Reiði, gleði og blendnar tilfinningar Ágúst Már Garðarsson skrifar 14. nóvember 2017 11:59 Ég fór í pólitík til að hafa áhrif á samfélagið okkar, ég er nýkominn frá kosningabaráttu og kosningum þarsem að flokki mínum var snyrtilega hafnað af kjósendum. Kannski gerir þetta mig marktækan eða kannski gerir þetta mig ómarktækann um málefnið pólitík, mér er eiginlega alveg sama. En það sem þetta gerir er að þetta gefur mér frelsi, munað þess sem stendur fyrir utan og horfir yfir sviðið og getur gagnrýnt og fundið að öllu. Ég reyni samt að hemja mig því að það er frekar lítið gefandi hlutskipti að verða bitur næstum því stjórnmálamaður. Að því sögðu verð ég að tjá mig um núverandi stjórnarmyndunarviðræður aðeins, og kannski verða einhverjir mér reiðir og aðrir afskrifa mig sem fábjána. Það verður þá bara svo að vera. Ég trúði því að Ríkisstjórnarmynstrið sem er núna að birtast okkur hefði átt að koma til í fyrra miðað við niðurstöður kosninga, ég trúi því að það sé ágætt að fyrst það er vilji fólks að hér fái að setjast íhaldssöm ríkisstjórn frá vinstri til hægri um miðjuás Framsóknarflokksins. Ekki svo að segja að þetta sé draumaríkisstjórnin mín, þvert á móti hefði draumaríkisstjórnin mín verið meirihlutastjórn Pírata,Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar þar sem að frjálslynd gildi hefðu fengið að ráða og komið hefði fólk að stjórn landsins sem þorir í kerfisbreytingar og samtal við þjóðina um framtíðargildi í jafnréttismálum og umhverfismálum. Þetta er auðvitað eins langt frá niðurstöðum kosninga og hægt er að vera svo frjálslyndi og manneskjulega stjórnmál verða að bíða betri tíma. Svo ekki sé minnst á endurheimt votlendis og önnur mikilvæg mál einsog Miðhálendisþjóðgarð. Ég er einfaldlega bara svo barnalegur að skilja ekki að þessir þrír nýju frjálslyndu flokkar séu ekki með hreinan meirihluta. En sú stjórn sem nú er í burðarliðnum verður eflaust ekkert alslæm og ég skil ekki reiðina sem vaknar meðal margra kjósenda Vinstri Grænna, eru þeir í alvöru svona hissa? Ef þeir eru það þá er það fyrst og fremst þeirra vandamál. Því að það er ljóst að Íhaldsflokkarnir þrír sem nú mynda stjórn passa bara mjög vel saman og standa vörð um gömul gildi í íslenskum stjórnmálum sem fyrst og fremst byggja á völdum og mislélegum hugmyndum um framtíð þjóðarinnar í einangrun og einokunarstefnu. Reiði Samfylkingarfólks ber svo bara að skoða sem eðlilega tækifærismennsku í stjórnarandstöðu og atkvæðaveiðar. Við Í Bjartri Framtíð höfum nýverið fundið það á eigin skinni að vera refsað fyrir samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn, en er þetta orðið eðlilegt að meginstefna margra flokka og stórs hluta kjósenda sé hatur á Sjálfsstæðisflokknum? Mér finnst það ekki þó að vissulega þekki ég alveg kosti og galla Sjálfstæðisflokksins. Þá hef ég átt fínt samstarf og samskipti við marga þar inni og trúi því að þar sé algerlega fólk sem vill vel, þó að það hafi örlítið aðra skoðun á því hvernig beri að komast þangað. En nú er ég farinn að gera það sama og ég gagnrýni aðra fyrir að gera svo ég er með ráð til mín og ykkar allra, öndum ofan í maga og leyfum þessu fólki að fá smá vinnufrið. Vissulega munu þau ekki gera neitt stórkostlegt til að breyta hlutunum, til þess eru þeir of íhaldssamir og rótgrónir. Það verða grafin göng og reist kísilver, skattar verða einhvern veginn hækkaðir og lífið mun hafa sinn vanagang hér á eyjunni okkar fallegu. En Ísland verður áfram byggilegt land þar sem gott er að lifa og öruggt að eiga börn. Og ég óska komandi ríkisstjórn all hins besta. Enda væri annað heimskulegt því að hagsmunir mín og þessarar ríkisstjórnar fara algerlega saman. En vonandi með ró á þessu tímabili og smá kyrrstöðu munu frjálslynd öfl dafna í skugganum og koma sterk inn í kosningar 2021 og koma hér á breytingum sem samfélagið á skilið.