Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða Ingólfur Bender skrifar 15. nóvember 2017 09:30 Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða. Samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun þarf að uppfæra í ljósi þess að auka þarf framkvæmdir og aukið fjármagn þarf í innviðaframkvæmdir á næstu árum. Ný ríkisstjórn þarf að móta heildstæða stefnu um uppbyggingu innviða – innviðastefnu – enda eykst þá yfirsýn og skilvirkni á þessu sviði. Innviðir eru lífæðar samfélagsins. Innviðir skapa hagvöxt, störf og lifandi samfélag. Með fjárfestingu í samgöngum, orku-, vatns-, og hitaveitum, skólum og sjúkrahúsum, fjarskiptakerfi og fleiri innviðum er fjárfest í lífsgæðum þjóðarinnar, samkeppnishæfni atvinnulífsins og hagvexti framtíðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kom út fyrir skömmu og fjallar um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi kemur fram að hluti innviða er í slæmu ástandi og þarfnast nauðsynlega viðhalds. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða sé í heild 372 milljarðar króna. Verst er ástand vega og fráveitna en þar er uppsöfnuð viðhaldsþörf um 150 milljarðar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf er mikil vegna þess að innviðum hefur ekki verið sinnt sem skyldi síðustu ár. Þannig hefur, svo dæmi sé tekið, fjárfesting hins opinbera verið lítil í samgöngum á undanförnum árum þrátt fyrir að umferð bifreiða hafi margfaldast með meiri efnahagsumsvifum og auknum fjölda ferðamanna. Er nú svo komið að tafir og slys af þessum völdum eru verulegur kostnaður fyrir samfélagið allt. Í umræðum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar til Alþingis kom glögglega fram að einhugur er hjá flokkunum um þörfina fyrir að fara í nauðsynlegar umbætur innviða á því kjörtímabili sem nú er hafið. Kom það til dæmis skýrt fram á fundi sem Samtök iðnaðarins héldu með frambjóðendum allra flokkanna rétt fyrir kosningar að þau skynjuðu vandann og þörfina á að bregðast hratt við honum. Nú þegar hægir á hagvextinum og fram undan er tímabil þar sem slaknar á spennunni í hagkerfinu er rétti tíminn til að huga að uppbyggingu innviða. Umfang verkefnisins er mikið og þarfnast talsverðs tíma í undirbúningi. Einnig er framkvæmdatími langur, oft nokkur ár. Því er þörf að fara strax í þessa vinnu þannig að tryggt sé að við nýtum það svigrúm sem efnahagsaðstæðurnar á kjörtímabilinu skapa til að fara í þessar framkvæmdir en aðstæðurnar munu samkvæmt spám einkennast af mun minni hagvexti en verið hefur og vaxandi atvinnuleysi. Fjárhagsleg staða hins opinbera hefur batnað mikið á síðustu árum og er það því betur í stakk búið en áður var til að fara í innviðaframkvæmdir. Bent hefur verið á að ríkið getur nýtt það svigrúm sem rífleg eiginfjárstaða ríkisbankanna skapar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða er hins vegar það mikil að ljóst er að hið opinbera ræður ekki eitt við þá framkvæmd. Vel þekkt er að fjármagn úr einkageiranum getur aðstoðað hið opinbera í uppbyggingu innviða. Höfum við dæmi um það hér á landi og mörg vel heppnuð dæmi eru um það erlendis frá. Má í þessu sambandi benda á ágæta greiningu Greiningardeildar Arion banka um þetta efni þar sem meðal annars kemur fram að sparnaður einkaaðila hér á landi hefur aukist á síðustu árum sem gefur þeim aukið svigrúm til þess að taka þátt í svona framkvæmdum. Innviðauppbygging verður að fá veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og umtalsvert aukið umfang í fjárlögum næstu ára. Með forgangsröðun og skipulagningu höfum við núna tækifæri til þess að gera þarft átak á þessu sviði til hagsbóta fyrir samfélagið allt án þess að það raski stöðugleikanum. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða. Samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun þarf að uppfæra í ljósi þess að auka þarf framkvæmdir og aukið fjármagn þarf í innviðaframkvæmdir á næstu árum. Ný ríkisstjórn þarf að móta heildstæða stefnu um uppbyggingu innviða – innviðastefnu – enda eykst þá yfirsýn og skilvirkni á þessu sviði. Innviðir eru lífæðar samfélagsins. Innviðir skapa hagvöxt, störf og lifandi samfélag. Með fjárfestingu í samgöngum, orku-, vatns-, og hitaveitum, skólum og sjúkrahúsum, fjarskiptakerfi og fleiri innviðum er fjárfest í lífsgæðum þjóðarinnar, samkeppnishæfni atvinnulífsins og hagvexti framtíðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kom út fyrir skömmu og fjallar um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi kemur fram að hluti innviða er í slæmu ástandi og þarfnast nauðsynlega viðhalds. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða sé í heild 372 milljarðar króna. Verst er ástand vega og fráveitna en þar er uppsöfnuð viðhaldsþörf um 150 milljarðar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf er mikil vegna þess að innviðum hefur ekki verið sinnt sem skyldi síðustu ár. Þannig hefur, svo dæmi sé tekið, fjárfesting hins opinbera verið lítil í samgöngum á undanförnum árum þrátt fyrir að umferð bifreiða hafi margfaldast með meiri efnahagsumsvifum og auknum fjölda ferðamanna. Er nú svo komið að tafir og slys af þessum völdum eru verulegur kostnaður fyrir samfélagið allt. Í umræðum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar til Alþingis kom glögglega fram að einhugur er hjá flokkunum um þörfina fyrir að fara í nauðsynlegar umbætur innviða á því kjörtímabili sem nú er hafið. Kom það til dæmis skýrt fram á fundi sem Samtök iðnaðarins héldu með frambjóðendum allra flokkanna rétt fyrir kosningar að þau skynjuðu vandann og þörfina á að bregðast hratt við honum. Nú þegar hægir á hagvextinum og fram undan er tímabil þar sem slaknar á spennunni í hagkerfinu er rétti tíminn til að huga að uppbyggingu innviða. Umfang verkefnisins er mikið og þarfnast talsverðs tíma í undirbúningi. Einnig er framkvæmdatími langur, oft nokkur ár. Því er þörf að fara strax í þessa vinnu þannig að tryggt sé að við nýtum það svigrúm sem efnahagsaðstæðurnar á kjörtímabilinu skapa til að fara í þessar framkvæmdir en aðstæðurnar munu samkvæmt spám einkennast af mun minni hagvexti en verið hefur og vaxandi atvinnuleysi. Fjárhagsleg staða hins opinbera hefur batnað mikið á síðustu árum og er það því betur í stakk búið en áður var til að fara í innviðaframkvæmdir. Bent hefur verið á að ríkið getur nýtt það svigrúm sem rífleg eiginfjárstaða ríkisbankanna skapar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða er hins vegar það mikil að ljóst er að hið opinbera ræður ekki eitt við þá framkvæmd. Vel þekkt er að fjármagn úr einkageiranum getur aðstoðað hið opinbera í uppbyggingu innviða. Höfum við dæmi um það hér á landi og mörg vel heppnuð dæmi eru um það erlendis frá. Má í þessu sambandi benda á ágæta greiningu Greiningardeildar Arion banka um þetta efni þar sem meðal annars kemur fram að sparnaður einkaaðila hér á landi hefur aukist á síðustu árum sem gefur þeim aukið svigrúm til þess að taka þátt í svona framkvæmdum. Innviðauppbygging verður að fá veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og umtalsvert aukið umfang í fjárlögum næstu ára. Með forgangsröðun og skipulagningu höfum við núna tækifæri til þess að gera þarft átak á þessu sviði til hagsbóta fyrir samfélagið allt án þess að það raski stöðugleikanum. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun