Veiðigjöldin hækka yfir 100% í þorsk og ýsu Sigurður Páll Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 10:04 Þegar þessi orð eru skrifuð er á teikniborðinu hugmynd um ríkisstjórn frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, ég er ekki viss. Það er vissulega mikilvægt að koma á starfhæfri ríkisstjórn sem fyrst, ríkisstjórn sem getur tekið samhent á verkefnum með skýra stefnu og sýn á verkefnin, því mörg brýn verkefni bíða úrlausna. Eitt þeirra er einmitt tilefni þessa pistils. Veiðigjöldin voru sett á fyrir um fimm árum, var það gert án tillits til stærðar eða smæðar útgerða. Fljótlega gerðu menn sér grein fyrir því að litlar og meðal stórar og oftast skuldsettar útgerðir mundu sigla í gjaldþrot ef ekkert væri að gert. Sett var inn þrepaskipting í gjaldtöku með tilliti til kvótaminni útgerða og eins gátu skuldsett útgerðarfyrirtæki sótt um vaxtaafslátt árlega. Við þessar aðgerðir björguðust margir frá gjaldþroti. Ekki var þó og er ekki enn, tekið til tillit til þess hvort útgerðir eru eingöngu með bát og eða fiskvinnslu heldur er tekin ein niðurstaða út úr greininni í heild og sú krónutala dreifð á allar útgerðir. Þá eru veiðigjöldin sem greidd eru í dag reiknuð út frá afkomu greinarinnar árið 2015 til 2016, sem sagt eftir-á skattur. Afkoma sjávarútvegsins á þeim tíma var prýðilegur en á þessu ári alls ekki góð. Aðferðin býður því upp á skekkju sem getur valdið alvarlegum vanda, sérstaklega fyrir minni og meðalstórar útgerðir. Á nýju fiskveiðiári nú í haust er búið að fella niður allan afslátt. Álagning veiðigjalda t.d þorsks og ýsu hafa hækkað yfir 107% og 127% á milli ára. Veiðigjald af hverju lönduðu þorskkílói fer úr 11,09 kr pr kg í 22,98 kr og ýsan úr 11,53 kr í 26,20 kr pr kg miðað við óslægðan afla, og munar því um minna. Algengt er að gjaldið sé á milli 8,5 til 9 % af aflaverðmæti. Einn smábátaeigandi orðaði það svo.”Við erum tveir um borð, það hefur fjölgað um einn og hálfan háseta sem ekki láta sjá sig, en þiggja fulla greiðslu.” Það gefur auga leið að við svo búið verður ekki unað, sérstaklega fyrir litlar og meðalstórar útgerðir, aðgerða er þörf. Undirritaður hefur rætt við ýmsa aðila og hafa menn viðrað hugmyndir í þá átt að koma á þannig gjaldtöku að sem flestir geti við unað. Lagfæringar á veiðigjaldakerfinu eru því bráðnauðsynlegar enda hefur skattlagning sem kemur verst niður á minni og meðalstórum útgerðum langmest áhrif á smærri sjávarbyggðir landsins þar sem þær eru gjarnan mikilvægur stólpi í atvinnulífi í byggðarlaginu. Því hefur gallað kerfi ekki bara óæskileg áhrif á atvinnugreinina sjálfa heldur allt nærumhverfi hennar líka, t.d. þá sem atvinnu hafa af tengdum greinum og í viðkomandi byggðum. Það er því ákaflega mikilvægt að skynsamleg lausn náist á þessum vanda sem fyrstHöfundur er þingmaður Norðvesturkjördæmi fyrir Miðflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru skrifuð er á teikniborðinu hugmynd um ríkisstjórn frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, ég er ekki viss. Það er vissulega mikilvægt að koma á starfhæfri ríkisstjórn sem fyrst, ríkisstjórn sem getur tekið samhent á verkefnum með skýra stefnu og sýn á verkefnin, því mörg brýn verkefni bíða úrlausna. Eitt þeirra er einmitt tilefni þessa pistils. Veiðigjöldin voru sett á fyrir um fimm árum, var það gert án tillits til stærðar eða smæðar útgerða. Fljótlega gerðu menn sér grein fyrir því að litlar og meðal stórar og oftast skuldsettar útgerðir mundu sigla í gjaldþrot ef ekkert væri að gert. Sett var inn þrepaskipting í gjaldtöku með tilliti til kvótaminni útgerða og eins gátu skuldsett útgerðarfyrirtæki sótt um vaxtaafslátt árlega. Við þessar aðgerðir björguðust margir frá gjaldþroti. Ekki var þó og er ekki enn, tekið til tillit til þess hvort útgerðir eru eingöngu með bát og eða fiskvinnslu heldur er tekin ein niðurstaða út úr greininni í heild og sú krónutala dreifð á allar útgerðir. Þá eru veiðigjöldin sem greidd eru í dag reiknuð út frá afkomu greinarinnar árið 2015 til 2016, sem sagt eftir-á skattur. Afkoma sjávarútvegsins á þeim tíma var prýðilegur en á þessu ári alls ekki góð. Aðferðin býður því upp á skekkju sem getur valdið alvarlegum vanda, sérstaklega fyrir minni og meðalstórar útgerðir. Á nýju fiskveiðiári nú í haust er búið að fella niður allan afslátt. Álagning veiðigjalda t.d þorsks og ýsu hafa hækkað yfir 107% og 127% á milli ára. Veiðigjald af hverju lönduðu þorskkílói fer úr 11,09 kr pr kg í 22,98 kr og ýsan úr 11,53 kr í 26,20 kr pr kg miðað við óslægðan afla, og munar því um minna. Algengt er að gjaldið sé á milli 8,5 til 9 % af aflaverðmæti. Einn smábátaeigandi orðaði það svo.”Við erum tveir um borð, það hefur fjölgað um einn og hálfan háseta sem ekki láta sjá sig, en þiggja fulla greiðslu.” Það gefur auga leið að við svo búið verður ekki unað, sérstaklega fyrir litlar og meðalstórar útgerðir, aðgerða er þörf. Undirritaður hefur rætt við ýmsa aðila og hafa menn viðrað hugmyndir í þá átt að koma á þannig gjaldtöku að sem flestir geti við unað. Lagfæringar á veiðigjaldakerfinu eru því bráðnauðsynlegar enda hefur skattlagning sem kemur verst niður á minni og meðalstórum útgerðum langmest áhrif á smærri sjávarbyggðir landsins þar sem þær eru gjarnan mikilvægur stólpi í atvinnulífi í byggðarlaginu. Því hefur gallað kerfi ekki bara óæskileg áhrif á atvinnugreinina sjálfa heldur allt nærumhverfi hennar líka, t.d. þá sem atvinnu hafa af tengdum greinum og í viðkomandi byggðum. Það er því ákaflega mikilvægt að skynsamleg lausn náist á þessum vanda sem fyrstHöfundur er þingmaður Norðvesturkjördæmi fyrir Miðflokkinn.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun