Hún er allavega skynsöm og þegar fólk er skynsamt þá nær það svona langt þó að skoðanir séu á flakki.“En hefur hann áhyggjur af málum sem kunna að koma upp, eftir að búið er að rita stjórnarsáttmála, sem geta valdið deilum á milli flokkanna þriggja? „Jú, það er auðvitað alltaf hættan. Það er kannski eina vandamálið þegar menn eru svona á sitthvorum pólnum en það getur líka alveg gerst á milli annarra flokka. Reynt fólk bara leysir það einhvern veginn. Það eru stóru hagsmunirnir sem fólk á að hugsa um,“ sagði Brynjar. Helgi Hrafn var spurður að því af hvejru hann hefði mestar áhyggjur í ríkisstjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta verði frekar íhaldssamt og lítið um mikilvægar breytingar. Auðvitað hefur enginn þessara flokka nema Vinstri græn á köflum barist fyrir því að það verði einhverjar alvöru kerfisbreytingar hérna. [...] Ég óttast að það verði meiri feimni við meira frjálslyndi, til dæmis í vímuefnamálum sem okkur er mjög annt um að verði og að vinnu við það haldi áfram,“ sagði Helgi Hrafn. Hlusta má á spjall þeirra Brynjars í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. 31. október 2017 19:30 Tíu vikna atburðarás sem lauk með ríkisstjórn sem sprakk eftir 247 daga Tíu dagar eru nú liðnir frá því að landsmenn kusu til Alþingis í annað skiptið á einu ári. Vísir rifjar því upp atburðarásina í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra sem voru nokkuð ólíkar þeim sem fara fram núna, að minnsta kosti enn sem komið er. 8. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. 31. október 2017 19:30
Tíu vikna atburðarás sem lauk með ríkisstjórn sem sprakk eftir 247 daga Tíu dagar eru nú liðnir frá því að landsmenn kusu til Alþingis í annað skiptið á einu ári. Vísir rifjar því upp atburðarásina í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra sem voru nokkuð ólíkar þeim sem fara fram núna, að minnsta kosti enn sem komið er. 8. nóvember 2017 13:45