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og var frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 4. sæti í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég fór í pólitík til að hafa áhrif á samfélagið okkar, ég er nýkominn frá kosningabaráttu og kosningum þarsem að flokki mínum var snyrtilega hafnað af kjósendum. Kannski gerir þetta mig marktækan eða kannski gerir þetta mig ómarktækann um málefnið pólitík, mér er eiginlega alveg sama. En það sem þetta gerir er að þetta gefur mér frelsi, munað þess sem stendur fyrir utan og horfir yfir sviðið og getur gagnrýnt og fundið að öllu. Ég reyni samt að hemja mig því að það er frekar lítið gefandi hlutskipti að verða bitur næstum því stjórnmálamaður. Að því sögðu verð ég að tjá mig um núverandi stjórnarmyndunarviðræður aðeins, og kannski verða einhverjir mér reiðir og aðrir afskrifa mig sem fábjána. Það verður þá bara svo að vera. Ég trúði því að Ríkisstjórnarmynstrið sem er núna að birtast okkur hefði átt að koma til í fyrra miðað við niðurstöður kosninga, ég trúi því að það sé ágætt að fyrst það er vilji fólks að hér fái að setjast íhaldssöm ríkisstjórn frá vinstri til hægri um miðjuás Framsóknarflokksins. Ekki svo að segja að þetta sé draumaríkisstjórnin mín, þvert á móti hefði draumaríkisstjórnin mín verið meirihlutastjórn Pírata,Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar þar sem að frjálslynd gildi hefðu fengið að ráða og komið hefði fólk að stjórn landsins sem þorir í kerfisbreytingar og samtal við þjóðina um framtíðargildi í jafnréttismálum og umhverfismálum. Þetta er auðvitað eins langt frá niðurstöðum kosninga og hægt er að vera svo frjálslyndi og manneskjulega stjórnmál verða að bíða betri tíma. Svo ekki sé minnst á endurheimt votlendis og önnur mikilvæg mál einsog Miðhálendisþjóðgarð. Ég er einfaldlega bara svo barnalegur að skilja ekki að þessir þrír nýju frjálslyndu flokkar séu ekki með hreinan meirihluta. En sú stjórn sem nú er í burðarliðnum verður eflaust ekkert alslæm og ég skil ekki reiðina sem vaknar meðal margra kjósenda Vinstri Grænna, eru þeir í alvöru svona hissa? Ef þeir eru það þá er það fyrst og fremst þeirra vandamál. Því að það er ljóst að Íhaldsflokkarnir þrír sem nú mynda stjórn passa bara mjög vel saman og standa vörð um gömul gildi í íslenskum stjórnmálum sem fyrst og fremst byggja á völdum og mislélegum hugmyndum um framtíð þjóðarinnar í einangrun og einokunarstefnu. Reiði Samfylkingarfólks ber svo bara að skoða sem eðlilega tækifærismennsku í stjórnarandstöðu og atkvæðaveiðar. Við Í Bjartri Framtíð höfum nýverið fundið það á eigin skinni að vera refsað fyrir samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn, en er þetta orðið eðlilegt að meginstefna margra flokka og stórs hluta kjósenda sé hatur á Sjálfsstæðisflokknum? Mér finnst það ekki þó að vissulega þekki ég alveg kosti og galla Sjálfstæðisflokksins. Þá hef ég átt fínt samstarf og samskipti við marga þar inni og trúi því að þar sé algerlega fólk sem vill vel, þó að það hafi örlítið aðra skoðun á því hvernig beri að komast þangað. En nú er ég farinn að gera það sama og ég gagnrýni aðra fyrir að gera svo ég er með ráð til mín og ykkar allra, öndum ofan í maga og leyfum þessu fólki að fá smá vinnufrið. Vissulega munu þau ekki gera neitt stórkostlegt til að breyta hlutunum, til þess eru þeir of íhaldssamir og rótgrónir. Það verða grafin göng og reist kísilver, skattar verða einhvern veginn hækkaðir og lífið mun hafa sinn vanagang hér á eyjunni okkar fallegu. En Ísland verður áfram byggilegt land þar sem gott er að lifa og öruggt að eiga börn. Og ég óska komandi ríkisstjórn all hins besta. Enda væri annað heimskulegt því að hagsmunir mín og þessarar ríkisstjórnar fara algerlega saman. En vonandi með ró á þessu tímabili og smá kyrrstöðu munu frjálslynd öfl dafna í skugganum og koma sterk inn í kosningar 2021 og koma hér á breytingum sem samfélagið á skilið.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og var frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 4. sæti í Reykjavík norður.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun